759- Stórhausalisti Moggabloggsins

Hætt er við að Moggabloggsmenn hafi safnað meiri glóðum elds að höfði sér með því að loka á DoctorE en þeir fái risið undir. Orð DoctorE um tiltekna konu hef ég ekki séð en er samt þeirrar skoðunar að DoctorE eigi að fá að halda áfram að blogga hér. 

Ég ætla að skrifa hér nokkur orð um stórhausalistann einkum fyrir þá sem ekki hafa mikla hugmynd um hvernig hann er til kominn eða hvernig hann virkar.

Ég veit ekki hvernig hugmyndin um þennan lista varð til upphaflega því ég byrjaði ekki að blogga hér fyrr en 2006. Ekki leið á mjög löngu áður en ég var settur á þennan fræga lista og kom það til af því að ég fór að spyrja þá Moggabloggsmenn hvernig í ósköpunum þeir væru valdir sem alltaf kæmu fremst í bloggið hjá þeim. Við Lára Hanna Einarsdóttir, sem eitt sinn var vinnufélagi minn, höfðum nokkurt samstarf um þær fyrirspurnir.

Mér vitanlega eru þeir ekki spurðir fyrirfram sem settir eru á þennan lista. Val á hann er alfarið í höndum Moggabloggsmanna og reglur um það hvað þurfi til greinilega samdar jafnóðum. Moggabloggsmenn hafa sagt að á þennan lista fari þeir sem bloggi svona og svona en það er augljóslega ekki rétt því stundum komast menn á listann útá nafn sitt eingöngu. Sagt hefur verið að á þessum lista séu nú u.þ.b. 200 bloggarar.

Sjaldgæft er að menn séu teknir af þessum lista. Þó þekkist það. Ég man til dæmis vel eftir því að Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson í Kaupmannahöfn var eitt sinn tekinn af þessum lista og var ekki par ánægður með það. Mig minnir að því hafi verið haldið fram að skrif hans væru of einhæf. Skrifaði hann sig inná listann aftur eftir japl og fuður.

Sagt er að það sé síðan sérstakt forrit sem velji blogg úr þessum lista til birtingar hverju sinni. Það getur vel verið rétt en ég held að aldrei hafi verið upplýst fullkomlega hvaða atriði þetta forrit hefur til hliðsjónar við val sitt. Örugglega er líka hægt að breyta þeim skilyrðum eftir hentugleikum.

Barátta þeirra Moggabloggsmanna við þá sem fremur vilja notast við dulnefni en sitt eigið nafn og sífelldar lokanir þeirra á hina og þessa er svo efni í annað blogg. Sömuleiðis mætti skrifa langt mál um eyjuna.is og hvernig þeir nældu sér á tímabili skipulega í þá sem vinsælir urðu á Moggablogginu.

Ný leitarvél er á komin á Netið. Microsoft og Yahoo hafa sameinað krafta sína á leitarvélamarkaðnum. Ekki veit ég hver gleypti hvern en augljóslega er þessu beint gegn google. Nýja leitarvélin heitir bing. Ég prófaði semsagt bing.com og gúglaði (eða bingaði??) sjálfan mig. Hlutirnir raðast öðruvísi þarna en á google.com og eitt það athyglisverðasta sem ég sá var urlið: vefsidurhvergerdinga.blogspot.com. Ég þangað en þekkti eiginlega enga nema sjálfan mig og Bjössa. Á þó eftir að athuga þetta betur enda fróðlegt mjög.

Bankahrunsmálin eru það langalvarlegasta sem komið hefur fyrir þessa þjóð í marga áratugi. Á sama hátt og stjórnmálaflokkarnir hafa leitast við að telja allt sem fer sæmilega í þjóðarbúskapnum vera sér að þakka er eðlilegt að kenna þeim um það sem úskeiðis fór í aðdraganda bankahrunsins. Langstærstan hlut þar á Sjálfstæðisflokkurinn. Næst kemur Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin þar á eftir. Mikið þarf að breytast til að ég kjósi nokkru sinni framar einhvern af þessum flokkum til að fara með stjórn landsmála.

Frá fyrsta degi hefur þar að auki verið haldið afar illa á öllum þeim málum sem hruninu tengjast. Núverandi ríkisstjórn virðist þó vera ívið skárri en þær sem á undan voru. Af þeirri ástæðu einni mundi ég líklega gera ríkisstjórninni það til geðs væri ég Alþingismaður að samþykkja ríkisábyrgðarfrumvarp hennar um Icesave.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst að Moggablogsmenn eigi líka að koma sér upp þverhausalista. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, og hverjir ættu að vera eftstir á honum? Við, kannski?

Sæmundur Bjarnason, 31.7.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Kama Sutra

Ég vil vera memm.  Ég er líka þverhaus!

Kama Sutra, 31.7.2009 kl. 01:44

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

veit ekki hvort þið heiðurmenn kæmust svo auðveldlega á þverhausalistann, en hér á moggablogginnu úir og grúir af þverhausum svo af nógu er að taka.

Brjánn Guðjónsson, 31.7.2009 kl. 02:41

5 identicon

Ekki veit ég hvernig þessi "stórhausalisti" tilkominn. Hitt er ljóst, að meðan þið eruð þarna báðir, þú Sæmundur skólabróðir og Sigurður Þór, veðurbankastjóri, þá nenni ég að kíkja á moggablogg, en fari svo að ykkur verði úthýst, er ég hættur að líta á þetta fyrirbrigði.

Ellismellur 31.7.2009 kl. 10:14

6 identicon

Eitt það allra mikilvægasta á þessum síðustu og verstu tímum er málfrelsið okkar..
Það er undirstaða þess að við ráðum fram úr öllu ruglinu sem var í gangi... einnig er nafnleysi afar mikilvægt á þessum tímum... ég er alveg viss um það að fólk er þarna úti sem hefur upplýsingar en treystir sér ekki að setja þær fram undir nafni... mbl hefur kennitölur fólks og því er algerlega ónauðsynlegt að vera að úthýsa þeim sem skrifa ekki undir nafni, það má segja að slík hegðun sé beinlínis til þess fallin að fela glæpi...
Þeir sem trúa mér ekki geta bara flett þessum málum upp á netinu.....
Svo er það nú svo að ef mér er bannað að birtast nafnlaust, að það sé issue, þá verðum við að banna hornstein íslands biblíuna, hún er algerlega nafnlaus skrif, vitnar í who knows who.... það gengur ekki að heilt samfélag dansi eftir nafnlausum skrifum kufla kaþólsku kirkjunnar og pungi út 6000 milljónum árlega... og svo er ég bara bannaður og alles... ekki hóta ég fólki pyntingum eins og biblían, og er í lagi að biblían segi mig & aðra vera fífl ef við trúum henni ekki.. er ríkinu stætt á að reka slíka stofnun.. nosiribob...

Nú er þetta fáránlega mál á leiðinni í heimsfréttirnar eins og ég lofaði ykkur.... viðtal um helgina þar sem ekkert verður dregið undan

DoctorE 31.7.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ritskoðun er hluti af táningarfrelsinu.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.7.2009 kl. 13:25

8 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

ok

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.7.2009 kl. 14:55

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst þetta rétt hjá BenAx. Hvers virði væri tjáningarfrelsið ef enginn vildi ritskoða neitt og við gætum málfrelsast eins og okkur sýnist? Ekkert er neins virði nema með samanburði við annað.

Sæmundur Bjarnason, 31.7.2009 kl. 16:03

10 Smámynd: Kama Sutra

"...frekar en hægðarlyf hefur eithvað að gera með berkjabólgu. [Berkjubólga, leiðr. mín]  Nema þá ástæðan sé að fá fólk til að hætta að hósta, af ótta við að gera í brókina..."

Þessi er ekki sem verstur! 

Kama Sutra, 31.7.2009 kl. 17:28

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skorrdal minn. Þetta fer allt eftir því hvað menn kalla ritskoðun. Ritskoðun eins getur hæglega verið eðlilegt eftirlit annars. Nafngiftir eru bara til hægðarauka. Öfugmæli eins eru sannleikur annars.

Sæmundur Bjarnason, 31.7.2009 kl. 17:59

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bíddunúvið; Hvað gerði þessi hæglætismaður, Doktor E, af sér ?

Alltaf hefur hann verið prúður á minni síðu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.7.2009 kl. 18:02

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Stilltu þig Skorrdal. Stóryrðin eru ekki til bóta. Ég ber enga ábyrgð á skoðunum Jóns Vals þó ég taki ekki undir allt sem misjafnt er sagt um Moggabloggið. Finnst óþarfi að loka á DoctorE þó hann sé oft stóryrtur. Mundi gjarnan vilja aflétta banni á þér ef ég réði einhverju. Árni Matt sagði að ekki mætti segja hvað sem er um "konu úti í bæ". Lára spámiðill er að mínu mati ekki "kona úti í bæ".

Sæmundur Bjarnason, 31.7.2009 kl. 18:33

14 Smámynd: Elle_

Ég vil taka undir með Benedikt.   Fólk getur ekkert látið allt flakka.   Frelsi þýðir ekki al-frelsi og að fólk geti leyft sér að gera og segja allt sem það langar.   Fari fólk illa með frelsi, tapast það.  

Elle_, 31.7.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband