3125 - Örsaga númer eitthvað

Hef víst klúðrað myndinni með síðasta bloggi. A.m.k. stækkaði ég hana ekki. Alltof mikið er á þessari síðu skrifað um pólitík. Kannski er það engin furða miðað við hvar þetta er. Líka er mikið fjasað um Covid-veiruna. Sumir vilja skrifa um eitthvað annað. En af því að bloggið er sagt dautt og grafið eru það bara sérvitringar og sannfærðir sjálfstæðismenn sem skrifa hérna. Heldur vil ég vera áltinn sérvitringur hinn mesti, en að vera svo sannfærður sjálfstæðismaður að ég álíta að þeir geti ekkert rangt gert. A.m.k ekki BB hvort sem átt er við Bjarna Ben eða Björn Bjarnason. Eða jafnvel einhvern alltannan.

 

Eiginlega ætlaði ég ekki að semja fleiri örsögur. Það er ekkert víst að þetta verði einhver saga. Ekki er ég búinn að finna uppá neinu til að skrifa um.

Það var ekki nærri kominn fótaferðartími.

Samtsem áður var frú Ásgerður á fótum.

Það kom ekki til af góðu. Hún vaknaði við brak í stiganum. Það var að vísu hætt núna, en hún var dálítið myrkfælin svona einsömul. Sigurbergur hafði farið í útkall skömmu eftir minætti. Það var víst útaf einhverjum túristum sem voru fastir uppá heiði. Nú brakaði aftur í stiganum. Það var næstum eins og einhver væri að koma upp. En þó ekki alveg. Auðvitað var fólk mismunandi léttstígt, en þetta var þó ekki alveg eins.

Kannski var það draugur. Hvernig skyldi braka í stiga eftir draug. Þetta var áhugaverð spurning og Ásgerður velti þessu fyrir sér dálitla stund. Það ætti eiginlega ekki að braka neitt. Draugar ættu að geta svifið þyngdarlaust í loftinu. Ef það brakaði hlaut það vera vegna þess að hann (draugurinn) vildi láta braka. Eða einhver væri að koma. Kannski hafði draugnum ekki tekist alveg að hafa það innbrotsþjófsbrak en það mátti alveg laga seinna meir.

Hugsanlega var þetta bara einhver sem kunni ekki að láta braka í stiga. Ásgerði rann kalt vatn milli skinns og hörunda og sveipaði sloppnum fastar að sér. Kannski var hann að koma til þess að nauðga henni. Aftur brakaði í stiganum og nú sá hún að hurðarhúnninn hreyfðist. Henni varð ekki um sel. Einhver var greinilega að koma. Bagalegt að vera ekki í neinu innan undir sloppnum. En við því var ekkert að gera. Hún sagði því stundarhátt:

„Hvurslags er þetta? Af hverju ertu að læðast svona?“

Hurðarhúnninn snarstansaði.

Ef til vill var þetta ekki Gísli.

Hver skyldi þetta þá vera? Kannski bara venjulegur innbrotsþjófur. En af hverju var hann að brjótast inn núna? Sennilega hafði hann séð Sigurberg fara og haldið að hann væri eini íbúi hússins. En hversvegna þá að læðast? Þetta var beinlínis dularfullt.

Hún hafði þó munað eftir að hafa byssuhólkinn með sér. Hún var ekki vitund hrædd. Frekar að hún vorkenndi þessum vesæla innbrotsþjófi, sem nú gat átt von á því að verða skotinn. Nú fjarlægðist brakið. Það var ekki um neitt að villast. Þetta brak var fjarri því að vera eðlilegt.

Skyndilega hljóp skot úr byssunni. Hún hafði alveg óvart komið við gikkinn og hann var svo kvikur að skotið hafði hlaupið úr byssunni samstundis. Verst ef þetta var eina skotið í byssunni. Hún var ekkert viss um að mörg skot hefðu verið látin í byssuna. Strax og skotið hafði hlaupið úr byssunni þagnaði brakið og nú jókst það um allan helming. Það var eins og eitthvað ylti niður stigann.

Skyndilega sá hún að byssan hafði beinst að hurðinni. Kannski hafði hún skotið það sem var í stiganum. Hún fór hiklaust að hurðinni og opnaði hana og sá að hún hafð skotið manninn sinn. Með veikum burðum sagði hann henni að hann hefði gleymt gleraugunuum sínum og ekki viljað vekja hana. Svo dó hann. Ekki fer miklum sögum að túristunum en enginn þeirra dó.

reynir petur kemur í borgarnesEinhver mynd.


Bloggfærslur 12. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband