3080 - Er Covidið búið?

Nú er orðið kvöldsett hér á Akranesi eins og annars staðar á landinu. Setti blogg upp í morgun og geri ekki ráð fyrir að ég setji þetta upp fyrr enn á mogun í fyrsta lagi. Ég er orðinn syfjaður núna enda fór ég snemma á fætur í morgun, þriðjudag. Þrátt fyrir að ég hafði talað illa um knattspyrnu horfði ég áðan á seinni hálfleik í landsleik Íslands og Póllands í sjónvarpinu. Ekki er því að neita að leikurinn var nokkuð spennandi. Mesta spennan var að sjálfsögðu sú hvort Íslendingum tækist að halda forystunni.

Vonandi er Covidið að verða búið. Auðvitað er það skandall hvernig ríku þjóðirnar (Ísland þar á meðal) hafa hagað sér í sambandi við dreifingu á bóluefni við þessum vírusi. Vitanlega er líka hægt að segja að mannfjöldi í heiminum sé alltof mikill. Á það hefur lengi verið bent að flest vandamál heimsins stafi af því, en lítið sem ekkert verið gert í því sambandi, enda erfitt. Að sjálfsögðu ætti að jafna lifskjör allra íbúa heimsins sem mest. Með því móti mundu flest vandamál heimsins batna stórlega. Vitanlega geri ég mér grein fyrir að það er hægara sagt en gert að draga úr fjölguninni. Pólitískar stefnur sem ætlað hefur verið að laga þetta í einu vetfangi hafa yfirleitt mistekist. Hægfara þróun er heppilegri. Mér finnst skilningur fólks vera að þróast í rétta átt hér á Vesturlöndum. Afurkippur í formi þjóðernisstefnu kemur samt alltaf öðru hvoru.

Er ég að reyna að sýnast gáfaður með þessu skrifum? Kannski. Ekki er von til þess að ég breyti neinu. Jafnvel þó allir sem þetta lesa tileinki sér þessar skoðanir. Allar skoðanir má gera pólitískar og pólitíkin gin yfir öllu. Ekkert er fréttnæmt nema það hafi ekki gerst áður eða geti valdið stjórmálalegum átökum.

Scan77Einhver mynd.


Bloggfærslur 9. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband