2775 - Steini og Jón

Eitt það mikilvægasta sem góður bloggari þarf að venja sig á er að skrifa aldrei nema hluta af því sem hann/hún veit um viðkomandi efni, en samt að vera ekki að geyma það til betri tíma sem manni þó dettur í hug. Þykist ég þá sjálfur vera góður bloggari? Kannski. A.m.k. er ég talsvert reynslumikill á þessu sviði. Ekki kann ég þó þá list að verða vinsæll. Hvað þá frægur. Kalla það samt ágætan árangur að ná því að hafa á annað hundrað daglega lesendur án auglýsinga. Tel það varla auglýsingu þó ég láti vita af því á fésbókinni að ég hafi bloggað. Ekki hef ég kynnt mér neitt hvert fésbókarguðirnir hafa beint þeim tilkynningum.

Ég hef vanið mig á að það sem ég skrifa sé opið öllum, ef þeir á annað borð hafa einhvern minnsta áhuga á að lesa það sem ég skrifa. Að undanförnu hefur athugasemdum við bloggið mitt fjölgað nokkuð. Ekki græt ég það. Andsvörin við þeim eru öllum sýnileg og yfirleitt fremur lítt yfirlesin. Samt er ég ekki að afsaka á neinn hátt það sem ég skrifa þar. Athugasemdirnar eru yfirleitt ekki svo margar eða langar að ég þurfi neitt að agnúast útí þær. Hef aldrei stundað það að eyða athugasemdum eða takmarka það á nokkurn hátt sem ég skrifa, en það kemur fyrir að ég leiðrétti augljós pennaglöp í blogginu sjálfu. Kann ekkert á að breyta eða eyða athugasemdum.

Get ekki neitað því að þær athugasemdir sem ég hef fengið að undanförnu fá mig til að hugsa. Annars geri ég yfirleitt fremur lítið af því. Sennilega er bara best að halda sínu striki og halda áfram að bölva fésbókinni (hún er samt ómissandi) og Trump. Minn stíll er að ræða aldrei lengi um sama efnið. Í blaðagreinum finnst mér oft sem höfundar teygji lopann of mikið og haldi áfram að endurtaka næstum það sama aftur og aftur. Stundum finnast einhver ný sjónarhorn en yfirleitt ekki.

Í ljósi þeirra umræðna sem orðið hafa hér á mínu bloggi að undanförnu bíð ég spenntur eftir því að Steini Briem láti í sér heyra. Svo get ég hæglega búist við að Jón Valur hafi eitthvað við þetta alltsaman að athuga. Samt sem áður er ekki örgrannt um að ég hafi svolítið gaman af þessu öllu saman. Verst hvað Jón er oft langorður.

Untitled Scanned 61Einhver mynd.


Bloggfærslur 2. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband