3122 - Bölvað kófið

Líklega hefur það verið á Þorláksmessu eða um það leyti sem ég lá uppi í rúmi og hlustaði á jólakveðjur. Tvö nöfn sem þar voru nefnd vöktu athygli mína. Það voru nöfnin Aðaldagur og Rúmhildur. Þessi nöfn hafði ég ekki heyrt áður. Vera kann að um misheyrn hafi verið að ræða hjá mér varðandi Rúmhildi. Það hafi semsagt verið eða átt að vera Rúnhildur. Rúmhildur er alveg afleitt nafn og gefur vissulega tilefni til eineltis í skóla. Varðandi hitt nafnið er sennilega bara um óvana að ræða hjá mér. Aðalsteinn og Aðalgeir eru til dæmis algeng nöfn. Því skyldi ekki mega heita Aðaldagur. Samt finnst mér það dálítið sérstakt nafn.

Sagt er að um 38 manns hafi látist af völdum covid-19 hér á Íslandi. Í Bandarikjum Norður-Ameríkiu sé dánartalan um 800 þúsund og í Brasilíu rúmlega 600 þúsund. Líklega eru allar þessar tölur óttalega ómarktækar. Vel getur verið að um mismunandi skilgreiningar sé að ræða og auk þess er yfirvöldum ekki fullkomlega treystandi. Allar tölur af þessu tagi í samanburði við BNA er okkur Íslendingum óhætt að margfalda með þúsum því íbúar þar eru um það bil þúsund sinnum fleiri.

Þetta blogg er skelfing stutt, en samt er ég að hugsa um að láta það flakka. Ekki er víst að það skáni við geymslu.

IMG 4043Einhver mynd.


Bloggfærslur 5. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband