2623 - Trump, Putin o.fl.

Mér finnst nú fésbókin vera farin ađ fćra sig uppá skaftiđ. Hingađ til hefur hún látiđ sér nćgja ađ sýna manni minningar frá fyrri árum, en nú er ţađ frá síđastliđnum mánuđi. Ég kann bara ekki viđ ţetta og fýla mín útí fésbókina fer heldur vaxandi viđ ţetta. Annars er svolítiđ einkennilegt hvađ mér er uppsigađ viđ fésbókarfjárann. Samt get ég ekki án hennar veriđ. Tilkynningarnar ţar eru alveg ađ bera mig ofurliđi. Vitanlega er ţetta sjálfskaparvíti, en ég get bara ekki ađ ţessu gert. Sumir virđast ekki geta án ţess veriđ ađ deila öllu mögulegu, hvort sem ţađ eru minningar eđa eitthvađ annađ. Venjulega tekst mér ekki ađ klára allar tilkynningarnar. Ţćr leiđa mig bara eitthvert annađ. Og aldrei minnist ég ţess ađ hafa skrunađ alla leiđ og lesiđ allt sem fésbókin, eđa fólkiđ ţar, býđur uppá. Les jafnvel netblöđir ekki nema stundum. Ef eitthvađ er nógu krassandi ţá má reikna međ ađ margir deili ţví og svo les ég yfirleitt Fréttablađiđ og horfi á fréttirnar í sjónvarpinu.

Ţessa dagana er ég ađ lesa ansi merkilega bók. Hún heitir „Stofuhiti“ og er eftir Berg Ebba. Hann kemst oft skemmilega ađ orđi. Ţetta er t.d. úr bókinni: Alvöru dauđi er svo hrćđilega hversdagslegur. Ţađ spýtist ekkert blóđ, jafnvel ţó ađ fólk sé skotiđ međ hríđskotabyssum. Fólk lyppast bara niđur, eins og áhugaleikarar međ vonda kjarasamninga. Ţađ hreyfir viđ manni, en ekki á sama hátt og stílfćrđa útgáfan.

Ţetta međ vondu kjarasamingana er alveg óborganlegt. Sjálfur minnist ég ţess ađ ţegar hestur var skotinn beint í enniđ ţá hrundi hann niđur á sekúndubroti og ţađ spýttist ekkert blóđ. Ţá var ég sennilega á milli tektar og tvítugs og ég man ađ ţetta kom mér mjög á óvart. Viđ krakkarnir vildum líka fyrir hvern mun sjá ţegar rollurnar voru skotnar í sláturtíđinni, en máttum ţađ allsekki. Annars er ţetta tabú á dauđanum hér á Vesturlöndum alveg stórmerkilegt. Fátt er hversdagslegra og ţetta á fyrir okkur öllum ađ liggja.

Á sínum tíma (1986) hittust ţeir Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev í Reykjavík. Sá fundur er af sumum talinn upphaf endaloka kalda stríđsins. Ţessvegna m.a. er fundar ţeirra Trumps og Putins í Hamborg beđiđ međ nokkurri eftirvćntingu af mörgum. Sumt bendir til ţess ađ ţeir gćtu átt skap saman, en sumt bendir í ađra átt. Ađstađa Putins er ađ mörgu leyti betri. Samband hans viđ pressuna í heimalandinu er a.m.k. betra. Svipađ má segja um njósnastofnanir landanna. Kannski er kuldinn í ţeirra samskiptum ađ komast á ţađ stig ađ nýtt kalt stríđ sé í vćndum. Varla kemur ţeim saman um Ukrainu, Sýrland, Kóreu og Kína. Japan og flest ríki í Evrópusambandinu virđast hafa horn í síđu Trumps. Sama má reyndar segja um flest NATO-ríki nema helst Pólland. Kanada er kannski mótfalliđ Trump en verđur ţó ađ gćta sín ákaflega vel.

Kettlingurinn Guđbrandur Logi Högnason er kominn í heimsókn enn og aftur. Gott ef hann er ekki bara farinn ađ kunna sćmilega viđ sig hérna. A.m.k. veit hann vel hvar maturinn og sandkassinn eru.

IMG 1500Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband