2366 - Guðmundur Andri og góða fólkið

 

Allir sem einhverntíma hafa minnst á bloggið mitt við mig (í kjötheimum eða annarsstaðar) eru samstundis úrskurðaðir fastir lesendur þess af mér. Svo það er eiginlega svolítið varasamt en vonandi ekki hættulegt að gera það því ég hef enga leið til að vita með vissu hverjir þeir eru. Þó væri kannski hægt með töluverðri rannsóknarvinnu að þefa uppi IP-tölurnar. Ekki geri ég það samt en ímynda mér alltaf að ég sé að skrifa fyrir einhverja sem lesa bloggið mitt að staðaldri. Þeir eru ótrúlega margir en samt hef ég ekki hugmynd um hverjir það eru.

Ég er eiginlega kominn útfyrir efnið. Ætlaði sem semsagt að skrifa um „góða“ fólkið (með eða án gæsalappa – „vonda“ fólkið verður samt einhversstaðar að vera), en uppgötvaði svo að ég var víst búinn að skrifa um þetta.

Fréttablaðið er endalaus uppspretta hugmynda. Í baksíðupistlinum er beðið um „meiri maga“ og ég er alveg sammála því. Sérstaklega finnst mér gott að unglingsstúlkur sýni mikinn maga (kannski síður stútungskerlingar.) Ég er nefnilega svoddan karlrembusvín. Svoleiðis hugsa þau.

Guðmundur Andri skrifar um góða fólkið sem ekki þarf lengur á gæsalöppum að halda til að vera ekki endilega álitið svo gott. Einnig skrifar hann um verðmyndun á orðum. Einhversstaðar minnir mig að hann hafi lýst því yfir að hann setjist bara niður við tölvuna (eða ritvélina) á sunnudögum og skrifi mánudagspistilinn sinn umhugsunarlaust (eða lítið) (Hmm er ég nú farinn að ofnota svigana?)

Kannski er bara best að hafa innleggin sem flest og styst, en ég er samt dálítið nískur á myndirnar sem ég læt venjulega fylgja. Hef ekki komist uppá lag með þessar endalausu deilingar eins og sumir aðrir.

Þegar maður situr við og skoðar myndir (hjá hinum og þessum) á fésbókarfjáranum fer ekki hjá því að maður sjái eftir því að hafa ekki tekið miklu fleiri myndir um ævina sjálfur. En hvernig í ósköpunum á maður að raða þessu öllu. Það er þrautin þyngsta. Kannski verður einhverntíma hægt að kenna tölvum að þekkja fólk á myndum. Skilst að þær geti nú þegar flokkað myndir eftir almennu útliti. (Hvernig sem það er svo skilgreint.)

Spýtur í úrvali.WP 20150809 15 00 13 Pro


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband