2619 - Halldór Armand

Las áðan og hlustaði á ádrepu Halldórs Armand um kjararáð og er sammála honum í öllum atriðum. Sama má segja um það sem Arnþór Helgason frá Vestmanneyjum skrifaði um þetta mál og hef ég engu við það að bæta. Stjórnvöld hafa allan fjandann í hyggju, en gera aldrei neitt.

Hinsvegar þykir mér gaman að fylgjast með bandarískum stjórnmálum og framgöngu Donalds Trumps bandaríkjaforseta. Það er ekki nóg með að hann hafi alla heimspressuna, sem mark er á takandi, á móti sér, heldur er hann bæði lyginn og svikull umfram aðra bandaríkjaforseta og er þá allmikið sagt. Óvinsældir hans um allan heim eru miklar og er það engin furða því stefna hans getur að endingu leitt til styrjaldar.

Aftur á móti virðist hann hafa talsvert fylgi innan Bandaríkjanna og augljóst er að hann hefur komist uppá lag með að notfæra sé andstyggð flestra á stjórnvöldum. Að gagnrýni hans á valdastéttina skuli koma frá hægri er eigilega engin furða. Þannig eru Bandaríkjamenn. Almennt eru þeir mun hægrisinnaðri en aðrir íbúar heimsins. Áhersla þeirra á einstaklingsfrelsið hefur valdið því að þjóðfélagið þar er eins og það er. Stefna Trumps kann á endanum að leiða til einangrunar.

Talað er um að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komi ávallt standandi niður í hverju sem hann lendir. Mér finnst helsti galli hans vera sá að hann virðist vilja umfram allt þoka okkur Íslendingum í áttina til Bandaríkjanna. Að flestu leyti hugnast mér Evrópa og þó einkum Skandinavía mun betur.

Ástandið innan Neytendasamtakanna er grátlegt. Samkvæmt fréttum ætla einhverjir þar að reka einhverja, en ekki er alveg ljóst hverja. Niðurlæging þessara samtaka er í góðu samræmi við undirlægjuhátt almennings og stjórnsemi allskyns fyrirtækja framyfir félög af ýmsu tagi.

Hvenær hættu menn að tala um milljónir og fóru í staðinn að tala um milljarða. Í mínum huga er talsverður munur á þessu. Man t.d. vel eftir því að ég fylgdist eitthvað með fréttum þegar fjárlög íslenska ríkisins fóru í fyrsta skipti yfir milljarð. Held að núllunum hafi verið fækkað um 1980. Kannski hefur þetta verið eftir þann tíma. Ætli það fari ekki að verða kominn tími til að fækka núllunum aftur. Einhverntíma þegar ég kom til Ítalíu man ég eftir að líran var minna en krónu virði. Það þótti mér óþægilegt.

IMG 1588Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband