55. blogg

Bloggiddiblogg. Kannski er ég bara kominn í blogstuð. Bloggað í gær, bloggað í dag. Sjáum til.

Af hverju bloggar fólk? Sjálfur blogga ég einfaldlega vegna þess að ég hef gaman af að skrifa. Svo er líka ágæt hugmynd að halda með þessu uppá upplýsingar um ýmislegt þó ekki sé líklegt að maður eigi eftir að lesa gömul blogg seinna meir. Það er bara alveg ágæt tilhugsun að hver sem er geti lesið það sem maður er að pára. Ef fáir gera það er það bara ágætt líka.

Um daginn tók ég mig til og prentaði út öll mín 50 fyrstu blogg. Geymi þau á góðum stað og hver veit nema ég ráðist í það einhvern tíma seinna að prenta út blogg frá 51 og áfram.

Augljóst er að sumir blogga til að láta á sér bera. Það er í góðu lagi. Að blogga til þess að reyna að vera fyndinn er líka bara mjög gott. Sumir sem blogga virðast líta á sig sem virðulega fjölmiðla og það er bara ágætt. Það er samt dálítið skrítið að líta á allt blogg sem fjölmiðlum. Eiginlega er þetta bara nýtt form sem er að þróast smátt og smátt. Skrif eru að sjálfsögðu ekkert nauðsynleg í bloggi, þar er ég viss um að aðrar aðferðir eins og tal, teikningar, ljósmyndir, hreyfimyndir og ýmislegt annað á eftir að hasla sér völl. Skrifin eru bara vinsæl núna,  því það eru svo margir sem hafa gaman af að skrifa.

Sumir hafa tekið upp á því sé ég að setja heilu skáldsögurnar inn á bloggið sitt. Það er kannski ágætt, en ég get ekki séð að maður lesi slíkt frekar en ef sagan væri komin á bók. Jákvætt er þó að allir skuli hafa aðgang að sögunum og geta lesið þær ef þeir kæra sig um og dettur mér  í hug Netúgáfan í því sambandi og vel getur verið að ég bloggi einhvern tíma seinna um tilurð hennar o.s.frv.

Sjálfur les ég oft blogg og það er ég viss um að margir aðrir gera. Satt að segja er ég að mestu hættur að lesa dagblöð o.þ.h. og bækur les ég aðallega í rúminu. Mér finnst orðið þægilegt að lesa á tölvuskjá og þá auðvitað mest blogg, en líka ýmislegt annað.

„Þjóðin liggur í blogginu fyrst og fremst af því að Mogginn er orðinn svo helvíti leiðinlegur!"  segir Sigurður Þór Guðjónsson í sínu bloggi sem er eitt af mínum uppáhalds.

Bjarni er búinn að panta sér far  til Bahamas 3. ágúst og fer fyrst  til Boston síðan Fort Lauderdale og þaðan til Nassau. Allt sama daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband