609. - Hjalti Rögnvaldsson les Bréf til Láru

Fékk mér eina hljóðbók þegar ég fór á bókasafnið síðast og í dag hef ég verið að hlusta á Hjalta Rögnvaldsson lesa „Bréf til Láru". 

Hjalti er Hvergerðingur eins og ég. Man vel eftir pabba hans en Hjalti sjálfur er yngri en ég og ég man eftir honum sem krakka.

Þórbergi man ég eftir síðan ég var verslunarstjóri í Silla og Valda búðinni að Hringbraut 49.

Lesturinn er mjög góður og bókin náttúrulega óviðjafnanleg. Tvímælalaust eitt af meistaraverkum tuttugustu aldarinnar.

Nú fara prófkjörin að dynja yfir og þau eru jafnvel leiðinlegri en kosningarnar sjálfar. Eiginlega ekkert varið í þau nema úrslitin. Auðvitað kannast maður við ýmsa sem gefa kost á sér og vill gjarnan vita hvernig þeim gengur.

Framsóknarsöfnuðurinn er alltaf að verða skrýtnari og skrýtnari. Segi ekki meira.

Fræg er úr sögunni setningin „Íslands óhamingju verður allt að vopni". Þegar ég heyri þessa setningu nefnda í sambandi við stjórnmál detta mér alltaf í hug Sjálfstæðismenn á Suðurlandi. Það er ekki ofmælt að þeirra óhamingju verði allt að vopni. Einkum á þetta við um framboðsmál og ég þarf engin nöfn að nefna. Mér finnst þeir alltaf hafa verið ólánssamir með sína frambjóðendur.

Já, ég er Sunnlendingur og fyrsti framboðsfundurinn sem ég man eftir var í Hótel Hveragerði. Þar var Hvergerðingurinn Unnar Stefánsson efstur á lista fyrir Alþýðuflokkinn en aðra frambjóðendur þekkti ég ekki og man ekki eftir. Þetta gæti hafa verið árið 1959.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina ljósið sem ég sé núna í kreppumyrkrinu og prófkjörsleiðindunum er að Pétur Tyrfingsson skuli hafa boðað framboð sitt í komandi kosningum.  Með fólk eins og hann í framlínunni er kannski einhver framtíðarvon hérna á Klakanum þrátt fyrir allt.

Ég held ég sé að verða Kreppukommi.

Malína 21.2.2009 kl. 19:11

2 identicon

Ég las fyrst Ofvitann af bókum Þórbergs Þórðarsonar fyrir langa löngu og man ekki neitt núna nema gloppur og það að ég límdist við þessa bók og hún var drepfyndin.

EE elle 22.2.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband