2878 - Ofbeldi internetsins

Um daginn var ég í mesta sakleysi að horfa á menningarþáttinn á eftir Kastljósinu í sjónvarpinu Þá sá ég altíeinu, og alveg að ástæðulausu, mynd af sjálfum mér. Þetta var stutt innslag og greinilega tekið af Youtube, en þangað hefur verið látið mikið af efni sem Hölli tók í Borgarnesi á sínum tíma.

Þetta fékk mig til að hugsa um störf sagnfræðinga framtíðarinnar og allt það efni sem internetið hefur að geyma. Tölvur framtíðarinnar koma til með að vita miklu meira um okkur en við sjálf. Sumu getum við hugsanlega haldið leyndu, en sennilega gera fáir sér grein fyrir því að allt efni sem sett er á Netið eða tölvum trúað fyrir verður þar um alla eilífð og aðgengilegt öllum. Í framtíðinni gæti klósetthegðun okkar og jafnvel hugsun orðið aðgegnileg öllum sem áhuga hafa. Um kynferðislegar athafnir ræði ég ekki.

Sennilega er Internetið meiri bylting en nokkur getur gert sér í hugarlund. Allt í einu geta allir varpað hugsun sinni um alheim allan. Tölvubyltingin er á margan hátt gagntækari en allar þær byltingar sem áður hafa séð dagsins ljós. Þó erum við bara við upphaf hennar. Kannski rætast einhverjar þeirra vísindaskáldsagna sem skrifaðar hafa verið, en eflaust verður framtíðin alltöðruvísi en við höfum ímyndað okkur.

Ein minnisstæðasta dystópía sem ég hef lesið fjallaði um lítinn hóp fólks í Bandaríkjunum sem ferðaðist fótgangandi í norðurátt og gat bara gengið á nóttinni því sólin á daginn var svo heit að hún drap allt kvikt. Gluggar voru stórhættulegir. Kjallarar bestir. Rottur mikið sælgæti.

Tvennt er það sem ég hef lítinn sem engan áhuga fyrir. Það eru matargerð og tónlist. Þetta eru þó þau efni sem tröllríða öllu. Allir miðlar eru uppfullir af þessu og smáatriðum sem tengjast því. Snobbið sem þessu fylgir er geigvænlegt. Sjálf heimshlýnunin bliknar við hliðina. Vonir okkar sem eldri erum er að sú kynslóð sem tekur við af okkur verði betri á allan hátt. Við megum síst af öllu hræða krakkana of mikið. Fjölgun mannkyns veldur þó miklum skaða á náttúrunni.

Nú er ég semsagt andvaka og því eyði ég tímanum í tilgangslausar skriftir. Satt að segja öfunda ég þá sem geta sífellt spýtt frá sér skrýtum örsögum í tugatali eins og Jens Guð. Kannski ætti ég að reyna það. Mér finnst samt erfitt að yfirgefa staðreyndirnar með öllu. Oft geta þær samt verið alveg sérlega lygilegar.

IMG 6658Einhver mynd.


Bloggfærslur 21. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband