2394 - Óveður

Óveðrið s.l. mánudagskvöld opinberaði að minni hyggju allt þar versta í fjölmiðlaflóru landsins, en samt sem áður líka á margan hátt það besta í þjóðlífinu. Snúum okkur fyrst að því besta. Veðurstofan stóð sig ágætlega og björgunarsveitirnar alveg frábærlega. Almenningur einnig. Hér á Akranesi sást varla nokkur bíll á ferðinni þegar líða tók á kvöldið. Það hefði vel getað verið aðfangadagskvöld þessvegna. Fjölmiðlarnir stóðu sig bæði vel og illa. Vel að því leyti að þeir komu vel til skila því sem lögregla og björgunarsveitir vildu koma til skila. Hins vegar virtust þeir vilja gera sem mest úr öllu því sem aflaga fór.

Óstöðvandi flæði slæmra tíðinda er alfa og omega flestra fjölmiðla. Venjulega eru þær fréttir meira og minna afbakaðar og greinilega til þess ætlaðar að auka fjárstreymi til viðkomandi miðla. Ekki eru þjóðfélagslegu miðlarnir svosem fésbók og twitter betri því þar er næstum undantekningalaust reynt að gera meira úr hlutunum en efni standa til.

Því fer fjarri að ég lesi af athygli þá fjömiðla sem á fjörur mínar rekur. Auk netmiðla er þar einkum um að ræða Fréttablaðið sem ég fletti oft, því ekkert þarf að borga fyrir það. Það vakti athygli mína að þegar sagt var frá fjöldamorðunum í Kaliforníu þar, var það í ómerkilegum eindálk á innsíðu sem sagt var frá glæpnum sjálfum. Hinsvegar var það undireins orðið að fjögurra dálka stórfrétt þegar rannsakendur héldu því fram að líklega væri um hryðjuverk að ræða. Eins og allir vita sem einhverntíma hafa kynnt sér Amerískar fréttir þýðir það að um islamstrúarmenn sé að ræða. Að vísu var það á innsíðu líka sem sagt var frá því, vegna þess að forsíðan er frátekin fyrir eitthvað annað, sem ég man ekki lengur hvað var.

Í einhverju blaði var spurt: „Getur Donald Trump gengið of langt?“ Að þessu var spurt í tilefni af því að hann hefur lagt til að öllum sem játa múhameðstrú verði bannað að koma til Bandaríkjanna. Ég held að hann geti það varla. (Þ.e. gengið of langt.) Minni fólk samt á að hann er aðeins að berjast fyrir útnefningu republikanaflokksins og flestir virðast reikna með að hann mundi tapa í forsetakosningunum sjálfum þó hann fengi útnefninguna.

Annars sýnist mér að næsta mál á dagskrá sé hjá flestum að koma sér í jólaskap. Og þá eiga allir að vera góðir við hvern annan, er það ekki? Varla er hægt að komast hjá jólaskapinu því jólaauglýsingarnar eru farnar að dynja óþyrmilega á landsmönnum. Mér finnst ég hafa orðð var við vissa örvæntingu hjá sumum verslunareingendum. Kannski eru auðæfi almennings ekki eins mikil og af er látið.

IMG 4272Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Donald Trump er klikkaður að mínu mati, og afskaplega lúðalegur náungi

gudlaug hestnes 10.12.2015 kl. 00:48

2 identicon

Sammála síðustu færslu um Donald Trump.

En að mínu viti er hann algjör himnasending fyrir avegaleidd bna og

sérstaklega fyrir republikana flokkinn

Páll

Páll Kaj Gunnarsson 10.12.2015 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband