2651 - Hryðjuverk

Sumum finnst það eflaust pínulítið skrýtið að ég skuli aldrei skrifa neitt um hryðjuverk eða hryðjuverkahættu. Þó skrifa ég heilmikið um aðrar fréttir. Blaðamenn skrifa mikið um þessi mál og m.a. finnst mér ekki á það bætandi. Þetta er næstum eins og aukakosningar hjá þeim. Að mestu leyti eru þetta sömu skrifin aftur og aftur. Byssulöggjöfin í Bandaríkjunum kemur oft við sögu en ég hef lítið heyrt um það hverjum öll þessi skrif koma einkum til góða. Augljóst er samt að þau koma einkum yfirvöldum til góða. Flestir hljóta að geta verið sammála um það. Með þessu er þeim gert kleift að leiða í lög allkyns takmarkanir á frelsi einstaklinganna.

Eiginlega þurfa þau til réttlætingar á hvers kyns eftirliti og njósnum ekki annað en að minnast á hryðjuverkaógnina. Og allt er fyrirgefið. Nú þegar hefur þeim (yfirvöldunum) tekist að ná næstum fullkomnu valdi yfir hverskyns flugstarfsemi og áður en langt um líður ná þau eflaust valdi á ýmsu öðru. Frelsi okkar smáborgaranna fer sífellt minnkandi nú á öld eftirlitsmyndavélanna og við erum bara ánægð með það. „Hvort viltu heldur vera ánægt svín eða óánægður Sókrates?“ Var einu sinni sagt. Nútímamenn skilja ekki svona þvætting. Í Bandaríkjunum a.m.k. eru flestir ánægðir ef þeir fá að eiga sína byssu í friði. Tala nú ekki um ef þeir hafa líka leyfi til að nota hana.

Bandaríkjamenn vita að ef raunverulegt TSHTF (The Shit Hits The Fan) á sér stað er afar lítið á yfirvöldum að græða. Aftur á móti virðast t.d. Íslendingar og margir aðrir álíta að yfirvöld geti greitt úr hverskyns vanda. Eða þá að þeim er alveg skítsama. Það er reyndar mikilu líklegra og í sjálfu sér skynsamlegt. Það er nefnilega lítið hægt að gera ef alvarleg uppákoma verður. Kannski það verði bara betra að drepast fljótt, en að tóra sem lengst.

Af hverju er Sjálfstæðismönnum svona illa við Pírata? Mig grunar að það sé vegna þess að Birgitta er svona hávaxin. Er hún það ekki annars? Bjarni er nú langur sjálfur. En Sjálfstæðismenn er flestir litlir. Sumir pínulitlir. Annars hefur stærðin ekkert með stjórnmálaskoðanir að gera. Ætli þessi meinbægni hjá Sjálfstæðismönnum stafi ekki af áherslu Pírata á að hafa allt gegnsætt og uppi á borðum sé þess nokkur kostur. Sennilega er það líklegra en að það sé sjálft pírata-orðið sem pirri þá svona mikið. Og vitað er að Sjálfstæðirmenn telja sig þurfa margt að fela. Ef virkilega þarf að fela eitthvað er betra að hafa þá utan stjórnar.

IMG 0910Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband