457. - Árshátíð í útlandinu. Myndir frá kóngsins Köbenhavn

Já, ég var í Kaupmannahöfn um helgina. Fór þangað á árshátíð. Hef aldrei fyrr farið til útlanda á árshátíð en einhverntíma verður allt fyrst. Reyndar síðast líka en það tekur því ekki að hugsa of mikið um það.

Mér finnst árshátíðin sem slík ekki vera efni í blogg. Kaupmannahöfn er það eiginlega ekki heldur. Rölti samt dálítið um borgina og hafði myndavélina með mér. Kannski set ég eitthvað af myndum þaðan í lok þessa bloggs. Ég finn það nefnilega að ég er ekki alveg kominn í blogg-gírinn aftur eftir þetta smáhlé.

Merkilegt hve margir hafa áhuga á þessu bloggi. Ég er alltaf að hitta einhverja sem segjast lesa þetta að minnsta kosti öðru hvoru. Annars veit ég lítið um hve margir gera það. Dæmi áhugann einkum eftir fjölda athugasemda. Fjöldatölurnar sem Mogginn gefur upp segja ekki mikið. Vel getur verið að margir þeirra sem komast í þá talningu séu ekki að lesa þetta af neinum áhuga.

Hitti Skúla Guðmundsson fyrrverandi skólafélaga minn frá Bifröst í dag. Hann var alveg evru-heilbrigður og spáði því að krónan færi að hressast fljótlega. Gaman að hitta gamla skólafélaga. Einkum þá sem maður þekkti nokkuð vel á sínum tíma.

Nú er sagt að nóttin sé orðin lengri en dagurinn. Þannig verður það víst þangað til í mars á næsta ári. Alveg skelfilegt.

Og þá eru það myndirnar:

Picture 326Hér skellur fólksflaumurinn af Strikinu á Ráðhústorginu.

Picture 344Litskrúðugt fólk á Strikinu.

Picture 409Bangsímon á Strikinu.

Picture 411Hundleiðinlegt hundalíf.

Picture 414Þetta er söluturn.

Picture 390Vinsælir leigubílar á góðviðrisdögum.

Picture 469Svona er víst komið fyrir Nyhedsavisen.

Picture 535Konungsskipið Dannebrog.

Picture 544Nýja Óperuhúsið í Kaupmannahöfn.

Picture 606Vinsæll ferðamáti.

Picture 611Hattinum bjargað úr Nýhöfninni.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fjöldi athugasemda hefur ekkert að segja um lestur bloggsins, Sæmi. Ég les hvert orð sem þú skrifar en skrifa ekki oft athugasemdir.

Ég verð líka vör við lestur á mínu bloggi óralangt umfram athugasemdir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svo er líka alltaf hætta á að vera skammaður fyrir að athugasemdazt.

Lára Hanna, sú væna snift, til dæmiz skammar mig meira að segja stundum á mínu bloggi !

En vízurnar þínar eru 'brill' ..

Steingrímur Helgason, 23.9.2008 kl. 00:46

3 identicon

Gaman að sjá þessar myndir frá Köben.

Langt síðan ég hef komið þangað!

Meira svona frá ferðalögum. 

Inga 23.9.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ef ég hefði vitað að þú varst hérna, hefði ég tekið mynd af þér, bloggvinurinn minn.

Myndin af boxi Nyhedsavisen er fjandi góð! Hver ætli borgi nú fyrir að fjarlæga bölvaða kassana sem eru út um allt. Miklu minna um pappír sem fýkur, eftir að blaðið fór á hausinn.

Árni Guðmundsson, hér af ofan, hefur rétt fyrir sér. Menn eru verulega ruglaðir þegar þeir tala við hvern annan gegnum blogg. En ef maður meðvitaður um veiluna, er manni víst óhætt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.9.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband