3081 - Er sumarið komið?

Héðan er fátt að frétta. Helena er í heimsókn. Kom með Áslaugu og Hafdísi sem fóru í bæinn, en þar er fólk ekki alveg búið að átta sig á því að Covid er eiginlega búið. Nennir ekki í bólusetningu fyrr en eftir hádegi þegar degi tekur að halla. Siestunni lokið og kominn tími til að fara á fætur. Einkennilegt að fylgjast með því að í hádegisfréttum er kvartað yfir því að fáir mæti til bólusetningar, en svo myndast fljótlega mörg hundruð metra biðröð. Fer fólk virkilega ekki á fætur í þessu ástandi fyrr en seinni partinn?

Kannski gerum við eitthvað skemmtilegt og frásagnarvert seinna í dag, en annars eru þessi dagbókarskrif heldur fábrotin. Þetta er hálfgerð gúrkutíð. Veðrið fer þó ögn skánandi. Á sunnudaginn er þó spáð rigningu. Eldgosinu fer sennilega að ljúka. Kannski koma ferðamennirnir. Búast má við köldu en sólríku sumri og að svalaveður verði semsagt gott.

Scan71Einhver mynd.


Bloggfærslur 11. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband