292. - Ástandiđ viđ gatnamót Auđbrekku og Nýbýlavegar í Kópavogi er óviđunandi

Mikil umrćđa er nú um "hreysivćđingu miđbćjarins í Reykjavík." Í Útvarpinu í kvöld sagđi einhver: "Ég treysti verktakanum til ađ.......". 

Ég treysti hinsvegar verktökum ekki til neins. Gott dćmi um yfirgang ţeirra er ţađ ástand sem búiđ er ađ vera mánuđum saman og á eflaust eftir ađ vera í marga mánuđi ennţá á gatnamótum Auđbrekku og Nýbýlavegar í Kópavogi og götunum ţar í kring.

Ég efast ekki um ađ ţađ sé ţćgilegra fyrir verktakana ađ vera lengi ađ ţessu, en hagsmunir ţeirra sem ţarna eiga oft leiđ um eru alls ekki ţeir sömu. Kópavogi er stjórnađ af manni sem hefur góđan skilning á ţörfum verktaka.

Nú ţegar harđnar á dalnum hjá auđmönnum landsins getur vel orđiđ ţröngt í búi hjá ţjóđţrifafyrirtćkjum eins og fótboltafélögum og ţess háttar. Frjálshyggjupostular ţessa lands hafa haldiđ ţví fram ađ miklu heppilegra sé ađ fjársterkir ađilar styrki allskyns menningar og íţróttastarfsemi en ađ ríkiđ sé ađ vasast í ţeim málum.

Varđandi ţetta hafa ţeir eflaust talsvert til síns máls ţegar vel árar, en hver á ađ koma KR til bjargar ef Björgúlfur hefur ekki lengur efni á ađ henda í ţá peningum?

Timaritiđ Herđubreiđ fékk góđa auglýsingu á Stöđ 2 í kvöld ţar sem sagt var frá palladómi um Styrmi Gunnarsson í blađinu og nafn Ţorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablađsins dregiđ inn í ţá umrćđu.

Ţađ stefnir í skemmtilega baráttu í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Ég veit reyndar ekki frekar en ađrir hver verđur ţar í frambođi fyrir demókrata og kannski kemur ţađ ekki í ljós fyrr en í sumar. Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum er stćrri en Republikanaflokkurinn og mun fleiri styđja hann jafnan eđa segjast gera ţađ í könnunum og ţar ađ auki er hinn óvinsćli núverandi forseti í embćttinu fyrir hönd repúblikana.

Samt má búast viđ spennandi kosningum í haust ţví margt getur gerst í forsetakosningum. Íbúar Bandaríkjanna eru upp til hópa mun íhaldssamari en Evrópumenn. Mér kćmi á óvart ef Bandaríkjamenn eru raunverulega tilbúnir til ađ kjósa annađhvort konu eđa svertingja í ţetta mikilvćga embćtti. En ţađ kemur í ljós í haust.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...bý í Kópavoginum og ţetta er orđiđ ansi langt ástand međ nýbýlaveginn...svo ég segi ekki meir?  Eins lengi og tók ađ reisa heila 20 hćđa blokk viđ Smáralindina?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Sćll Sćmundur

Ég bjó hér í Kópavoginum áđur en ţessi meirihluti tók viđ og aftur nú. Ţađ er orđin mikil breyting. Ţá var nú ekkert "dađur" viđ verktakana. Ég man eftir vegakerfinu hér í Kópavogi. Mađur var lagđur í einelti sem Kópavogsbúi. Ţá voru til Kópavogsbrandarar og allir voru ţeir um gatnakerfiđ okkar. Ţá vorum viđ međ félagsmálastjórnir ţannig ađ viđ vorum ekki ađ dađra viđ ţetta veraldlega. Andskotans auđvaldiđ. Ţađ var sálarrannsóknarfélag í Kópavoginum sem dafnađi og fólk kynntist sem hafđi villst í gatnakerfinu okkar í Kópavoginum og ratađ ekki út. Ţá settist ţađ bara ađ hér og giftist og fór ađ eiga börn. Ég missti púströriđ undan fyrsta bílnum mínum í Auđbrekkunni, í brekkunni Dalbrekkumegin. Blótađi vesalingum í bćjarstjórninni, sem voru ţá frekar hlynntir bifvélavirkjum en verktökum, enda bifvélavirkjar ekki hluti af auđvaldinu.

Ég legg til ađ viđ friđum Auđbrekkuna,- eins og hún var-. Setjum niđur holurnar í göturnar aftur, ekkert malbik, bara gamli tíminn. Svo verđur ţjóđviljinn borinn í annađ hvort hús og fiskbíllinn kemur á hverjum ţriđjudegi.  

Sigurđur Ţorsteinsson, 28.3.2008 kl. 06:47

3 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, já. Ţetta eru ţínar skođanir, Sigurđur og ekkert viđ ţví ađ segja. Ég ćtla bara ađ hafa mínar skođanir um ţćr framkvćmdir sem nú standa yfir. Ég kannast ekkert viđ ađ hafa sagt neitt um ţörfina á  ţeim eđa hvernig ţćr eru. Mér finnst ţćr bara taka alltof langan tíma og ađ ţađ megi alveg taka tillit til ţeirra sem um göturnar fara.

Sćmundur Bjarnason, 28.3.2008 kl. 17:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband