699 - Erró, bjór og myndir

Erró er engum líkur. Hann kann að mála. Hefur sérstakan stíl og kann svo sannarlega að auglýsa sig. Einu sinni hét hann Ferró en svo vildi einhver meina að hann hefði einkarétt á því nafni svo hann felldi F-ið niður. Hann heitir víst Guðmundur Guðmundsson og er fæddur í Ólafsvík en alinn upp á Kirkjubæjarklaustri.

Á Hundastapa á Mýrum er rennandi bjór eftir því sem sagt var í sjónvarpinu í kvöld. Ekki veit ég hvað það á að fyrirstilla að vera að gefa nautum bjór en ég man eftir því að einu sinni var vinsælt lag sem hét á ensku „Running bear" eða eitthvað þess háttar. Ég var aldrei viss um hvort verið var að tala um hlaupandi björn eða rennandi bjór. Annars man ég yfirleitt ekki vel eftir dægurlagatextum. Skil þá sjaldnast og finnst þeir yfirleitt ekki skipta miklu máli. Undantekningar eru samt til.

Ef endilega þarf að vera verðtrygging þá er án alls vafa vitlaus vísitala notuð til að hækka lánin. Eðlilegast er að skuldunautar og lánardrottnar skipti verðbólguáhrifunum einhvern vegin á milli sín. Ef verðbólgan er lítil sem engin skiptir þetta auðvitað ekki miklu máli en verðbólgan á það til að rjúka upp eins og dæmin sanna.

Óvenjumargir blogga nú um þingstörfin sín og er það vel. Þetta starf verður manneskjulegra fyrir vikið. Svo er líka oft gaman að fylgjast með Alþingisumræðum í sjónvarpinu. Ágæt gestaþraut er að spá í skammstafanirnar á nöfnunum sem hægt er að sjá á mælendaskránni.

Athyglisverð þverstæða er að nú er líklega fyrst meirihluti á Alþingi fyrir Evrópuaðild en kannski ekki meðal þjóðarinnar. Löngum var því öfugt farið. Líklega fer best á því að láta Alþingi eitt um það næstu vikurnar að þræta fram og aftur um þetta mál.

Og svo eru einar ellefu myndir sem allar eru teknar við Elliðaárnar um daginn.

IMG 2721Þetta er víst fífill að springa út.

IMG 2726Hundasúruplanta berst fyrir lífi sínu.

IMG 2736Vatnið í Elliðaánum.

IMG 2737Séð undir brúna þar.

IMG 2742Meira vatn.

IMG 2744Og enn meira.

IMG 2745Sóleyjar.

IMG 2746Stífla.

IMG 2748Lúpína.

IMG 2754Kríur á steini.

IMG 2757Litið eftir umferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vísitala neysluverðs, sem notuð er til verðtryggingar endurspeglar ekki neyslu heldur einungis verð vara sem einhverjir besserwissar hafa ákveðið að væru týpískar almennar neysluvörur, s.s. ilmvötn og sólarlandaferðir.

tóm tjara.

og neyslumynstrið breytist. í dag eru mun færri að fara í sólarlandaferðir og væntanlega líka færri að stunda ilmvatnakaup.

nær væri að hafa færri vörur í vísitölunni og þá einungis vörur sem flokkast sem nauðsynjar. vörur sem allir kaupa, óháð þjóðfélagsaðstæðum.

vísitalan í dag er langt frá því að mæla hvað fólk er að kaupa.

það kæmi mér ekki á óvart að verð nýrra bifreiða (sem enginn er að kaupa í dag) væri í vísitölunni.

tómt endemis rugl.

Þegar forsendan er rugl getur útkoman aldrei orðið annað en rugl. Simple as that.

Brjánn Guðjónsson, 29.5.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Að brennivínshækkanir og skattahækkanir skuli stórhækka húsnæðislán sýnir vel hverslags fáviska þessi verðtrygging er. En menn gleymdu sér í verðbólguleysinu undanfarið og í staðinn fyrir að afnema þessi ósköp bítur verðtryggingin okkur nú sem aldrei fyrr.

Sæmundur Bjarnason, 29.5.2009 kl. 01:04

3 identicon

Erro kann meira en að mála. Hann kann að markaðsetja sig. Gaf okkur þessi býsn af málvekur ef máverk skyldi kalla eftir að útséð var að ekki yrði byggt undir hann safn í Evrópu.

Hann er með fjöldann allan í vinnu. Hvað er list?

Hallgerður Pétursdóttir 29.5.2009 kl. 23:07

4 identicon

Já, viljandi ýta yfirvöld skuldum venjulegs fólks upp í himinhæðir, um milljónir á milljónir ofan, vegna handótnýtrar vitleysis-vísitölu sem er notuð af yfirvöldum.   Það er orðið alvarlegt mannréttindabrot gegn venjulegu fólki.  Og þarna er ég ekki að meina fólk sem eyddi eins og vitleysingar.  Fólk getur ekkert gert og ræður engu um allar milljónirnar sem eru lagðar af yfirvöldum með valdi ofan á fyrri eðliegar skuldir þess.   Einn maður, TJ, lýsti þessu svona: 

"Öll mannanna verk eru fallvölt og það sem einu sinni var ákveðið eða búið til verðum við að hafa kjark til að breyta eða lagfæra. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál og gengisviðmið ekki heldur. Þetta eru einfaldlega tæki sem notuð voru í ákveðnum tilgangi en núna eru þessi tæki biluð og þá á auðvitað að gera við þau.

Maður heldur ekki áfram að aka úrbræddum bíl og maður notar ekki tölvuna áfram eftir að hún smitast af vírus (eða það ætti maður a.m.k. ekki að gera!).

Maður níðist heldur ekki á þjóð sinni með því að fleygja henni fyrir borð úti á rúmsjó með blöðru í stað björgunarvestis. Segja henni svo að synda bara heim þótt hvergi sjáist til lands, jafnvel þótt synda verði út yfir gröf og dauða." 

Og ótal önnur dæmi eru um hrollvekjandi lýsingar á ofbeldi yfirvalda gegn skuldurum.

EE elle 30.5.2009 kl. 22:51

5 identicon

Og eitt enn:  Eina vísitalan sem kannski ætti að koma fasteignaskuldum fólks við væri þá fasteignavisitalan.   Enn fljúga fasteignaskuldir fólksins upp á fullu þó fasteignir hafi kol-fallið í verði!?!  Fasteignaskuldir fólksins fljúga upp ef Ögmundur vill hækka skatta á bensíni, áfengi, sykri!?!  Ósvífni, rán, svindl.  EKkert land í heiminum notar svona ranglætislega vísitölu.  Í venjulegum löndum miðast fasteignalánsvextir, ekki nein vísitala, við fasteignaverð.  En ekki í Skuldalandi.  Í 

EE elle 30.5.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband