2336 - Verkföll og vandræðaástand

Er það virkilega svo að heitasta málið í íslenskri pólitík í dag sé hvort einhver hafi ælt í fylliríi eða útaf veikindum. Eiginlega er mér alveg sléttsama. Hef greinilega misst af einhverju afar mikilvægu. Simmi greyið hefur einstakt lag á því að fá alla upp á móti sér. Sennilega er hann bara að úthugsa brelluna sem hann ætlar að beita í næstu kosningum. Vonandi mistekst hún. Erfitt verður að hoppa úr 8 prósentum í eitthvað sem munar um.

Ef heimilin í landinu, á raunverulegum láglaunum, (sem búið var með ærinni fyrirhöfn að telja þeim trú um að væru nokkuð há) tóku á sig miklu stærri skell í hruninu en fyrirtækin og auðmennirnir er þá ekki skynsamlegt að þau fái aðeins meira en sem nemur aukningu á þjóðarframleiðslu þegra bati verður? Er það ekki þetta sem kjaradeilurnar í raun snúast um. Bjarni og Sigmundur vilja að fyrirtækin verði stöndug en er sléttsam þó heimilin í landinu verði að bíða enn um sinn og með réttum ruglingstölum er kannski hægt að halda þeim þar. Þannig vinnur kapítalisminn. Sá arður sem til verður í þjóðfélaginu fer að stærstum hluta til fyrirtækjanna, heimilin eru bara afgangsstærð.

Ég get vel fallist á að vandi alþingis sé fyrst og fremst leikjafræðilegur eins og einhver hefur bent á. Meðan því er þannig varið að bestur árangur næst með því að koma í veg fyrir að andstæðingurinn nái sínum málum fram, skiptir engu máli þó hver einasti þingmaður lýsi því yfir að þennan málþófsgír þurfi að laga, það gerist ekkert meðan það skilar augljóslega bestum árangri að vera með sem mestan þumbarahátt.  Allir þingmenn hljóta að álíta sín mál betri en andstæðinganna og þess vegna hvarflar ekki að neinum að gefa eftir. Það væri líka hættulegt.

Aðilar vinnumarkaðarins eru ekki í jafnmiklum vandræðum og alþingi. Þess vegna er alveg hugsanlegt að saminn verði friður þar þegar búið er að bíða nógu lengi, til að valda sæmilegu tjóni. Ástandið sýnir vel að vinnudeilur eru yfirleitt leystar í tveggja manna tali.

Slæmt er hve mikið er skrifað. Betra væri að það væri miklu minna. Samt er ég ekki viss um að ég mundi skrifa minna þó svo væri. Ég álít sjálfan mig nefnilega svo snjallan penna að það væri miklu nær að aðrir dræju úr sínum skrifum.

Hef á tilfinningunni að við séum á leiðinni inní kuldatímabil. Jafnvel hafístímabil. Hvar er nú heimshlýjan sem öllu átti að bjarga. (eða tortíma) Vil bara fá hana strax. Þetta er ekki viðunandi. Annars er allt óðum að grænka um þessar mundir þó hálfkalt sé.

IMG 2301Við höfnina (á Akranesi)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband