783 - Klámvísur trekkja

Klámskrifin hjá mér í gær vöktu nokkra athygli þó leikurinn væri ekki til þess gerður. Meining mín var einkum að sýna að sú hreinleikaímynd, sem Moggabloggsguðirnir með Árna Matthíasson í fararbroddi, vilja gjarnan breiða yfir Moggabloggið er lítils virði. Auðvelt er að komast framhjá henni og það eru þátttakendurnir sem skapa bloggímyndina en ekki stjórnendurnir. 

Bloggið er marktækur vettvangur hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Samt er hópur fólks sem tekur ekkert mark á því og telur flest slæmt sem þaðan kemur. Stjórnmálamenn eru þó farnir að taka mark á því og er það vel. Blaðamenn eru líka að komast upp á lag með að sækja þangað vit sitt.

Tek mig stundum til og les hin og þessi blogg alveg skipulagslaust. Það sem undrar mig mest er hve margir virðast álíta að besti bloggsiðurinn sé að taka nógu sterkt til orða. Undarlegt er það því flestir hljóta að verða með tímanum leiðir á ljótum orðum og ekkert er unnið með því að tvinna saman eins miklar svívirðingar og unnt er.

Toppur - Drekktu betur; er auglýst hvað eftir annað í sambandi við Evrópukeppni kvenna í fótbolta. Hvað er að drekka betur? Er það að drekka meira? Andstaðan við að drekka illa, eða hvað? Má bara hver skilja þetta á sinn hátt? Lélegur texti í þokkalega gerðri auglýsingu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var nú frekar sjúskuð vísa hjá þér Sæmundur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband