2448 - Einar Guðfinnsson

„Hann danglar aldrei í bjölluna fyrr en þrjár mínútur yfir.“
„Hver er það?“
„Nú auðvitað hann Einar.“
„Hvaða Einar?“
„Æ, hann þarna bjöllusauðurinn frá Bolungarvík.“
„Og hver er það?“
„Held hann sé forseti alþingis, eða eitthvað svoleiðis.“

Hverjir skyldu það vera sem græða á öllum Tortóla-peningunum? Ekki gera þessar fáu hræður sem þar búa það. Og hverjir þá? Auðvitað Cameron og allir hinir Breta-greifarnir. Já og City of London eða hvað þeir kalla það. Þykjast vera peningamiðstöð heimsins og eru samt skíthræddir við ESB. Það á líka eftir að koma eftirminnilega í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem verður í júní ef ég man rétt. Bretland er ein allsherjar aflandseyja þó þeir þykist vera eitthvað annað. Peningarnir fara alltaf þangað á endanum.

Til að missa af sem minnstu á fésbókarræflinum þyrfi maður líklega að vera í einum hundrað hópum þar. Held að ég sé í innan við tuttugu. Sennilega er það alltof lítið. Það finnst fésbókarfólkinu líka, því nú hvetur það mann til að stofna sem flesta hópa. Annars finnst mér auglýsingarnar vera farnar að tröllríða öllu á fésbókinni.

Listin að skrifa svo mörgum líki er að skrifa meira en manni sjálfum líkar. Annars skiptist fólk gjarnan í tvo hópa: þá sem vilja lesa bækur og aðrar langlokur og svo hina sem langar að lesa stuttar greinar um það sem það hefur áhuga á. Auðvitað blandast þetta saman á margan hátt.

Að hafa nöfn í fyrirsögninni er fjári gott. Margir halda að þá hljóti að vera eitthvað bitastætt í blogginu, en það er bara sjaldnast tilfellið hjá mér. Samt sem áður held ég áfram að blogga eins og vitlaus maður. Kannski er ég bara svona vitlaus.

Stjórnmálin eru svo skrítin þessa dagana að ég þvæ hendur mínar. Ég verð bara að segja það. Kosningar eða ekki kosningar. Mér er bara alveg sama. Stjórnarflokkana mun ég ekki kjósa undir neinum kringumstæðum. Svipað er að segja um forsetakosningarnar: Sennilega er Andri Snær einna skástur af þeim sem þegar hafa látið í ljósi áhuga, en þeir eru víst nokkuð margir. Eitthvað gæti samt bæst við. Verst að flutningstilkynningin mín misfórst eitthvað svo ég verð líklega að kjósa í Kópavogi og fá bara cirka hálft atkvæði miðað við það sem Akurnesingar fá. Annars er það nokkuð gott hjá Sturlu Jónssyni að segjast vera búinn að fá þrjú þúsund undirskriftir en fá ekki að skila þeim.

Í Danmörku minnir mig að það hafi verið sett lög sem bönnuðu ráðherrum að ljúga. Gott ef það reyndist ekki bara vel.

WP 20160316 10 40 11 ProLaufblað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt þótti mörgum að þegar stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs fór fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, þá var enn inni ákvæði um skiptingu í kjördæmi, í stað þess sem ætti að vera augljóst réttlætismál að landið væri eitt kjördæmi. Kjördæmaskiptingin og kjördæmapotið, sem óhjákvæmilega fylgir er ein af grundvallar ástæðum fyrir spillingu og flokksræði hér á landi.

Annars ættum við að fara að dæmi þjóðverja, sem banna nasistaflokka, þótt ýmsar leiðir séu farnar í kringum það.

Ellismellur 15.4.2016 kl. 09:26

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þér Ellismellur í einu og öllu.

Sæmundur Bjarnason, 15.4.2016 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband