397. - Samhangandi blogg

Í beinu framhaldi af lofbloggi mínu um Sigurð Þór frá því í gær vaknar auðvitað sú spurning hvort ég sé ekki alltaf að reyna að vera eins og ég segi að hann sé. Auðvitað er svo. Ekki ætla ég að neita því. Að auki má líta svo á að ég sé að reyna að skrifa samhangandi texta yfir mörg blogg.

Vel má álíta að blogg mitt um Hörpu Hreinsdóttur, Sigurð Þór og svo þessi byrjun séu með vissum hætti samhangandi. Nöldurfærslurnar tvær þar á undan eru jafnvel að sumu leyti einnig í þeirri lest. Annars er eðli bloggs mér alltaf ofarlega í huga og ég á erfitt með að blogga um annað.

Samkvæmt stöplariti Moggabloggsins var IP-tölufjöldi sá sem ég fékk í gær sá þriðji hæsti á mínum bloggferli svo eitthvað er ég að gera rétt samkvæmt því. Kannski eru það bara myndirnar sem fólk vill sjá. Hvað veit ég. Læt samt eins og ég kunni að skrifa.

Það er vandlifað í henni verslu. Væri ég ekki að blogga núna þá væri ég sennilega á fjöllum. Fjallgöngur eru ótrúlega skemmtilegar. Einu sinni var ég með mikla dellu fyrir þeim. Eitthvað verður maður að gera í frístundunum. Bloggið hentar vel fyrir letingja eins og mig. Hvernig getur letingi haft áhuga á fjallgöngum? Ekki spyrja mig. Raunverulegt áhugamál yfirstígur auðveldlega leti og margt fleira líka.

Mundi ég skrifa svona mikið ef ég væri ekki forsíðubloggari? Veit það ekki. Ég hef alltaf verið gefinn fyrir skriftir. Einu sinni skrifaði ég dagbækur af miklum móð og þegar ég gafst upp á því var stílabókastaflinn orðinn margir tugir sentimetra á hæð. Og forsíðubloggari varð ég eflaust vegna þess hve mikið ég skrifa.

Svona sundurlaus skrif eins og bloggið mitt er venjulega eiga vel við mig. Ekki veit ég hvort hægt er að kalla þetta stíl en ég er hræddur um að ef ég ætti að skrifa langt mál og ýtarlegt um eitthvert ákveðið efni þá mundi það ekki henta mér eins vel.

Það er langbest að geta vaðið úr einu í annað. Stíl má líklega kalla þetta því þó svo líti út sem þessir sundurlausu molar sitt úr hverri áttinni raðist upp af sjálfu sér þá er ekki svo. Þegar ég er búinn að fimbulfamba fram og aftur þá kemur að því sem raunverulega skiptir máli. Það er að lesa yfir, lagfæra og breyta, fella niður og bæta inní og raða svo öllu saman.

Ég er líka orðinn hálfóður í myndbirtingum. Ekki veit ég hvernig á því stendur en ljósmyndum var einu sinni eitt af mínum aðaláhugamálum og það er eins og áhuginn sé eitthvað að taka sig upp.

Og þá er komið að myndunum. Heilar sex í þetta skipti.

 
IMG 1922IMG 1931IMG 1947IMG 1960IMG 1965IMG 1970

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Ég er mikill skýjaglópur; horfi út um gluggann, ligg uppí loft, dett næstum framyfir mig í endalausri aðdáun á sköpunarverkinu mín   og mín

Beturvitringur, 23.7.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Kannski viltu vera svo vænn að blogga dálítið um hvað þýðir að vera forsíðubloggari?

Það er nebblega svo margt í sambandi við þetta blogg sem ég skil ekki, tam. af hverju það er alltaf skrifað bara með einu g-i en borið fram eins og með tveimur.

góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 23.7.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Beturvitringur

Ég velti líka vöngum yfir þessu orði, langaði svo að nota íslenskt orð. Vinur minn stakk uppá "skjátl" en enginn má við margnum.

Fann hvergi orðið "blog" í enskuskræðunum mínum en fann loks skýringu:

"blog" er hluti úr tveimur enskum orðum (en ekki hvað) = "web log"  og fer nærri að það sé 'skráning á/í vefnum'. Sennilega letiframburður eða alræmdar styttingar margra enskumælandi, fjarlægðu fyrstu tvo stafina svo eftir varð: blog. Framburðurinn hér á landi yrði þá með löngu o-i en það er "erfiðara" en stutt "o" (reyndar mín tilgáta)

Beturvitringur, 23.7.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband