233. - Borgarmálin enn og aftur

Helst er að heyra á þeim sem um borgarmálefnin ræða þessa dagana að tilgangurinn með borgarstjórnarskiptunum hafi verið að bjarga tveimur húskofum við Laugaveginn frá niðurrifi.

Eða kannski öllu heldur að bjarga ríkinu frá þeim kostnaði sem því fylgir að rífa þau og endurbyggja síðan í þeim anda sem friðunarpostulum hugnast akkúrat núna.

Áhrif skiptanna á flugvallarmálið og Sundabrautina verða líklega engin og á önnnur mál líklega lítil. Annars er mér svosem sama hvernig þessi mál þróast því ég bý í Kópavogi. Ég vorkenni samt Reykvíkingum að þurfa að búa við þennan hringlandahátt og held að það sé jafnvel betra að hafa framkvæmdaglaðan mann eins og Gunnar Birgisson yfir sér en þessi ósköp. Annars eru þær bollaleggingar sem þessum stjórnarskiptum fylgja farnar að þreyta mig. Samt verður gaman að fylgjast með þróuninni.  

Ég sé ekki betur en spurning spurninganna sé að verða þessi: Hver var það sem krafðist þess að Ólafur F. sýndi læknisvottorð um heilbrigði sitt þegar hann hugðist koma til starfa nokkru eftir að 100 daga stjórnin tók við? Svarið við þessari spurningu ef það kemur einhvern tíma fram getur upplýst margt. Voru virkilega einhverjir sem vildu með öllum ráðum koma í veg fyrir að Ólafur hæfi störf að nýju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband