3077- Skórinn Þorgeirs

Um daginn dreymdi mig undarlegan draum. Mér fannst við vera að flytja. Af einhverjum dularfullum ástæðum var heill haugur af skóm að aðstoða við flutninginn. Þar á meðal var nýlegur og flottur strigaskór sem Þorgeir í Holti átti. Ekki veit ég hvernig skórnir fóru að því að hjálpa til við flutninginn. En þarna voru þeir. Þetta var í kjallaraíbúð. Ég hafði farið að sofa að flutningunum loknum og vaknaði við læti í krökkunum. Þorgeir var lítill og mínir krakkar líka. Þorgeir vildi að sjálfsögðu fá skóinn sinn aftur. Ég samsinnti því og fór að leita að honum í skúffum sem skórnir höfðu verið settir í. Samt var haugur af þeim enn úti á stétt. Skórinn Þorgeirs fannst ekki og ég var búinn að sætta mig við að þurfa að borga fyrir hann nýja skó. Fór síðan áleiðis í rúmið aftur en mundi þá allt í einu eftir því að ekki höfðu allir skórnir verið settir í skúffurnar, heldur holað niður annars staðar. Verið gæti að títtnefndur skór væri þar og ég sneri samstundis við og þarmeð vaknaði ég og draumurinn varð ekki lengri. Kannski gerðist margt fleira í þessum draumi, en þetta voru aðalatriðin eða að minnsta kosti það sem ég man helst eftir.

Ég ætlaði víst að skrifa um Moggabloggsteljarann í síðasta bloggi. Verst að ég man ekki almennilega hvað ég ætlaði að skrifa. Fór í fyrsta skipti í langan tíma (held ég) niður fyrir 50 á vinsældalistanum, enda skrifaði ég afar sjaldan. Var samt nokkuð fljótur að hífa mig upp aftur þegar ég fór að skrifa næstum daglega. Flettingar voru samt oft miklu fleiri en gestirnir og það túlka ég sem svo að einhverjir séu að skoða mörg blogg hjá mér.

Á þriðjudaginn fór ég í Gamla Kaupfélagið hérna og keypti mat fyrir ferðagjöfina, sem ég hafði næstum gleymt. Á svolítið eftir af annarri, en Áslaug gaf mér sína. Fer kannski aftur í dag eða á morgun.

Aðalfundur húsfélagsins hérna var haldinn í gærkvöldi (miðvikudag) og ekki er margt um það að segja. Stjórnin var endurkjörin eins og búast mátti við. Hingað til hafa stjórnarmenn verið hálfnauðugir í þessu, en það stendur til bóta.

IMG 4759Einhver mynd.


Bloggfærslur 30. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband