3112 - Loftslag og þessháttar

Umhverfismál eru mikið til umræðu um þessar mundir. Loftslagsráðstefna ein mikil verður haldin í Skotlandi á næstunni. Hversvegna í Skotlandi? Það hef ég ekki hugmynd um. Samt má segja að mál þessu tengd séu hið nýja fagnaðarerindi nútímans. Margir vilja tengja þetta stjórnmálum, sem er að mestu rangt þó menn hafi mismunandi áherslur í þessum efnum.

Margir virðast hugsa sem svo: „Því skyldi ég vera að leggja á mig ómælt erfiði ef aðrir geta náð sama árangri án fyrirhafnar eða kostnaðar?“

Svona má ekki hugsa, því þá næst enginn árangur í stóra samhenginu. Enginn vafi er á því lengur að mannkynið og jörðin öll stefna til glötunar eða að minnsta kosti stórfelldra vandræða. Hverjum það er að kenna skiptir litlu máli. Hvernig við því verður brugðist tengist vissulega stjórnmálum. Gæðum jarðar þarf að skipta jafnar. Allt sem gert er eða ógert getur orkað tvímælis.

Ekki er hægt lengur að efast um að heimur hlýnandi fari. Deila má um hve hröð sú hlýnun sé, hverju sé um eða kenna og hver viðbrögðin eigi að vera. Þar koma stjórnmálaskoðanir til sögunnar, en hugsanlegt er að sameina megi skoðanir og gera það sem næstum allir eru sammála um. Hörðum höndum er unnið að því að „kristna“ sem flesta. Hætt er þó við að lítið verði gert og satt að segja er ekki líklegt að mikið dragi úr hlýnuninni næstu áratugina. Þó má vona.

IMG 4165


Bloggfærslur 19. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband