2595 - Er Kirsan að missa tökin?

Uppnefning sýnir venjulega aðdáun eða a.m.k. meðlíðan með þeim sem uppnefndur er samanber málsháttinn sem er á þessa leið: kært barn hefur mörg nöfn. Samt sem áður er það svo að margir uppnefna af ímynduðu hatri og ekki eru öll uppnefnin beinlínis falleg.

Einhvernstaðar las ég að hægt væri núna að fá 7000 króna afslátt af miða á þjóðhátíð í Eyjum. Ég mundi ekki einu sinni íhuga að kaupa miða á þjóðhátíð í Eyjum á 7000 krónur. Það væri illa farið með góða peninga að mínu mati.

Ekkert skil ég í fólki sem gerir í því að auka viðsjár í illvígu forræðismáli. DV segir frá einu slíku og þó ég standi yfirleitt með forsjárlausum feðrum finnst mér Margrét Pála hafa sýnt þarna virðingarverða athygli. Eina reglan sem skólar og leikskólar ættu að mínu viti að hafa í heiðri í svona málum er afskiptaleysi. Ef í þessu tilfelli hefur verið komið með drenginn í skólann er út í hött að ætlast til þess að skólinn láti einhvern annan hafa barnið. Sama þó augljóst sé að barnið þekki föðurinn. Í málum sem þessu er rétt að láta lögleg yfirvöld skera úr. Það er skárra en að allir geti tekið lögin í eigin hendur.

Held að Trump sé hræddur um að með Rússlandstengingunni sé verið að undirbúa embættismissi hans. Svo er væntanlega ekki. Jafnvel þó afskipti Rússa af kosningunum sannist, eins of virðist vera raunin, held ég ekki að hægt sé að áfellast Trump sjálfan fyrir það. Hins vegar kann vel að vera að samband þeirra sem stjórnuðu kosningabaráttu hans og Rússa hafi verið með þeim hætti að hann verði sjálfur kærður til embættismissis. Hvað sem öllu þessu líður er augljóst á öllu að hann er í þann veginn að missa traust Repúblikana í þinginu.

Mönnum kemur alls ekki saman um hvort Kirsan Ilyumzhinov forseti FIDE (sem er alþjóðaskáksambandið) sé enn við völd eða ekki. Tilkynnt var á heimasíðu sambandsins að hann væri hættur, en ekki vill hann viðurkenna það sjálfur. Um þetta er nú rifist af miklum móð.

Hef tekið eftir því að sé rætt hér á þessari bloggsíðu um trúmál eða fóstureyðingar má búast við að margir vilji taka þátt. Slíkt er engin furða því vissulega eru þetta umdeild mál og snerta innsta kjarna mennskunnar ef svo má segja. Pólitískar liðsskiptingar eiga alls ekki við í þessu efni. Annars eru umræður af þessu tagi sem betur fer að mestu leyti búnar að færa sig á fésbókina. Ég þarf því ekki að óttast nein ósköp þó ég minnist á slík mál svona í „forbifarten.“

IMG 1729Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband