2788 - Stundar af öllu efli...

Einhverju sinni var ort.

Stundar af öllu efli
útvarpið málvöndun,
breytir það skafli í skefli,
skatnar fá um það grun

að fréttahraflið sé hrefli,
holan í kviðinn nefli,
allt sé að ganga af gefli,
glæst ert þú nýsköpun.

Þetta var held ég vegna einhverra mismæla í fréttatíma ríkisútvarpsins. Ekki hef ég hugmynd um, frekar en fyrri daginn, eftir hvern þetta er. Allavega er það ekki eftir mig, þó ég vildi það gjarnan, því þetta er ansi lipurlega gert.

Eiginlega er það ekki af neinni sérstakri ástæðu sem ég birti þetta. Held að þetta hafi á sínum tíma, og kannski seinna líka, verið birt í Morgunblaðinu þó Fjólupabbi hafi kannski verið hættur þá.

Er Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum orðinn Trump-flokkurinn. Sumir virðast telja að svo sé. Enginn vafi er á því að flokkurinn er með öllu hættur að setja sig upp á móti því sem Trump vill. Demókratar malda svolítið í móinn, en í öllu sem máli skiptir er ekki að sjá annað en farið sé almennt að vilja Trumps. Að nokkru leyti er þetta vegna þess að hann hefur sannað það að stuðningur hans kemur sér afar vel fyrir frambjóðendur flokksins. Þessvegna fylgja þeir honum í stóru sem smáu.

Svo kann að virðast sem öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætli að setja sig á móti brottrekstri Sessions úr Dómsmálaráðherrastöðunni, en svo er ekki. Trump kemst áreiðalega upp með þetta þó Sessions hafi á ýmsan hátt komið fram málum sem Trump lætur sér annt um. Hugsanlegt er að tapið í fulltrúadeildinni hafi haft meiri áhrif á Trump en hann vill vera láta. Afleiðing þess kann að verða sú að hann fari sér hægt við að losna við Mueller og rannsókn hans þó hann hafi í langan tíma haft allt á hornum sér varðandi þessa rannsókn.

Auðvitað má færa rök fyrir því að vegna sigurs Demókrata í fulltrúadeild þingsins hafi möguleikar Trumps á endurkjöri árið 2020 aukist til muna. Samt sem áður er vel hugsanlegt að Demókratar í fulltrúadeildinni valdi honum ýmsum vandræðum næstu vikur og mánuði. Ekki er annað að sjá en viðsjár milli stjórnmálaflokkanna í USA fari vaxandi.

IMG 7673Einhver mynd.


Bloggfærslur 8. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband