654- Ekkert um stjórnmál. Bara Borgarnes

Ég bjó í Borgarnesi árin 1980 - 1986. Á þeim tíma stjórnaði ég vídeókerfinu þar og var sömuleiðis einn af þremur sem gáfu út Héraðsfréttablaðið Borgarblaðið. Hinir voru þeir Sigurjón Gunnarsson og Ásþór Ragnarsson.

Efni það sem orðið hafði til hjá Videófélaginu varð eftir í Borgarnesi og er líklega komið þar á safn. Ef til vill þarf að gera það efni aðgengilegra og hugsanlegt er að ég gæti orðið þar til aðstoðar. Mögulega er þar efni sem þykir merkilegt í dag þó ekki væri nema fyrir aldurs sakir.

Af einhverjum ástæðum varð hinsvegar innlyksa hjá mér mappa með filmum frá Borgarblaðinu. Ég var alveg búinn að gleyma henni en um daginn kom í ljós að þar er talsverður fjöldi mynda frá Borgarnesi á þessum árum. Sumar þeirra hafa eflaust á sínum tíma birst í Borgarblaðinu en fráleitt allar.

Myndirnar eru um 2000 talsins og nú þegar er búið að skanna rúmlega 200 þeirra. Mér finnst ástæða til að öllum verði gefið tækifæri til að eignast myndir úr þessu safni. Einnig væri mjög gott að vita nöfn þeirra sem á myndunum eru ef úrval úr þeim verður sett á ljósmyndasafn sem ég efa ekki að einhverjir Borgnesingar kunni að hafa áhuga á.

Æskilegast væri að allar myndirnar yrðu settar á Netið. Ég á einnig einhversstaðar öll þau tölublöð sem komu út af Borgarblaðinu. Ef til vill væri einnig ástæða til að skanna þau og setja á Netið.

Þessu mundi fylgja einhver kostnaður og ég vona að einhverjir þeirra Borgnesinga sem sjá þetta láti mig vita um sín sjónarmið í þessu máli. Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim myndum úr möppunni sem búið er að skanna.

Scan509Scan578Scan630Scan649Scan656Scan711


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmm, Borgarnez, er það ekki þarna sjoppuhverfið þarna norðan megin við Halldórsbrú ?

Steingrímur Helgason, 15.4.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Á mynd 2 sýnist mér Sigríður Helga sitja fyrir miðri mynd og borða.

Á mynd 4 stendur Ingimundur Ingimundarson.

Á mynd 6 held ég að dóttir Guðbjargar frá Straumfjarðartungu sé fyrir miðju.

Annars verð ég bara að skammast mín fyrir að þekkja svona fáa. 

Ég ætla að linka á þig á morgun.  Sjáum hvort ekta Borgnesingar þekki ekki fleiri.

Anna Einarsdóttir, 16.4.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Gaman af þessu,þetta eru gull - myndir af hinu fallega Borgarnesi alltaf gaman að skoða myndir,ég er vissum að Sigurður Þorsteinsson eða Birgir Pálsson í Borgarnesi gætu hjálpað þér að finna úr þessu,en mér sýnist nú hún Anna mín,vera komin nokkuð lagt í að finna þetta út,þurfum endilega að varðveita þessar myndir,gott framtak hjá þér,Sæmundur

Jóhannes Guðnason, 16.4.2009 kl. 08:23

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll. Ég er búinn að tala við Jóhönnu Skúladóttur hjá Skjalasafninu í Borgarnesi og Ásþór Ragnarsson. Málið er í vinnslu og sennilega verður meira að frétta af því innan skamms.

Sæmundur Bjarnason, 16.4.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband