52. blogg

Ekki veit ég hvað þeim Morgunblaðsmönnum gengur til að vera að auglýsa þennan japanska nauðgunarleik. Ég er lítið fyrir að linka í fréttir en geri ráð fyrir að margir linki núna í þessa frétt af mbl.is. Ég er ekki meðlimur í torrent.is (og gæti vel trúað að eitt af skilyrðunum fyrir þátttöku væri að þvertaka alltaf fyrir hana) en held að þessi frétt sé ekki síður árás á það vefsetur en eitthvað annað.

Skráaskiptiforrit eru engin nýjung og hafa verið lengi við lýði. Minna má á að í síðustu kosningum í Svíþjóð bauð fram flokkur sem einfaldlega var kallaður Sjóræningaflokkurinn. Allt snýst þetta um höfundarrétt og mögulegan gróða þeirra sem yfir honum ráða. Auðvitað svíður þeim aðilum sem selja tölvu og sjónvarpsefni dýrum dómum að hægt skuli vera að nálgast slíkt efni fyrir ekki neitt. En svona er þetta bara. Meðan það verð sem krafist er fyrir aðgang að efni er mun hærra en flestir sætta sig við verða vefsetur eins og torrent.is vinsæl.

Annars er Salvör Gissurardóttir minn aðalguru í höfundarréttarmálum, en hún er ekkert búin að blogga um þetta mál mér vitanlega.

Sjálfur fer ég yfirleitt á "alluc.org" ef ég vil horfa á kvikmyndir eða sjónvarpsþætti sem ég hef ekki séð áður. Miðað við að það vefsetur er öllum opið án nokkurra takmarkana er furða hve mikið úrval er þar af efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband