873 - Mauraþúfan

Samfélög dýra þróast. Mauraþúfan bregst við aðstæðum án þess að nokkur sé stjórnandinn og án þess að einstaklingar innan hennar skilji ástæðuna eða hafi hugmynd um hana. Mannskepnan er ólík öðrum skepnum að því leyti að hún vill skilja allt mögulegt og verður jafnvel í öngum sínum ef það tekst ekki. Þetta með maurana kallast Darwinismi og er kannski tómur misskilningur eins og önnur trúarbrögð. Jafnvel rangur misskilningur.

Samfélög manna breytast líka og þróast. Þjóðríkið er líklega á undanhaldi. Sú hugmynd er ekki gömul að þjóðríkið sé einskonar ofur-fjölskylda. Samskipti fólks yfir landamæri aukast stöðugt. Það sem aðskilur fólk er miklu færra og áhrifaminna en það sem sameinar.

Ég vil ekki hætta mér lengra á þessari braut því það gæti kallað á heiftarlegar trúmáladeilur. Þær eru jafnvel verri en ESB-deilur því að þátttakendur finna jafnan sárt til þess að niðurstaða er engin og engum hefur snúist hugur.

Hvernig stendur á því að svona margir vilja lesa það sem ég skrifa? Ég hef enga skýringu fundið á því. Auðvitað finnst mér sjálfum að ég skrifi afar vel og hafi einstaklega heilbrigðar skoðanir. En af hverju ætti öðrum að finnast það líka? Svo er á það að líta að ekki skiptir minna máli um hvað er skrifað heldur en hvernig maður skrifar.

Ég skrifa náttúrulega mest um svonefndan Sæmundarhátt í bloggi. Það er að segja blogg um blogg. Annars reyni ég oftast að skrifa um nokkur efni hverju sinni. Líka blogga ég oftast nær daglega. Reyni að vera ekki mjög orðljótur. Svara oftast nær núorðið athugasemdum og svo framvegis. Auðvitað eru stjórnmálin mér alltaf ofarlega í huga. Reyni þó að láta þau ekki yfirskyggja allt annað. Reyni líka að bergmála ekki um of skoðanir annarra. Birti myndir öðru hvoru. Endurminningar líka þó það sé nú að verða æ sjaldgæfara.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef tekið eftir þeim Sæmundarhætti að blogginn þín koma alltaf nokkru eftir miðnætti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hef tekið eftir þeim Sæmundarhætti að blogg skrif þín fjalla oft um málefni næstliðinnar viku  Kannski ertu bara svona seinþroska

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2009 kl. 00:59

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes. Þetta er líklega rétt hjá þér að svo miklu leyti sem bloggin mín fjalla um fréttir. Ég tel samt sjálfum mér trú um að þau fjalli um fleira. Seinþroska er samt kannski ekki rétta orðið. Ætli fattarinn í mér sé ekki bara svona seinvirkur.

Sigurður. Emil Hannes kallaði mig einmitt miðnæturbloggara út af þessu. Þú ert ekki sá fyrsti sem hefur tekið eftir því.

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2009 kl. 01:19

4 Smámynd: Eygló

Ég verð að halda uppi vörnum fyrir maura, enda þekktur maurapúki sjálf.

Þú nefnir þá nú bara sem samanburðarhóp en samt, - maurar eru mitt mál.

"Mauraþúfan bregst við aðstæðum án þess að nokkur sé stjórnandinn"
.... Hún bregst við án þess að VIÐ sjáum eða greinum nokkurn stjórnanda....

"...og án þess að einstaklingar innan hennar skilji ástæðuna eða hafi hugmynd um hana..."
.... Hún bregst við þrátt fyrir að VIÐ getum ekki ímyndað okkur að þeir skilji

F.h. Maurapúkafélagsins í Kópavogi,
Eygló

Eygló, 23.11.2009 kl. 02:18

5 Smámynd: Eygló

bííb, gleymdi >>> á samt eiginlega alveg jafnvel við homo monetarius

Eygló, 23.11.2009 kl. 02:20

6 identicon

Ég fíla ekki orðið Darwinismi, ég er ekki Darwinisti þó svo að ég samþykki þróunarkenningu, þróunarkenning er jú staðreynd sem er ekki hægt að hafna.
Þróunarkenning hefur enga tengingu í trúarbrögð, ekki frekar en stærðfræði blah
Það eru td til trúfrjálsir menn sem samþykkja ekki þróunarkenningu, ekki margir en þeir eru samt til.

Maurar hafa mjög einfalt skipunarsett.. kannski má segja að líkami okkar sé eitt stórt "maurabú", við erum jú samsett af ótal lífverum.

Ef ég samþykki að 2 + 2 = 4, er ég þá Tveirplústveirsamasemfjóriristi... :)

DoctorE 23.11.2009 kl. 09:22

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hvernig stendur á því að svona margir vilja lesa það sem ég skrifa?

Þú ert með sérkennilega opinn og aðgengilegan stíl, afslappað andrúmsloft og tekur aldrei of djúpt í árina.

Þetta lundarfar þitt fellur greinilega mörgum í geð.

Kristinn Theódórsson, 23.11.2009 kl. 09:40

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eygló. Mér finnst þú vilja koma Guði að við stjórn mauraþúfunnar. Það finnst mér svara fullyrðingu DoctorE um Darwinismann og trúna. Mér finnst þróun ekki síður koma við sögu í þróun samfélaga en einstaklinga.

"Það eru td til trúfrjálsir menn sem samþykkja ekki þróunarkenningu, ekki margir en þeir eru samt til."

Þetta skil ég ekki almennilega. T.d. held ég að við leggjum ekki sama skilning í orðið "trúfrjálsir".

Kristinn. Þakka þér fyrir skilgreininguna á skrifum mínum. Mér þykir vænt um hana.

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2009 kl. 11:02

9 identicon

Trúfrjálsir menn eru þeir sem eru ekki í fjötrum hjátrúar, þetta á mun betur við en að segja menn vera guðlausa, allir menn eru guðlausir þar sem engir guðir eru til.

DoctorE 23.11.2009 kl. 11:15

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

En hvað er hjátrú? Er ekki öll trú hjátrú? Og er það ekki hjátrú að trúa því?

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2009 kl. 11:48

11 identicon

Öll trú á hið yfirnáttúrulega er hjátrú, það er ekki hjátrú að trúa því: Byggir algerlega á rökum og gögnum :)

DoctorE 23.11.2009 kl. 12:25

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

DoctorE. Er ekki allt sem við skiljum ekki yfirnáttúrulegt?

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2009 kl. 17:56

13 identicon

Trúaðir vilja meina svo, það voru eldgosin, jarðskjálftarnir, illviðrin.
Í dag eru menn að baxa við að skammtafræði sanni hið yfirnáttúrulega, óravíddir geimsins sanna guð, fyrir ekki svo löngu sáu menn ekki útfyrir jörðina, jörðin var alheimurinn, menn eru duglegir að hengja hjátrú á afsakanir fyrir skilningsleysi manna.

DoctorE 23.11.2009 kl. 18:07

14 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Getur ekki verið að eitthvað sé eftir þó skilningur hafi aukist á eldgosum, jarðskjálftum og illviðrum?

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2009 kl. 19:34

15 identicon

Það vantar helling uppá, þó getum við slegið því föstu að kölski er ekki að elda sér eitthvað eða Guddi að ryksuga og eða að kenna okkur einhverja lexíu :)

DoctorE 23.11.2009 kl. 20:30

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Er ekki bara eðlilegt fyrir fólk að álíta allt sem það skilur ekki lúta einhvers konar guðlegri forsjón? Ég er ekki að mæla bót hjávísindum og hindurvitnum en hvort sem gert er ráð fyrir efnislegri eða andlegri stjórn á því sem við ekki skiljum er trúarþörf ríkjandi hjá sumum.

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2009 kl. 21:13

17 identicon

Ég sé faktískt ekker að því að fólk sé með einhverja þörf fyrir guði og annað, ég sé heilmikið að þegar menn eru komnir með skipulagða starfssemi og peningaplokk í kringum dæmið, hvað þá þegar menn vilja koma einhverju dogma inn í stjórnsýslu.

DoctorE 23.11.2009 kl. 22:09

18 Smámynd: Eygló

Nee, Sæmundur. Ég skrifaði ekki neitt um Guð. Ég skrifaði stórum stöfum að VIÐ sæjum eða skildum ekki eitt eða annað.

Því sem við stýrum ekki, þarf alls ekki að vera stjórnað af neinum guði.
Ósýnilegur sýkill veikir mig. Hann er samt ekki guð (þótt hann sé MÉR ósýnilegur) Það er heldur ekki neinum guði að kenna eða þakka að ég fái pest.

Hætti mér ekki lengra : )

Eygló, 23.11.2009 kl. 23:56

19 identicon

Ég er í vandræðum með einn mjög nákominn mér, hann er fastur í klóm fíkniefna... Margir trúaðir hafa tjáð mér að Guddi sé að hefna sín á mér.
Ég segi þeim á móti að þeir hafi ekki mikið álit á guði sínum, og alveg skiljanlega miðað við meinta bók hans.

DoctorE 24.11.2009 kl. 09:05

20 Smámynd: Eygló

DoctorE. Mig langar svo að vita ástæðurnar fyrir því að þú hafir þessa þörf fyrir að snúa út úr og skrumskæla kristindóminn.

Fullkomlega sátt við þitt viðhorf og trúi ekki á það sem ég var vígð inní að mér forspurðri.... en

trúuðu fólki er þetta hjartans mál og tilfinningar þess særðar við skæting á þeirra trú. Guð og Ésú, les. Guddi og Jessi? eru nákomnari sumum en nokkur úr fjölskyldunni.

Myndi okkur ekki sárna eftir statt og stöðugt væri verið að gera grín að mömmu okkar, pabba, systkinum, dætrum eða sonum???´

Ekki skilja það þannig að ég hafi þörf fyrir að breyta einhverju - einungis grútforvitin um hvatirnar sem liggja að þessu.

Eygló, 25.11.2009 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband