662- Hrannar Baldursson veit hvað hann vill og rökstyður mál sitt vel

Hann fjallar um kosningar á bloggi sínu og mér finnst flest annað sem ég sé og heyri um pólitík þessa dagana aðallega vera hávaði. Hávaði getur auðvitað átt rétt á sér og verið nauðsynlegur en mér finnst Hrannar segja það sem segja þarf.

Skammstafanir eru ær og kýr fjölmiðlamanna. Þeim þykir mjög gaman að slá um sig með allskyns skammstöfunum. Jöfnum höndum eru skammstafanirnar dregnar af íslenskum og enskum nöfnum og frösum. Engar tilraunir eru gerðar til að útskýra fyrir óinnvígðum hvað þessar skammstafanir þýða. Ef þú veist ekki hvað ÖSE, RÖSE, IMF, AGS, EU, EBE, EBS, EEC, EES, ECC, UN, SÞ og allt mögulegt annað þýðir þá ertu bara ekki viðræðuhæfur um landsins gagn og nauðsynjar.

Fyrsti pésinn sem ég eignaðist var Cordata tölva sem ég keypti í Microtölvunni. Hún hafði tvö fimm og kvart tommu floppy drif en engan harðan disk. Skjárinn var innbyggður og að sjálfsögðu grænn að þeirrar tíðar hætti. Einhvers staðar er hún enn til og orðin forngripur hinn mesti.

Þegar ég stóð í því að setja efni á Netútgáfuna í hverjum mánuði fengum við oft tölvupósta frá hinum og þessum. Eitt sinn fengum við bréf frá íslenskum námsmanni í Noregi. Ekki man ég hvað hann heitir en hann var búsettur þar og átti tvö börn. Hann sagði okkur í bréfinu að börnin sín væru orðin háð íslenskum þjóðsögum sem hann nálgaðist á vef Netútgáfunnar og neituðu með öllu að fara að sofa nema fá eina sögu lesna fyrir sig á hverju kvöldi. Af einhverjum ástæðum yljaði þessi frásögn mér meira en margar aðrar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér hefur alltaf þótt Hrannar vera skynsamur maður.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hmmm. Linkurinn á Hrannar virðist ekki virka rétt. Kann ekki skýringu á því. Hrannar er moggabloggari eins og ég og þar að auki bloggvinur minn. Þar má finna nothæfan link á hann og svo er slóðin náttúrulega: don.blog.is

Takk Hilmar.
Þú ert iðinn við að kommenta. Það líkar mér vel.

Sæmundur Bjarnason, 23.4.2009 kl. 00:36

3 identicon

Talandi um Netútgáfuna - ég nota hana til kennslu í upplýsingatækni og finnst hún frábært framtak!

Carlos Ferrer 23.4.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hann er topp maður.  Hér er linkurinn:  http://don.blog.is/blog/don/entry/859959/

Marinó G. Njálsson, 23.4.2009 kl. 01:14

5 identicon

Ha ha, ertu ekki að skálda einhverjar af þessum skammstöfunum?

Ég þekki þær allar nema RÖSE, EEC og ECC.  Eru þær til?

Malína 23.4.2009 kl. 03:32

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nú. Veistu hvað ÖSE þýðr? Ekki veit ég það. RÖSE þýðir eitthvað svipað. Ráðstefna um Öryggi og Samvinnu í Evrópu. EEC = European Economic Community. (Eiginlega sama og EES) ECC = Ekki hugmynd. Hver er svo munurinn á EBE og EBS? Þessar skammstafanir og einkum not þeirra eru einkum til að rugla fólk í ríminu. Hvað er að ruglast í ríminu? Einu sinni mundi enginn á Hólum hvenær páskar áttu að vera. Sendu mann í Skálholt.

Sæmundur Bjarnason, 23.4.2009 kl. 04:02

7 identicon

Ég er reyndar ekki alveg viss en ég held að ÖSE þýði Öryggisstofnun Evrópu.  En kannski er ég bara að bulla eitthvað.

Eftir því sem ég best veit er enginn munur á EBE og EBS.  Og notaðir þú ekki sjálfur EU um daginn!

Ha ha, það væri líka ágætt að hafa smá rím á ruglinu.  Auðveldara að læra það þannig...

Malína 23.4.2009 kl. 04:54

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Evrópubandalagið skipti að ég held um nafn fyrir nokkru og ekki bætir það úr skák. EU þýðir væntanlega European Union. EBE gæti þýtt Efnahagsbandalag Evrópu en hvað gæti EBS staðið fyrir? Nei, ég er alveg ruglaður í þessu. Sem auðvitað var alltaf ætlunin.

Sæmundur Bjarnason, 23.4.2009 kl. 05:32

9 identicon

Ég sé það núna að við vorum greinilega bæði kolrugluð í nótt.  Við höfum snúið þessu við - það á að vera ESB en ekki EBS.

ESB = Evrópusambandið - sem er nýrra nafnið á fyrirbærinu.  Evrópubandalagið er eldra nafnið, þ.e. Evrópubandalag Evrópu = EBE.

Skemmtilegar pælingar!  Við vitum samt ekki ennþá hvað ECC þýðir.  Vonandi kemur einhver og bjargar okkur!

Malína 23.4.2009 kl. 16:16

10 identicon

Ha ha, núna gerði ég aftir mistök í síðustu athugasemd!  Greinilega auðvelt að ruglast í ríminu!  EBE er auðvitað Efnahagsbandalag Evrópu - en þú varst nú reyndar búinn að segja það í nótt!

Kexruglaða Malína 23.4.2009 kl. 17:01

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman væri að geta sér þess til að ECC stæði fyrir European Commercial Community.

Sigurður Hreiðar, 23.4.2009 kl. 20:21

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir hlý orð Sæmundur, Hilmar og Marinó.

Ekki vissi ég um hlutverk þitt í Netútgáfunni. Þegar ég bjó í Mexíkó og uppgötvaði þetta var ég fljótur að sækja Íslendingasögurnar. Þeirra hafði ég mikið saknað.

Bestu kveðjur,

Hrannar

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 20:48

13 identicon

Evrópubandalag Evrópu?! Ha, ha, ha.  Silly Smilies

ECC þýðir víst allt í heiminum: Evolution Control Committee + The East Coast Conference + ECC: Early Childhood Council + + + + +

EE elle 23.4.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband