45. blogg

 

Kosningaúrslitin leggjast auðvitað svolítið misjafnlega í menn. Eins og venjulega eru allir fremur ánægðir og hafa yfirleitt unnið sigur, a.m.k. varnarsigur. Sjálfur er ég auðvitað ánægðastur með að Bjarni Harðarson skuli vera kominn á þing.

Einnig finnst mér ánægjulegt að Ellert Scram skuli loksins hafa fengið uppreisn æru. Ég man að eitt sinn lét hann af hendi sæti á framboðslista sem hann átti að margra mati fullan rétt á. Kannski ætlaðist hann til þess að Sjálfstæðisflokkurinn launaði honum það síðar, en slíkt gera þannig skepnur ekki.

Ég man líka vel eftir að hafa séð Ellert í landsleik í knattspyrnu. Sumir álitu að hann hefði notið föður síns við val í liðið og ætti ekkert erindi þangað. Bauluðu jafnvel á hann þegar hann fékk boltann. Ég hafði ekki mikið vit á knattspyrnu þá frekar en nú, en ég man að mér þótti þetta ósanngjarnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband