2399 - Ljót lygi

Jćja, nú er ég búinn ađ setja upp einskonar jólablogg, ţó fátt sé nú jólalegt viđ ţađ. Og bráđum kemur annar í jólum. Hversvegna blogga ég? Ef ég gćti nú svarađ ţví. Eftir ţví sem sumir segja er bloggiđ mitt alls ekkert vinsćlt. Og mér finnst líka heldur klént ađ skrifa bara uppá vinsćldirnar. Kannski stafar ţađ af ţví ađ ég vil helst fara út um víđan völl ţar og skrifa um allt mögulegt. Aldrei er neinn skortur á umfjöllunarefni. Og alltaf eru einhverjir sem lesa ţennan samsetning.

Á fésbókinni eru lćkin legíó, en bloggiđ virđist úrelt ţing. Sama er mér. Sjálfur er ég ađ verđa ađ mestu úreltur og flestir eru eitthvađ ađ sýnast á fésbókinni. Kannski ađ sýnast betri en ţeir eru í rauninni. Sýnist mér. Öđruvísi er ţví fariđ međ blessađ bloggiđ. Ţar fá sumir (margir?) fyrirmćli um hvernig ţeir eigi ađ haga sér. Nefna má: matarblogg, tískublogg, ferđablogg, flóttamannablogg (eru ţau annars til?) o.s.frv. Sennilega er orđiđ erfitt ađ gefa út tímarit núorđiđ. Bloggunum trúa menn betur og ţar má fá allskyns upplýsingar samstundis og fyrir ekki neitt. Og besservisserar nútímans verđa ađ vera góđir gúglarar. Fyrir svo utan fésbókina en hún hefur alveg komiđ í stađinn fyrir Gróu á Leiti kaffiţambiđ. Hver skyldu annars verđa framtíđaráhrif netsins, sem alltaf er ađ ţróast og breytast, en Mogginn ekki.

Ţađ er ljótt ađ ljúga ađ börnum. Um ţađ sameinumst viđ ţó öllsömul. Börnin, allt niđur í tveggja eđa ţriggja ára, eru vel fćr um ađ skilja á milli raunveruleika og ímyndunar. Ţess vegna er ljótt ađ halda ţví fram ađ jólasveinninn komi međ gjafirnar sem eru í skónum. Ef ţau spyrja ćtti ađ svara ţeim sannleikanum samkvćmt. Og ţađ má vel gefa ţeim smágjafir ţegar jólin nálgast. Ţau eru hvort eđ er ađ farast úr spenningi. Ţau komast ađ ţessu fyrr eđa síđar. Flest börn fyrirgefa lygi sem ţessa umhugsunarlaust. En ekki öll. Ţó bara eitt barn trúi ţessari vitleysu, er ţađ einu barni of mikiđ. Af hverju sameinast allir um ţessa lygi? Ekki veit ég ţađ og ekki tíđkađist ađ setja gjafir í skóinn í mínu ungdćmi. Samt tek ég ţátt í ţessari árlegu uppákomu. Kannski ćtti ég ađ hćtta ţví. En ţađ er erfitt. Ekki er ţađ vegna fordćmingar ţeirra fullorđnu. En ţađ er erfitt ađ horfa uppá vonbrigđi ţeirra barna sem hugsanlega trúa ţessu í einlćgni.

Af hverju skyldi vera reynt er ađ telja börnum trú um ţetta? Eiginlega er mér ţađ algjör ráđgáta. Börn eru ekki svo vitlaus ađ trúa ţví ađ syngjandi jólasveinar og álíka asnar sem henda í mannskapinn eplum séu jólasveinar í alvörunni. Af hverju er ţá reynt ađ telja ţeim trú um ađ jólasveinar brjótist inn hjá öllum börnum og setji allskyns drasl í skóna ţeirra? Eiginlega stríđir ţađ á móti öllum grundvallarreglum sem reynt er ađ innprenta börnunum. Ađ kennarar skuli taka ţátt í ţessu tekur eiginlega út yfir allan ţjófabálk.

WP 20150219 10 01 59 ProEinhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Fyrir mér er jólasveinninn alveg jafn raunverulegur og Guđ, enginn hefur séđ hann, og engar sannanir fyrir ţví ađ hann sé til.  Samt trúa ótrúlega margir á hann.  smile

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.12.2015 kl. 11:24

2 identicon

Trúi ţví ekki Sćmi ađ ţú sért hćttur ađ trúa á jólasveininn!! Ţađ er sama og ađ vera hćttur ađ trúa á sjálfan sig. Ţví jólasveinninn er jú viđ.

Gústav K Gústavsson 26.12.2015 kl. 15:14

3 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ásthildur. Guđ er ekki raunverulegur fyrir öllum. Ţađ er meira ađ segja hćgt ađ trúa á hann án ţess ađ gefa sér ađ hann sé raunverulegur.

Sćmundur Bjarnason, 29.12.2015 kl. 11:36

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Gústi minn, í mínu ungdćmi (ósköp er ég farinn ađ nota ţetta orđalag oft)áttu jólasveinar heima á jólaböllum, ţar sem gengiđ var í kringum risastórt jólatré. Ţađ er líkt međ jólasveininn og Guđ ađ ég hćtti ađ trúa á slík hindurvitni löngu fyrir fermingu.

Sćmundur Bjarnason, 29.12.2015 kl. 11:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Viđ erum búin ađ skapa bćđi Jólasveina og Guđ međ ţví ađ nćgilega margir trúa á ţá ekki satt? laughing

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 29.12.2015 kl. 14:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband