2655 - Svo lengist lærið sem lífið

Auðvitað veit ég ósköp vel að þetta er bara afbökun á þeim gamla og góða málshætti: svo lengi lærir sem lifir. Ég er nú orðinn 75 ára og skammast mín ekkert fyrir að ég skuli enn vera að læra eitthvað nýtt. T.d. er ég mjög upptekinn af því nú um þessar mundir að hugsanlega hafi líkamsklukkan svonefnda meiri áhrif en ég hef hingað til haldið. Allar mannverur eru líklega þannig gerðar að við dagsbirtu eru þær best upplagðar.

Hér á norðurslóðum berjumst við fyrir því að börn og unglingar taka meira mark á vélrænum klukkum en líkamlegum og tekst það sæmilega. Þegar ellin sækir að eykst þörfin fyrir að fylgja birtunni. Þetta finn ég t.d. á því að ég vil fremur fara út að ganga eftir að birtir og það veldur sífelldum breytingum. Þar að auki eru þessi áhrif sennilega mjög mismunandi eftir einstaklingum.

Í dag er föstudagur þrettándi og þó ég hafi fengið tímarit Öryrkjabandalagsins í pósthólfið mitt (eða okkar eins og Áslaug mundi vilja segja) í gær, er ég bara nokkuð brattur.

Sennilega blogga ég alltof mikið þessa dagana. Það er varla hægt að reikna með því að nokkur endist til að lesa alla þessa dellu. Sennilega ætti ég að stefna að því að skrifa mun minna. En það er erfitt að ráða við sig þegar lesendurnir skipta mörgum hundruðum á næstum hverjum einasta degi. Kannski er þetta ekki einu sinni mér að kenna. Kannski get ég bara kennt lesendum mínum um þessi ósköp.

Annars eru kosningar yfivofandi svo pólitísku skrifin er feiknamikil þessa dagana og varla nokkur sem nennir að lesa það allt.

Helena og Benni komu í heimsókn um síðustu helgi. Fyrirferðin í Helenu er orðin talsvert mikil og Benni var ekki lengi að setja hurðirnar á Billy-bókaskápinn og nú er búið að setja ýmislegt dót í hann. Hann er bara býsna flottur. Altsvo bókaskápurinn og Benni reyndar líka.

Undarleg sérviska hjá manni einsog Matthíasi Johannessen að skrifa þannig að hann sleppir orðabilinu ef hann setur punkt eða kommu. Já ég var um daginn að glugga í dagbókarskrifin dauðhreinsuðu og úreltu hjá honum á Netinu. Þá held ég nú að bloggið og fésbókin séu betri. Þar er þó hægt að ganga úrfrá því að skrifin séu nýleg, en ekki bara uppþornaðar heimildir.

IMG 0813Einhver mynd.


Bloggfærslur 13. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband