2735 - Leikrit í einum þætti

 2735 – Leikrit í einum þætti

 -    Sá sem skrifar eitthvað sem annar les, eignast um leið einhvað í honum.

 -    Nú, á ég þá eitthvað í honum Steina Briem?

 -    Af hverju segirðu það?

-     Nú, hann er sá eini sem ég veit með vissu að les alltaf bloggin mín.

-     Hvernig veistu það?

-     Hann yrkir alltaf vísu í lokin á hverju bloggi.

-     Getur ekki verið að hann þurfi bara að losna við þessar vísur?

 -     En þær eru alltaf um eitthvað sem ég hef skrifað í því bloggi.

-      Nú.

-     Já, það er bara svoleiðis.

 -    Jæja, annars átti þetta að vera upphafið að heimspekilegum samræðum. Ertu kannski of fínn fyrir svoleiðis?

 -    Nei, nei. Ég bara vissi það ekki.

 -    Eins og ég sagði þá eignast þú eitthvern örlítinn hluta af þeim sem les eitthvað sem þú skrifar. Auðvitað gildir það sama um hvað sem er. Hvort sem um er að ræða ljósmyndir, kvikmyndir, leikrit eða eitthvað annað. Það bara dreifist á fleiri hendur.

 -    Ég skil þetta nú ekki almennilega. En við skulum bara gera ráð fyrir að þetta sér rétt. Hvar er annars heimspekin í þessu?

 -    Jú, með því að neyða hann til að lesa það sem þú skrifar, eignast þú örlítinn hluta af hans lífi.

 -    Já, en ég neyði aldrei neinn til neins.

 -    Það skiptir engu máli.

 -    Af hverju ekki?

 -    Af því að þegar þú skrifar eitthvað og setur engar takmarkanir á hverjir geta lesið það þá veistu ekki hve margir lesa það.

 -    Nú, er það?

 -    Já, já.

 -    Það vissi ég ekki.

 -     Þá veistu það núna. Og ef þú skrifar of langt mál missirðu þetta tak.

 -     Hvaða tak?

 -     Nú á þeim sem lesa það sem þú skrifar.

 -     Já, svoleiðis.

-      Þetta á ekki síður við blogg en annað.

-      Einmitt.

-      Og svo máttu ekki skrifa of oft.

 -     Ég skal muna það.   

 Einhver mynd.


Bloggfærslur 19. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband