2667 - Netútgáfan III og káfið í karlpeningnum

Nú er komið að síðasta kaflanum í umfjölluninni um Netútgáfuna. Eiginlega sýnist mér þetta vera bein þýðing á einhverri eldgamalli auglýsingu og ég mundi ekki misvirða það við neinn þó þessum kafla yrði einfaldlega sleppt. Ekki hafa allir áhuga á að lesa gamlar auglýsingar. Ath.: Þetta er skrifað fyrir næstum 10 árum síðan.

Þetta sífellda káf í karlpeningnum sem tröllríður öllum fréttum um þessar mundir er hálfþreytandi. Einkum virðast það vera svolítið frægur karlpeningur sem gerir þetta. A.m.k. er það helst að skilja á fréttum af þessum ósköpum. Einnig verða frægar kvenpersónur fremur fyrir þessu en ófrægar a.m.k er svo að skilja á fréttum.

Annars er ég bara venjulegt karlrembusvín og skil alls ekki svonalagað. Kannski er þetta bara venjulegt hvolpavit sem ekki getur yfirgefið fræga karlmenn. Hvað veit ég? Mér finnst það samt skaði að ekkert annað sé í fréttum dag eftir dag en kynferðisleg áreitni. Ekki virðist mega líta á sumt kvenfólk svo ég tali nú ekki um að snerta það, án þess að vera dæmdur óalandi og óferjandi vegna kynferðislegarar áreitni.

Reyndar er það ekkert skrýtið þó konur hrökkvi við þegar káfað er á þeim á óviðurkvæmilegan hátt á opinberum eða hálfopinberum stöðum, og þegar þær eiga síst von á því. Vel getur verið að þær fari alveg úr stuði við þetta og það sé ein aðferðin enn til þess fyrir karlmenn að halda yfirburðum sínum. Völd þeirra hafa lengi verið mun meiri en kvenfólks og þó okkur karlvesalingunum finnist kvenréttindi af öllu tagi hafa snarbatnað á síðustu áratugum er ekki víst að kvenfólki finnist það hafa gengið nógu hratt fyrir sig.

Nú á síðustu árum hefur tæknin þó gert það svo einfalt og  þægilegt að gefa út bækur að  nýjasta fyrirbrigðið á þessu sviði sem kallað er Print  on demand eða publish on demand hefur unnið nokkuð á einkum í Bandaríkunum.

Ég ætla að fara hérna nokkrum orðum um það hvernig svona  nokkuð gengur fyrir sig.  Það eru þónokkur fyrirtæki sem taka að sér  að prenta og gefa út bækur fyrir tiltölulega lágar upphæðir.

Þetta er gert með sérstökum vélum sem  ekki þarf að stilla sérstaklega eða breyta á neinn hátt þó prentaðar séu mismunandi bækur. Verðlagningu er þannig háttað að sama verð er á hvert eintak hvort heldur sem prentað er eitt eintak eða tíuþúsund.

Það eru einkum lítil útgáfufyrirtæki sem njóta góðs af þessari þróun og svo höfundar sem vilja af einhverjum ástæðum gefa út bækur sínar sjálfir, hvort sem það er af einhvers konar metnaði (það fyrirbrigði er gjarnan kallað “vanity publishing” á ensku) eða  þá að þeir telja sig einfaldlega geta haft meiri tekjur af skrifum sínum með þessu móti.

Fyrirtæki sem nefnist Bookstand publishing býður viðskipavinum sínum að gefa út fyrir þá bók með eftirtöldum skilyrðum:

(að sjálfsögðu er hér um að ræða pappírskilju svokallaða)

Höfundurinn borgar 449 dollara (svona um 30 þúsund krónur)

Útgáfan tekur 5 vikur

30 % af útsöluverði fær höfundurinn í sinn hlut en afganginn fær útgáfufyrirtækið

Kápa í litum fylgir með í verðinu. Að vísu verður að velja úr stöðluðum kápumyndum þar sem aðeins er hægt að breyta um texta og því settar nokkuð þröngar skorður hvernig hann má vera, annars hækkar verðið.

Í bókinni sjálfri geta eingöngu verið svart hvítar myndir.

Engin takmörk eru þó á því hve mikið af myndum eða töflum geta verið í bókinni.

Stærð bókarinna eru einnig að sjálfsögðu sett einhver takmörk.

52 eintök af bókinni fær höfundurinn. Einnig fær hann:

ISBN skráningarnúmer

Strikamerki

Skráningu í gagnagrunn um nýjar bækur

Heimasíðu til kynningar á bókinni á Netinu.

Próförk

Höfundur heldur öllum sínum réttindum.

Hægt að fá .pdf skrá til að selja bókina þannig.

Upplýsingar um kynningu á Netinu.

Skráningu í gagnagrunn Barnes og Noble. (eða væntanlega Amazon vilji höfundur það fremur)

Prentunarkostnaður á hvert eintak fram yfir þau 52 sem upphaflega fylgja er síðan ef ég man  rétt um 3 dollarar.

Við hefðbundna prentun er ætíð eitthvað startgjald og þannig lækkar verðið eftir því sem fleiri eintök eru prentuð. Einhvers staðar sá ég gjaldskrá frá prentsmiðju þar sem fyrstu 200 eintökin kostuðu um 6 dollara, 500 eintök 4 og hálfan dollar og við 10 þúsund eintök var verðið pr eintak komið niður fyrir einn dollar.

 Að sjálfsögðu er svo hægt að fá litprentaðar bækur og harðspjaldabækur með aukakostnaði en lykillinn að lágu verði felst auðvitað í því að staðla sem flest í sambandi við bókina.

Fyrirtækið sem tekur að sér að gefa bókina út selur einnig útgáfubækur sínar og býður hvers konar aðstoð við kynningu og sölu. Oftast nær er útsöluverðið ákveðið og prentað á bókina, en sölulaunin ákveðin með afslætti frá útsöluverði bókarinnar. Vegna þess hve bandarískt þjóðfélag er ólíkt því íslenska er ekki líklegt að hugsanlegir íslenskir aðilar mundu nýta sér aðstoð við sölu og kynningu. Hinsvegar er prentunarkostnaðurinn oftast svo hár hérlendis að vel gæti komið til greina fyrir íslenska aðila að láta prenta bækur fyrir sig með þessum hætti.

Það skiptir afskaplega miklu máli hvað bókin heitir, í hvaða flokk hún fer, hvaða lykilorð um efni hennar eru í þeim gagnagrunnum sem hún er skráð í og hvernig henni er lýst í örstuttri lýsingu sem væntanlegir kaupendur, t.d. hjá Barnes og Noble eða t.d. Amazon fá að sjá.

Ekkert af þessu er þó óyfirstíganlegt og af þessu má sjá að það er orðið miklu auðveldara en áður var fyrir rithöfunda og aðra þá sem vilja koma bókum frá sér að gera það. Auðvitað heldur kynningarstarf af öllu tagi áfram að skipta höfuðmáli ef um það er að ræða að selja bók í stóru upplagi. En það er samt líklegt að bækur sem gefnar eru út í litlum upplögum komi til með að skipta meira máli einfaldlega vegna þess að með því móti koma ennþá fleiri bækur út. Í vaxandi mæli má gera ráð fyrir að bókasala færist meira í það horf að kaupendur leyti að bókum sem gagnast þeirra áhugamáli sem mest en láti ekki umfjallanir annarra fjölmiðla skipta mestu máli. Hér á Íslandi hafa bækur löngum verið einkum notaðar til gjafa. Í framtíðinni má búast við að þetta breytist.

En hvernig tengist þetta bókasöfnum? Ég veit það satt að segja ekki. Mér er samt ekki grunlaust um að hér á Íslandi hafi það löngum verið stefna bókasafna að kaupa allar þær bækur sem út hafa verið gefnar á íslensku ár hvert. Erlendis er þessu án efa alls ekki svo farið. Þar er á stórum málsvæðum gefinn út þvílíkur fjöldi bóka að afar fá bókasöfn hafa nokkurn möguleika á því að eignast allar bækur sem gefnar eru út á tilteknu tungumáli.

Með auknum fjölda bóka sem gefnar eru út hlýtur sú aðferð bókasafna að kaupa inn þær bækur sem spurt er um að verða sífellt mikilvægari. Við leit á Netinu geta viðskipavinir bókasafna aflað sér upplýsinga um hvaða bækur eru til og ef hægt er að fá bókasöfn til að kaupa inn þær bækur sem þannig fást upplýsingar um mundi margur grúskarinn verða feginn. Samkvæmt þeirri aðferð við bókaútgáfu sem ég lýsti hér á undan er nefnilega ekki hægt að gera ráð fyrir því að bækur lækki neitt verulega í verði.

IMG 0436Einhver mynd.


Bloggfærslur 19. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband