2546 - Gísli Marteinn og Eva María

Guðbjörn Jónsson sem ég held endilega að ég eigi að kannast við og að hann hafi eitt sinn átt heima að Hrafnakletti í Borgarnesi heldur áfram að reyna að verja Sigmund Davíð Gunnlaugsson hvað Panamaskjölunum viðvíkur. Heldur hann virkilega að einhverjir nenni að lesa þessa langhunda sem hann skrifar um það efni? Ekki hann ég a.m.k.. Er nefnilega ansi hræddur um að „attention span“ fólks sé sífellt að styttast. Kannski veð ég samt í villu og svíma þarna því ég man að einu sinni las ég allar þær sögur (stuttar eða langar) sem ég gat komið höndum yfir á netinu. En sá tími er löngu liðinn. Mér finnst oft eins og ég hafi allt mitt líf verið meira og minna uppá netið og bbs-in kominn. En það er ekki svo. Ég kynntist tölvum og þess háttar ekki fyrr en um og jafnvel eftir 1980.

Fiskmarkaður Íslands er á Akranesi. Barnaskóli Íslands er á Akureyri (skilst mér) Skóflan h/f er aftur á móti hér á Akranesi. Annars eru fyrirtækjanöfn sérstök fræðigrein. T.d. sá ég hér ekki alls fyrir löngu Eurofant einn heilmikinn. Veit samt ekki að hvaða leyti hann er frábrugðinn venjulega föntum. Eru fantar annars nokkurntíma venjulegir? Held ekki. Svo er líka hægt að drekka úr föntum, en það gera nú fæstir núorðið.

Mér finnst sandurinn á Langasandi vera að minnka. Kannski er sama fyrirbrigðið hér á ferðinni og á Miami Beach. Allur sá sandur sem þar er, ku vera kominn af hafsbotni fyrir tilverknað manna. Ekki veit ég til að neitt hafi verið átt við sandinn á Langasandi. Kannski kemur hann aftur í sumar. Mér finnst hann allavega hafa minnkað talsvert. Mölin og steinarnir eru líka til mikilla trafala á gangstígnum útað Sómundarhöfða. Ef sjórinn getur flutt steina og möl þá ætti sandur ekki að vera nein fyrirstaða.

Nú skilst mér að Gunnlaugur sá sem samdi sögu Akraness sé á ferðinni með sögu kirkjunnar í Hafnarfirði. Enn virðist hann haldinn af stórbókarblætinu. Veit ekki betur en sóknarnefndin þar sé í mestu vandræðum vegna þessa. Hinsvegar held ég að Bæjarstjórn Akraness hafi fengið frá skiptaráðanda bókaútgáfunnar sem gaf út sögu Akraness talsverðan fjölda bóka sem ekki seldust og gengu eiginlega frá bókaútgáfunni. Kannski er þetta ekki allt alveg kórrétt hjá mér en svona upplifi ég fréttir af þessu.

Horfði um daginn á hluta af þættinum ofurvinsæla (skv. kynningu) hjá Gísla Marteini og þó Eva María hafi greinlega verið sársvöng var ýmislegt áhugavert í þættinum og Gísli Marteinn kann þá list mörgum öðrum betur að skipta áreynslulaust um umræðuefni. Að vísu fékk hann enga kanónu eins og Sigmund Davíð til að rífast við um pólitík, en samt var þátturinn alveg sæmilegur. Svo er hann venjulega með tónlistaratriði í lokin og þá geta analfabetar á slíkt eins og ég hætt að horfa.

IMG 2721Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert stundum óforbetranlegur ágæti Sæmundur smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2016 kl. 21:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gísli Marteinn varð sér til akammar er hann átti samtalið (skrækinn) við Sigmund Davíð.

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2016 kl. 00:10

3 identicon

halo

Chce par poskytnúť sme foie velika v prípade potreby pôžičky v rámci ročnej uzávierky prázdniny un Dobrá ako vždy Mame k dispozícii, aby sa Váš život Stastny. Także ak similaire rassis záujem o Foie vedieť, že sme Schöps urobiť foie až do výšky 5000 eur na 10.8 milion EUR za podmienok, ktoré Robin Váš život jednoduchší. Staci nás kontaktovať prostredníctvom tejto adrese: finance03.for.all@gmail.com

  Le à Oblasti, kde môžeme Pomoca: Financiera, hypotekárny foie, foie na Investície, konsolidáciu dlhu Foie, Osobné pôžičky, pôžičky akýkoľvek druh Nakupa ....

Także prosím, láskavo kontaktujte nás, aby sme vás Mozes uspokojiť čo najskôr.

Kontakt E-mail: finance03.for.all@gmail.com ...

dayvilla 29.11.2016 kl. 09:28

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hvað áttu við með því, Ásthildur. Veit ekki betur en í þessu bloggi sé minnst á nokkur mál.

Sæmundur Bjarnason, 29.11.2016 kl. 13:43

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Helga, það getur verið að einhverjum þyki það skrækir að vera ósammála sjálfum Sigmundi Davíð, en mér finnst það ekki. Gísli Marteinn óx verulega í áliti hjá mér fyrir að mótmæla bullinu í Sigmundi.

Sæmundur Bjarnason, 29.11.2016 kl. 13:46

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Dayvilla, því miður skil ég þetta allsekki. Kannski er þetta pólska.

Mér finnst það eðlilegri krafa að Pólverjar sem hingað koma tali og skrifi íslensku, en að allir Íslendingar skilji pólsku.

Ef þú ert að senda einhverjum Pólverja skilaboð með þessu, þá ertu að misnota þetta blogg.

Sæmundur Bjarnason, 29.11.2016 kl. 13:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var að skemmta mér yfir orðræðunni hjá þér minn kæri. Ekki lasta laughing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2016 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband