35. blogg

 

Í gærkvöldi horfði ég á myndina "Bowling for Columbine" á alluc.org. Nei,  ég hafði ekki séð hana áður. Mér fannst hún alveg þokkalega góð en þó varla verðskulda allt það umtal sem um hana varð á sínum tíma. Vissulega fjallar hún um áhugavert efni en er eiginlega ekkert sérstaklega vel gerð.

Mér finnst þetta mjög sniðugt að geta horft á myndir og annað efni á Netinu án þess að þurfa að dánlóda það. Ég er viss um að þetta streaming er framtíðin. Á alluc.org er ótrúlega mikið efni, bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir.

 

Einn af fyrstu landsleikjunum í knattspyrnu sem ég sá var landsleikur milli Íslendinga og Bandaríkjamanna. Sennilega hefur það verið svona um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Leikurinn fór fram á Melavellinum gamla og ég man ekki með hverjum ég fór í bæinn eða hvernig ég komst aftur heim í Hveragerði. Líklegt er þó að ég hafi farið með einhverjum sem hefur haft yfir bíl að ráða, en það hafði ég alls ekki á þessum tíma. Ég man að það voru nokkuð margir áhorfendur á leiknum og ég var eitthvað að flytja mig til á áhorfendastæðunum meðan á leiknum stóð. Ég endaði með því að standa uppá þaki á skúrunum sem voru næst Hringbrautinni. Þá var nokkuð langt liðið á leikinn og Bandaríkjamönnum tókst að jafna 3:3. Alveg undir lok leiksins tókst Íslendingum svo að komast aftur yfir og leikurinn endaði 4:3. Í seinni hálfleik sóttu Íslendingar á syðra markið svo ég sá ekki vel síðustu mínútur leiksins, enda minnir mig að það hafi verið byrjað að skyggja þá. Ég held að Gunnar Gunnarsson hafi skorað lokamarkið. Gunnar held ég að sé eini Íslendingurinn sem hefur verið á sama tíma Íslandsmeistari í knattspyrnu og í skák.

Ástæðan fyrir því að ég man svona vel eftir þessum leik er sú að þegar leiknum lauk stökk ég ofan af skúrþakinu þar sem ég var staddur og sneri mig svo illa á löppinni að ég var í marga daga að jafna mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband