2566 - Um Donald Trump og ýmsa fleiri

Últrahægrisinnar um allan heim munu fagna því að Trump skuli vera orðinn forseti Bandaríkjanna. Aðrir ekki. Heima fyrir virðist hann njóta talsverðs fylgis. Hatur heimsins á Bandarísku stjórninni mun bitna á þeim suðupotti mannlegrar snilligáfu sem Bandaríkin vissulega eru. Þ.e.a.s. þjóðinni allri. Einangrunarhyggja sú sem tröllríða mun heiminum á næstu misserum mun auðveldlega geta valdið auknum illindum milli ríkja. Þær framfarir sem orðið hafa síðan í síðari heimsstyrjöldinni kunna að vera í hættu. Kjarnorkuógnin gæti komið aftur.

Falin er í illspá hverri
ósk um hrakför sýnu verri,

orti Stephen G. Stephensen í kvæði sínu um Jón Hrak. Margir óska þess að sú stefnubreyting sem Trump vissulega boðar, verði til þess að hægri menn um allan heim fari sem mesta hrakför. Ekki er víst að svo verði því það stríð sem stórveldin halda úti í Sýrlandi getur hæglega breiðst út og orðið mun hættulegra heimsfriðnum en nú er. Ef svo fer er alls ekki víst að það verði Trump einum að kenna. Þó ég hafi áhuga á heimspólitík er ekki þar með sagt að ég hafi réttara fyrir mér en aðrir.

Ef menn vilja endilega finna sér eitthvað til að rífast um, þá geta menn t.d. fjallað um það hvort Hillary Clinton hefði átt að vera viðstödd embættistöku Trumps eður ei.

Nýjasta Hollywood kjaftasagan er víst sú að Brad Pitt sé búinn að gera Kate Hudson dóttur Goldie Hawn ólétta og jafnvel fluttur inn til hennar. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Man að ég tók eftir því í áramótaskaupinu að einhverjir tóku skilnaðinn nærri sér. Hvaða skilnaður það var veit ég ekki.

Hvort heitir geðlæknirinn Óttar eða Óttarr? Lítill vafi er á þessu með ráðherrann. Hann heitir Óttarr. Með aukaföllin held ég að sé lítill ágreiningur. Kannski eru bæði nöfnin jafngild. Eiginlega hallast ég að því. T.d. geta menn ýmist verið Sigurðssynir eða Sigurðarsynir. Þetta minnir mig á ættfræðina. Lengi hef ég haldið að geðlæknirinn Óttar væri bróðir Guðmundar nokkurs sem einnig var geðlæknir en starfaði sem heimilislæknir. Báðir væru þeir synir Guðmundar Sigurðssonar sem kallaður var skólaskáld. Kannski er þetta tóm vitleysa í mér enda hef ég aldrei verið sterkur í ættfræðinni. Það væri þá frekar að Bjarni frændi eða Björgvin bróðir væru það.

Nú er þetta blogg, alveg óforvarendis orðið, að mér sýnist, nægilega langt til að vera sett upp á Moggabloggið. Já, margt má svosem um Moggabloggið segja en ég held að ég sleppi því að þessu sinni.

IMG 2274Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er athyglivert hvernig þú setur stefnu Trumps í samhengi við hægri/vinstri í ljósi þess að stefna hans gengur eiginlega dálítið þvert á þetta hugtakapar. Trump er einangrunarsinni en flestir hægrimenn fylgja frjálsum viðskiptum milli þjóða. Það gera margir vinstrimenn líka, nema þeir sem lengst eru til vinstri. Þeir aðhyllast einangrunarstefnu eins og Trump

Svo vona ég að þú hafir geðlækninn rangfeðraðan því ef rétt væri nálgaðist hann nú 99. aldursárið hið minnsta, að því gefnu að skólaskáldið (Guðmundur Guðmundsson) haft það af að geta hann á á grafarbakkanum árið 1919 wink

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2017 kl. 13:47

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Trump bauð sig fram fyrir Repúblikana og þeir telja sig eiga hann. Eru samt hundóánægðir með hann, því margt í hans stefnu (eða stefnuleysi) er í andstöðu við þá. Auðvitað er hægri og vinstri hálfgert ómark þarna en venja er að telja repúblikana hægra megin við demókrata. Að mínum dómi er Trump fyrst og fremst ruddi sem er óhæfilega sjálfmiðaður. Óheppilegt að hann skuli vera "anti-establishment" því þeir eru alls góðs maklegir. Ríkjandi valdhafar eru að ríða heiminum á slig. Einangrunarsinni er hann einnig og ég er sammála þér um það að slíkt er dálítið skondið.

Sæmundur Bjarnason, 23.1.2017 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband