3108 - Á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela

Mér virðist einkum vera rætt hér á Moggablogginu um Covid og pólitík. Læt mér það í léttu rúmi liggja. Skrifa um allan fjandann hér og er alveg sama hvort menn lesa þessi ósköp eða ekki.

Þessi dægrin eru það einkum tveir málshættir eða orðtök sem þvælast fyrir mér. Annar er svona: „Á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela“. Ég er nokkuð klár á óeiginlegri merkingu þessa málsháttar, en um uppruna þess og upphaflega merkingu veit ég ekki neitt, enda með öllu ólærður í þessum fræðum. Hvaða hunda er verið að tala um og hverju stela þeir? Helst hefur mér dottið í hug að um sé að ræða Grænlenska sleðahunda og að þeir steli sér matarbita. Dugnaðurinn í þeim kann að skýrast með grimmd og hungri.

Hinn málshátturinn er að ég held ævagamall og hljóðar þannig: „Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni“.

Held að þessi málsháttur sé einskonar veðurspádómur. Vel getur verið að mér fróðari menn skýri hann á allt annan hátt, en mér datt í hug skýring á honum þegar ég var andvaka um fimm eða sexleytið í fyrrinótt. Þá settist ég útá svalir, sem eru gleri girtar. Myrkur var og stjörnubjart. Svo fór aðeins að birta. Þá sá ég eins og rönd af tunglinu rétt fyrir ofan Akrafjallið og greinilega var sólin ekki langt á eftir á himninum. Af þessu dró ég þá ályktun að gíllinn væri tunglið, en sólin úlfurinn. Kannski er þetta tóm vitleysa, en mér finnst þetta ekki fráleitt. Spurning hvort nýtt tungl sé að kvikna um þessar mundir.  

Maður einn kom á bæ um vetur að kvöldi og þóttist vera blindur. Þetta gerði hann til að þurfa ekki að gera neitt á vökunni, en ætlast var til að gestir gerðu eitthvað gagnlegt þá. Þegar kona ein missti ull á gólfið sagði gesturinn: „Mér heyrðist svartur ullarlagður detta“. Síðan er þetta haft að orðtaki.


IMG 4190Einhver mynd.


Bloggfærslur 6. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband