Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

2150 - Baráttan um sálirnar

Sennilega er það Guðmundur Steingrímsson sem er framtíðarmaðurinn í íslenskri pólitík. Hann á kyn til þess, drengurinn. Man vel hvað Gylfasonurinn var óánægður með kosningaúrslitin um árið. Því fór samt fjarri að hann hefði ástæðu til þess. Sígandi lukka er best. Þannig hefur það alltaf verið og svo mun verða áfram. Björt framtíð og Píratar munu blakta í framtíðinni en fjórflokkurinn er sem betur fer að verða að engu.

Kannski eru mínir fésbókarvinir frekari öðrum með sama nafn. Ef ég ætti að komast yfir að lesa helminginn af þeim greinum og öðru stöffi sem mér er eindregið ráðlagt, eða jafnvel skipað að lesa gerði ég fjarska lítið annað. Er farinn að halda að orðið skyldulesning sé algengasta orðið í málinu. Jafnvel algegnara en Kænugarður. Hvenær eiga þessar uppnefningar annars að hætta? Er ekki upplagt að gera það á miðju þessu ári?

Það er vel hægt að vekja athygli með réttri orðanotkun. Orðið spínatstuð er vel fallið til þess og var notað í auglýsingu sem ég sá nýlega. Mér datt þetta ekki í hug heldur hefur auglýsingastofan sem gerði þessa auglýsingu áreiðanlega velt því vandlega fyrir sér hvort um væri að ræða spínat-stuð eða spínats-tuð.

Verkfallsvopnið er heilagt og nauðsynlegt. Ekki má þó beita því í óhófi. Deila má lengi og hart um hófið í því efni. Nauðsynlegt er samt að þetta vopn sé virkt. Ef bannað væri að beita verkföllum og verkbönnum yrði ekki um neinar framfarir að ræða. Verkalýðurinn stæði á sama stað og fyrir hundrað árum. Launin væru þó líklega hærri. Réttindin sem verkföll snúast oft um fengjust ekki án þess að þau væru virk.

ESB-deilur magnast nú mjög. Málamiðlun er næstum útilokuð. Eina lausnin er þjóðaratkvæðagreiðsla og von um að mótaðilar sætti sig við úrslit hennar. Óþarfi er fyrir núverandi ríkisstjórn að taka afstöðu í því máli. Þó er alls ekki hægt að banna það. Ef flokkarnir sem að henni standa væru óklofnir í málinu og meintu eitthvað með andstöðu sinni við ESB-aðild, hefðu þeir reynt að leiða þetta mál til lykta strax og þeir komust til valda.

Ég er enn þeirrar skoðunar að stærstu mistök íslenskrar efnahagsstjórnar síðustu áratugina hafi verið að samþykkja undir gífurlegri pressu neyðarlögin svonefndu. Sú skoðun að annars hefði allt farið til fjandans hér er bara skoðun og byggist ekki á neinni athugun. Jafnvel þó fallast hefði mátt á þá skoðun ríkisstjórnarinnar að annars hefði orðið að veruleika áhlaup á bankana með ófyrirsjáanlegum afleiðingum hefur því ekki verið svarað að fullu hvað gerst hefði og hversvegna ef t.d. hefði verið sett hámark á ábyrgð ríkissjóðs á innistæðum í bankakerfinu. (Er þessi ábyrgð annars ekki í fullu gildi enn í dag?) T.d. uppá nokkra tugi milljóna. Breytingar þær sem gerðar voru einnig með svonefndum neyðarlögum sneru að röð krafna við gjaldþrotaskipti. Annars er þarflaust að deila um þetta því hæstiréttur hefur úrskurðað að lög þessi séu í samræmi við stjórnarskrána. Frestur er á illu bestur, segir máltækið. Kannski var sigurinn í Icesave-málinu bara frestur. Mér finnst á margan hátt vera farið að efna í nýtt hrun.

Auðvitað er ég frá fornu fari stuðningsmaður aðildar að ESB, studdi icesave samningana á sínum tíma og er af mörgum talinn með öllu ómarktækur í þessum efnum. Kannski er ég það, en hugsanlegt er að slíkir ómerkingar séu fjölmennir á Íslandi. Fjölgar líklega mikið þessa dagana. Ríkisstjórnin hefur öruggan meirihluta á alþingi og mun beita honum ef þörf krefur.

Málþóf er skemmdarstarfsemi. Heyrt hef ég því haldið fram að skipulag umræðna á alþingi sé með þeim hætti að það sé nánast eina úrræði stjórnarandstöðunnar til að hafa umtalsverð áhrif á gang mála. Sennilega er það rétt en sú neikvæða mynd sem þannig skapast af alþingi er áreiðanlega ein meginorsök fyrir því litla áliti sem þessi stofnun hefur meðal þjóðarinnar. Enginn getur leyst úr þessu nema þingið sjálft. Ríkisstjórnin unir þessu vel, en kvíðinn fyrir væntanlegum bæjarstjórnarkosningum setur mjög svip sinn á störf þingsins þessa dagana.

Auk þess legg ég til að ég hætti þessum stælingum á Stefáni Pálssyni og Cato hinum gamla og viðurkenni bara að ég hef tapað í Ásgautsstaðamálinu.

IMG 0210Eru iðnaðarmenn nútildags hættir að ganga?


2149 - Helgi harðorði

Helgi Magnússon er nokkuð harðorður í garð ritstjóra Morgunblaðsins í bréfi sem þotið hefur sem logi yfir akur á Internetinu nýlega. Annars eru þetta svo gamlar fréttir að ég skammast mín fyrir að minnast á það. Link set ég þó ekki. Þetta er nú einu sinni Moggabloggið.

Karl Th. Birgisson er ekki hátt skrifaður hjá pólitískum andstæðingum, enda ritfær í besta lagi. Hann er að endurvekja Herðubreiðar-ræfilinn sýnist mér. http://herdubreid.is/ Hann skrifar grein í blaðið um Helga Hóseasson og ekki var sá Helgi síður harðorður en Magnússon. Sigurðsson minnist ég ekki á. Þetta er víst fyrsta grein af þremur hjá Karli og ég kemst ekki hjá því að setja Herðubreiðar-urlið í bookmark hjá mér. Afburða góð grein.

Stjórnmálaumræða öll er að breytast verulega hér á Íslandi þessi misserin. Vinsælt hefur verið að tala um vorið í Afríku. Einkum er þá átt við arabaríkin í norðanverðri álfunni. Það er ekki síður að eiga sér stað þessi misserin gagnger bylting annarsstaðar í Afríku. Allar þessar breytingar, bæði þar, í Evrópu og víðar, eiga uppruna sinn í tækninni. Sú bylting sem á sér stað fyrir tilverknað þess að hver og einn getur haft sambandi við hvern sem er hvenær sem er, er gagntækari en margur gerir sér í hugarlund.

Byltingar hafa áður átt sér stað í heiminum. Oft eiga þær sér rót í samskiptatækni. Eftir iðnbyltinguna hafa þær riðið yfir heimsbyggðina með sívaxandi hraða. Síminn og t.d. útvarpið voru mikil bylting á sínum tíma. Sjónvarpið ekki síður. Nú snýst allt um internetið og snjallsímana, og eitthvað enn nýrra tekur fljótlega við.

Hræddur er ég um að sú neikvæða gagnrýni sem á framsóknarflokknum dynur þessa dagana verði honum fremur til björgunar en bölvunar. Annars beinist sú neikvæða gagnrýni einkum gegn SDG sjálfum og kannski er ekkert óeðlilegt við það. Kannski finnst bara enginn til að taka við af Óskari Bergssyni og frammarar verða að sætta sig við að annað sætið verði það fyrsta. Enginn minnist samt á þann möguleika. Hvernig stendur á því?

Er sjálfstæðisflokkurinn 2007? Er hægt að nota ártal sem lýsingarorð? Er kominn Jónínu
Ben. tími hjá Framsókn? Er flokkum að fjölga? Spurningarnar eru margar en svörin fá í stjórnmálunum. Best að láta þau eiga sig.

Nú ræður maður því ekki lengur sjálfur hvort maður opnar youtube-myndböndin á fésbókinni. Alltaf sama frekjan í þessu fyrirbrigði. En það er ómissandi samt. Hvernig er annars varið svokölluðu „erlendu niðurhali“ með hliðsjón af þessu? Borgar ekki fésbók alla viðbótarreikninga? Nýja fésbókarlúkkið fer öfugt í mig. Samt mun ég áreiðanlega venjast því. Kom til mín fyrir fáeinum dögum. Sennilega kemur það ekki jafnsnemma til allra. Ætli ég sé ekki svona fjórða til fimmta flokks!!

Man ennþá hvað ég hrökk við þegar einhver teiknimyndafígúra öskraði á mig í tölvunni, alveg uppúr þurru. Já, það átti víst að heita að það væri auglýsing. Þó hrökk ég ekki alveg eins mikið við og þegar ég sá kakkalakkann á veggnum rétt við nefið á mér. Frá því sérstaka tilfelli man ég vel eftir brakinu í stólnum þegar hann lenti útá miðju gólfi með mig enn sitjandi þar. Já, ég held að þetta hafi verið á Tenerife.

Í nótt varð ég andvaka eins og svo oft áður. Las grein um einhvers konar tónleika þar sem Björgvin Halldórsson og Bubbi Mortens komu fram. Þessi grein var eftir Stefán Jón Hafstein.

Ekki fór á milli mála að SJH skrifaði þessa grein fyrir hugsandi fólk. Þó var hún á fésbók og sennilega ekki gúglanleg þessvegna. Greinarhöfundur var heldur lofsamlegur í garð B-anna í þessari grein en þótti þó greinilega fullmikið að borga níu þúsund krónur fyrir herlegheitin. Ég hef semsagt sparað mér þá upphæð með því að fara ekki og er feginn því.

Svo fer að líða að því að útvarpsstjórinn sýni á spilin sín. Kannski verða einhverjir hissa.

Auk þess legg ég til að sett verði lögbann á sýslumanninn á Selfossi. Eða einhver reyni að Ögmundast svolítið í honum.

IMG 0181Mótmæli.


2148 - Próf

IMG 0155Þennan texta fann ég á tölvukubb og hef ekki hugmynd hugmynd um eftir hvern hann er eða af hverju hann var þar. Eflaust er hann þjófstolinn og sennilega verð ég kærður. Hann er þó á ensku og mér finnst hann bráðfyndinn. Verst hvað hann er langur.

One of the fringe benefits of being an English or History teacher is receiving the occasional jewel of a student blooper in an essay. I have pasted together the following "history" of the world from certifiably genuine student bloopers collected by teachers throughout the United States, from eight grade through college level. Read carefully, and you will learn a lot.

The inhabitants of Egypt were called mummies. They lived in the Sarah Dessert and traveled by Camelot. The climate of the Sarah is such that the inhabitants have to live elsewhere, so certain areas of the dessert are cultivated by irritation. The Egyptians built the Pyramids in the shape of a huge triangular cube. The Pramids are a range of mountains between France and Spain.

The Bible is full of interesting caricatures. In the first book of the Bible, Guinesses, Adam and Eve were created from an apple tree. One of their children, Cain, asked "Am I my brother's son?" God asked Abraham to sacrifice Issac on Mount Montezuma. Jacob, son of Issac, stole his brother's birthmark. Jacob was a partiarch who brought up his twelve sons to be partiarchs, but they did not take to it. One of Jacob's sons, Joseph, gave refuse to the Israelites.

Pharaoh forced the Hebrew slaves to make bread without straw. Moses led them to the Red Sea, where they made unleavened bread, which is bread made without any ingredients. Afterwards, Moses went up on Mount Cyanide to get the ten commandments. David was a Hebrew king skilled at playing the liar. He fougth with the Philatelists, a race of people who lived in Biblical times. Solomon, one of David's sons, had 500 wives and 500 porcupines.

Without the Greeks, we wouldn't have history. The Greeks invented three kinds of columns - Corinthian, Doric and Ironic. They also had myths. A myth is a female moth. One myth says that the mother of Achilles dipped him in the River Stynx until he became intolerable. Achilles appears in "The Illiad", by Homer. Homer also wrote the "Oddity", in which Penelope was the last hardship that Ulysses endured on his journey. Actually, Homer was not written by Homer but by another man of that name.

Socrates was a famous Greek teacher who went around giving people advice. They killed him. Socrates died from an overdose of wedlock.

In the Olympic Games, Greeks ran races, jumped, hurled the biscuits, and threw the java. The reward to the victor was a coral wreath. The government of Athen was democratic because the people took the law into their own hands. There were no wars in Greece, as the mountains were so high that they couldn't climb over to see what their neighbors were doing. When they fought the Parisians, the Greeks were outnumbered because the Persians had more men.

Eventually, the Ramons conquered the Geeks. History call people Romans because they never stayed in one place for very long. At Roman banquets, the guests wore garlic in their hair. Julius Caesar extinguished himself on the battlefields of Gaul. The Ides of March killed him because they thought he was going to be made king. Nero was a cruel tyrany who would torture his poor subjects by playing the fiddle to them.

Then came the Middle Ages. King Alfred conquered the Dames, King Arthur lived in the Age of Shivery, King Harlod mustarded his troops before the Battle of Hastings, Joan of Arc was cannonized by George Bernard Shaw, and the victims of the Black Death grew boobs on their necks. Finally, the Magna Carta provided that no free man should be hanged twice for the same offense.

In midevil times most of the people were alliterate. The greatest writer of the time was Chaucer, who wrote many poems and verse and also wrote literature. Another tale tells of William Tell, who shot an arrow through an apple while standing on his son's head.

The Renaissance was an age in which more individuals felt the value of their human being. Martin Luther was nailed to the church door at Wittenberg for selling papal indulgences. He died a horrible death, being excommunicated by a bull. It was the painter Donatello's interest in the female nude that made him the father of the Renaissance. It was an age of great inventions and discoveries. Gutenberg invented the Bible. Sir Walter Raleigh is a historical figure because he invented cigarettes. Another important invention was the circulation of blood. Sir Francis Drake circumcised the world with a 100-foot clipper.

The government of England was a limited mockery. Henry VIII found walking difficult because he had an abbess on his knee. Queen Elizabeth was the "Virgin Queen." As a queen she was a success. When Elizabeth exposed herself before her troops, they all shouted "hurrah." Then her navy went out and defeated the Spanish Armadillo.

The greatest writer of the Renaissance was William Shakespear. Shakespear never made much money and is famous only because of his plays. He lived in Windsor with his merry wives, writing tragedies, comedies and errors. In one of Shakespear's famous plays, Hamlet rations out his situation by relieving himself in a long soliloquy. In another, Lady Macbeth tries to convince Macbeth to kill the King by attacking his manhood. Romeo and Juliet are an example of a heroic couplet. Writing at the same time as Shakespear was Miquel Cervantes. He wrote "Donkey Hote". The next great author was John Milton. Milton wrote "Paradise Lost." Then his wife dies and he wrote "Paradise Regained."

During the Renaissance America began. Christopher Columbus was a great navigator who discovered America while cursing about the Atlantic. His ships were called the Nina, the Pinta, and the Santa Fe. Later the Pilgrims crossed the Ocean, and the was called the Pilgrim's Progress. When they landed at Plymouth Rock, they were greeted by Indians, who came down the hill rolling their was hoops before them. The Indian squabs carried porposies on their back. Many of the Indian heroes were killed, along with their cabooses, which proved very fatal to them. The winter of 1620 was a hard one for the settlers. Many people died and many babies were born. Captain John Smith was responsible for all this.

One of the causes of the Revolutionary Wars was the English put tacks in their tea. Also, the colonists would send their pacels through the post without stamps. During the War, Red Coats and Paul Revere was throwing balls over stone walls. The dogs were barking and the peacocks crowing. Finally, the colonists won the War and no longer had to pay for taxis.

Delegates from the original thirteen states formed the Contented Congress. Thomas Jefferson, a Virgin, and Benjamin Franklin were two singers of the Declaration of Independence. Franklin had gone to Boston carrying all his clothes in his pocket and a loaf of bread under each arm. He invented electricity by rubbing cats backwards and declared "a horse divided against itself cannot stand." Franklin died in 1790 and is still dead.

George Washington married Matha Curtis and in due time became the Father of Our Country. Them the Constitution of the United States was adopted to secure domestic hostility. Under the Constitution the people enjoyed the right to keep bare arms.

Abraham Lincoln became America's greatest Precedent. Lincoln's mother died in infancy, and he was born in a log cabin which he built with his own hands. When Lincoln was President, he wore only a tall silk hat. He said, "In onion there is strength." Abraham Lincoln write the Gettysburg address while traveling from Washington to Gettysburg on the back of an envelope. He also signed the Emasculation Proclamation, and the Fourteenth Amendment gave the ex-Negroes citizenship. But the Clue Clux Clan would torcher and lynch the ex-Negroes and other innocent victims. On the night of April 14, 1865, Lincoln went to the theater and got shot in his seat by one of the actors in a moving picture show. The believed assinator was John Wilkes Booth, a supposedl insane actor. This ruined Booth's career.

Meanwhile in Europe, the enlightenment was a reasonable time. Voltare invented electricity and also wrote a book called "Candy". Gravity was invented by Issac Walton. It is chiefly noticeable in the Autumn, when the apples are flaling off the trees.

Bach was the most famous composer in the world, and so was Handel. Handel was half German, half Italian and half English. He was very large. Bach died from 1750 to the present. Beethoven wrote music even though he was deaf. He was so deaf he wrote loud music. He took long walks in the forest even when everyone was calling for him. Beethoven expired in 1827 and later died for this.

France was in a very serious state. The French Revolution was accomplished before it happened. The Marseillaise was the theme song of the French Revolution, and it catapulted into Napoleon. During the Napoleonic Wars, the crowned heads of Europe were trembling in their shoes. Then the Spanish gorrilas came down from the hills and nipped at Napoleon's flanks. Napoleon became ill with bladder problems and was very tense and unrestrained. He wanted an heir to inheret his power, but since Josephine was a baroness, she couldn't bear him any children.

The sun never set on the British Empire because the British Empire is in the East and the sun sets in the West. Queen Victoria was the longest queen. She sat on a thorn for 63 years. He reclining years and finally the end of her life were exemplatory of a great personality. Her death was the final event which ended her reign.

The nineteenth century was a time of many great inventions and thoughts. The invention of the steamboat caused a network of rivers to spring up. Cyrus McCormick invented the McCormick Raper, which did the work of a hundred men. Samuel Morse invented a code for telepathy. Louis Pastuer discovered a cure for rabbis. Charles Darwin was a naturailst who wrote the "Organ of the Species". Madman Curie discovered radium. And Karl Marx became one of the Marx Brothers.

The First World War, cause by the assignation of the Arch-Duck by a surf, ushered in a new error in the anals of human history.

Auk þess legg ég til o.s.frv.

IMG 0155Fés.


2147 - Úkraína

Árið 1985 kom út bókin „Execution by Hunger – The hidden holocaust“ eftir Miron Dolot (1916- 1998). Í henni er lýst hungursneyð þeirri sem gekk yfir sum svæði í Sovétríkjunum sálugu veturinn 1932 – 33. Talið er að milli 5 og 7 milljónir manna hafi þá soltið til bana í Úkraínu einni. Víða til sveita í Sovétríkjunum var neyðin mikil og t.d. er talið að um það bil helmingur allra íbúa Kazakhstan hafi þá látið lífið.

Miron Dolot var á þessum tíma unglingur í þorpi einu í Cherkasy-sýslu í Úkraínu. Þorp þetta stóð á bökkum Tiasmyn árinnar um hundrað mílur fyrir sunnan höfuðborgina Kiev. Bók þessi er mjög vel skrifuð og hefur verið líkt við dagbók Önnu Frank, um helför nazista.

Það sorglegasta við þessa hungursneyð er að vel hefði mátt koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Á þessum tíma var verið að stofna samyrkjubúin í Sovétríkjunum og Stalín og stuðningsmenn hans sýndu mikla hörku við að ná korni því, sem þó var til staðar, af bændunum á svæðinu til að geta staðið við útflutningssamninga sem gerðir höfðu verið. Vel hefði verið hægt að sleppa því að standa við samningana og einnig hefði verið hægt að sækjast eftir hjálp frá útlöndum, en slíkt tíðkaðist alls ekki í sæluríki kommúnismans.

Þessa bók er hægt að fá fyrir 11,19 dollara frá Amazon og ágrip af henni og kynningu fyrir ekki neitt.

Mér leiðist hvernig látið er á fésbókinni. Vissulega hefur margt breyst með internetinu og svo mögnuð er fésbókarsóknin að sumir villast á þessum tveimur fyrirbrigðum. Internetið varð til löngu á undan vöfrunum t.d. Það er samt ekki hægt að segja að það verði almennt fyrr en um síðustu aldamót eða svo. Gagngerðar breytingar verða á innviðum samfélaga með reglulegu millibili. Internetið og snjallsímarnir eru bara hin sýnilega afurð þessara breytinga akkúrat núna. Og þær gerast með sívaxandi hraða. Sjálfur festist ég sennilega í tölvunum og internetinu og næ ekki lengra. Vonandi verður það sem okkur sýnist núna óyfirstíganlegar hindranir svosem mengun og þessháttar bara smávandamál fyrir komandi kynslóðir. Ég hef a.m.k. þá tröllatrú á þeim.

Styrjaldir, morð og önnur óáran verður sífellt sjaldgæfari, hvernig sem látið er og hverju sem spáð er. Auðvitað er taumlaus bjartsýni jafnhættuleg og endalaus svartsýni. Miðjumoðið er alltaf farsælast og flestir hlutir enda þar.

Auk þess legg ég til að Ásgautsstaðir verði friðaðir og nútímatækni bönnuð þar með öllu.

IMG 0150Hjólkoppur.


2146 - Íþróttir

Jens Guð ræddi nýlega um íþróttir. Auðvitað ættu athugasemdir eins og þessi betur heima við bloggið hans beint. Ég er bara svo langorður (reyni samt oftast að vera stuttorður) að það er ekki hægt. Hann birti myndir máli sínu til sönnunar. Man bara ekkert hvað hann var að sanna. Jú, nú man ég það. Hann er svolítið ólíkindatól og var með myndum að sýna fram á að boltaíþróttir væru ofbeldisfullar og hættulegar. Jafnvel verri en blandaðar bardagaíþróttir.

Íþróttir eru aðallega til þess gerðar að æsa fólk upp. Oftast er slíkur æsingur bestur í einrúmi. En ekki nærri eins skemmtilegur. Mér finnst skiptingin ekki vera eins og Jens heldur fram. Þ.e. hvort hægt er að sýna fram á blóð og ofbeldi. Skiptingin er miklu fremur eftir því hvort um liðsíþróttir er að ræða eða ekki. Til dæmis finnst mér skák, hnefaleikar og tennis vera nauðalíkar íþróttir. Sennilega má færa rök að því að blandaðar bardagaíþróttir (kickbox) og skíðaíþróttir ýmisskonar eigi líka heima í þessu flokki. Sumir vilja flokka íþróttir eftir því hvort um snertingu sé að ræða eða ekki. Allskyns flokkun er möguleg og engin ein rétt.

Boltaíþróttir eru alveg sérstakur flokkur. Æsingur verður þar oft mikill í áhorfendum og þeir skemmta sér líklega best við sem mestan æsing. Í sumum tilfellum er álitamál hvort ferðin á leikinn og aðdragandi hans skiptir ekki meira máli en leikurinn sjálfur. Einkennilegt finnst mér að svo virðist sem ensk lið í fótbolta séu jafnvel vinsælli, hér á Íslandi, en íslensk .

Íslenska er ekki útlenska, segir Gumundur Andri. Þó við þekkjum ekki og skiljum heldur ekki algeng málfræðiheiti og setjum stundum ypsilon eða joð þar sem það ætti ekki að vera kunnum við alveg íslensku og skiljum hana ágætlega. Opinberar reglur á þessu sviði eru oft til óþurftar. Ala á málótta. En við erum misjöfn. Ég varð t.d. mjög feginn þegar zetan var gerð útlæg úr málinu, því ég skildi aldrei setureglurnar almennilega. Aftur á móti vefst ypsilonið lítið fyrir mér og þess vegna vil ég helst ekki missa það.

Mig minnir að það hafi verið Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi sem hélt því fram að niðurstaðan úr verkfalli framhaldsskólakennara væri næstum fyrirsjáanleg og mögulega væri hægt að setja allar forsendur hennar í tölvuforrit og reikna hana út án óralangra samningaviðræðna. Skildi hann þannig að einhver mesta óvissan væri um tímaleng viðræðnanna. Kannski er þetta einmitt að verða að veruleika núna. Nemendur hefðu sennilega grætt mest á þeirri aðferð svo hún gengur náttúrlega ekki.

Horfði í vikunni á beina útsendingu á Englum Alheimsins í sjónvarpinu. Missti af sumu þar, því síminn og klósettið kalla. Tæknivinna og sú yfirfærsla öll gekk mjög vel og var stórfín. Sennilega um tækniafrek þar að ræða. Skil ágætlega þá sem fanns gauragangurinn og ofleikurinn í fyrri hálfleik vera fullmikill og efni og boðskapur verksins týnast í þeim látum öllum saman. Seinni hálfleikurinn var mun hófstillari. Eitt helsta listasnobb bæjarins, Hallgrímur Helgason, var þó vel sáttur við þessa tilraun og líkaði hún vel, en öðrum miður eins og gengur og sumum gekk víst illa að komast í samband við verkið.

Ég er ansi hræddur um að í framtíðinni verði þeir sem hátt hafa um mengunina nútildags í svipuðum sporum og þeir sem töluðu um óhollustu reykinga fyrir nokkrum áratugum. „Jú, við vissum þetta alveg, en það er bara svo erfitt að hætta“. Er erfitt að hætta að menga? Ekkert sérstaklega. Hugsunarháttur fólks er óðum að breytast. Við tökum bara ekki eftir því. Í mínu ungdæmi hefði verið hlegið óspart að þeim fávita sem hefði hikað við að henda rafhlöðum í ruslið. Ef einhver vogaði sér það núna gæti hann vel átt á hættu að verða tekinn alvarlega í bakaríið.

Sum viðhorf, sem breytast í áranna rás eru okkur samt ógeðfelld. Ég er t.d. skíthræddur við geitunga sem ekki þekktust í mínu ungdæmi. Hnatthlýnunin sem sífellt er verið að boða getur vel haft ýmsar breytingar í för með sér.

Óháð réttmæti þess að borga fyrir að fá að sjá Geysi og Strokk, er óþolandi að hafa talsmann sem segir eitt í dag og annað á morgun. Spái því að landeigendur leiti sér fljótlega að nýjum talsmanni. Annars sýnir það snilld ríkisstjórnarinnar að þetta skuli vera heitasta mál flestra fjölmiðla um þessar mundir.

Auk þess legg ég til að Ásgautsstaðamálinu verði haldið vakandi og reynt verði að vekja þá sem vilja umfram allt svæfa það.

IMG 0148Lagersala til leigu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband