2729 - Um Trump og Co.

Segja má að allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar, eða í rúm sjötíu ár hafi bandríkjamenn ráðið mestu um skipulag hins vestræna heims. Mest hefur það verið í krafi yfirburða hernaðarafls og vegna samvinnu svona margra og auðugra ríkja, sem auk alls annars tala sama tungumálið. Hinn vestræni heimur hefur síðan haft úrslitaárif á aðra hluta heimsins í krafti menningar sinnar, auðæfa og vopnavalds.

Þegar kalda stríðinu lauk um 1990 má segja að nýr kafli hafi hafist í vestrænni menningu. Bandaríkjamenn virðast upp til hópa álíta að með því hafi kapítalisminn sýnt að hann standi sósíalismanum mun framar að flestu leyti. Svo er þó alls ekki. Hann hefur aðeins sýnt að sú gerð hans, ásamt landgæðum, sem stunduð var í USA stóð sósíalismanum eins og hann var iðkaður í Sovétríkunum sálugu miklu framar.

Nú bendir margt til þess að á ný ætli bandaríkjamenn að hverfa á vit einangrunarstefnunnar sem þeir að ýmsu leyti aðhylltust á millistríðsárunum. Þeim kom ekki vitund við þó Hitler kæmist til valda í Þýskalandi og réðist með offorsi á Gyðinga, sem margir hverjir flúðu til annarra ríkja. Þar á meðal til USA. Ekki er ég að líkja saman andúð Trumps, Repúblikana í bandaríkjunum og flestra hægrisinna í heiminum á Islam og þeim sem Múhameðstrú játa og ofsókum Hitlers á hendur Gyðingum. Samt virðist þróunin vera í þá áttina.

Það að flestir leiðtogar annarra ríkja skuli vera Trump andsnúnir í mörgum málum bendir óneitanlega til þess að stefna hans sé röng í veigamiklum atriðum. Ný heimsmynd kann að blasa við okkur innan fárra ára. Það kann að vera erfitt að beina bandaríkjunum frá einanrunarstefnunni árið tvöþúsund tuttugu og fjögur ef Trump nær endurkjöri árið tvö þúsund og tuttugu, sem hann mun eflaust stefna á.

Læt ég svo lokið að þessu sinni hugleiðingum mínum um alþjóðastjórnmál, enda er ég fráleitt einhver sérfræðingur á því sviði. Samt hef ég eins og margir Íslendingar gaman af að velta ýmsu af því tagi fyrir mér. Ekki er því að neita að margt í stefnu ESB fellur mér engan vegin í geð. Samt er það mín skoðun að Bretar hafi t.d. gert afdrifarík mistök í því að samþykkja BREXIT. Margar hættur kunna að stafa af Alheimsstjórn. Samt er heillavænlegra að stefna í þá átt og auka samstarf þjóða en hið gagnstæða.

Auðvitað eru allsekki allir sammála þessum skoðunum mínum. Samt er það svo að einhverjir kunna að hafa meiri áhuga á alheimsstjórnmálum en fótbolta.

Samt er ég allsekki að gera lítið úr afreki „strákanna okkar“ í því að komast á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Það er satt að segja ótrúlegt afrek hjá þeim að vera taldir með þeim bestu í heiminum í þessari útbreiddustu íþrótt allrar veraldarinnar.

IMG 8087Einhver mynd


Bloggfærslur 9. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband