2329 - Verkföll o.þ.h.

Á veltiárunum fyrir hrun var aldrei farið í verkfall. A.m.k. ekki hjá stóru félögunum eins og VR en þar var ég kunnugastur. Hvers vegna var það? Jú, ég get sagt ykkur það. Á þessum tíma tíðkaðist að yfirborga næstum alla. VR var mjög óvinsælt félag. Launataxtar þeirra voru langt fyrir neðan það sem algengast var að borga. Með þessu móti voru tennurnar algjörlega dregnar úr VR. Atvinnurekendur þurftu ekki annað en hóta að borga eftir umsömdum töxtum. Það jafngilti uppsögn. Þessvegna var VR sæmst að halda sig á mottunni.

Svo kom hrunið og þá voru taxtalaunin það eina sem var í boði. Nú batna kjörin aðeins og fólk sér að umsamdir launataxtar eru ekki tóm vitleysa. Ýmis réttindi sem áður skiptu engu máli eru allt í einu orðin mikils virði. Þetta finnst mér vera að gerast núna í sem allra stystu máli.

Núverandi ríkisstjórn virðist ætla að láta reyslulausan og mjög hægrisinnaðan forsætisráðherra teyma sig útí það foræði, sem verkfallsátök þau sem framundan eru vissulega virðast. Sú þvermóðska sem ríkisstjórnin sýnir verkafólki er einkennileg. Auðvitað vita verkalýðsforkólfar mætavel að of háir samningar geta valdið verðbólgu, en er betra að drepast eða verða gjaldþrota, en búa við þá verðbólgu sem áður tíðkaðist.  Verkalýðsfélög og atvinnurekendur gætu í sameiningu neytt ríkisstjórnina til að gera hvað sem er. Og kannski gerist það einmitt.

Að mörgu leyti má búast við að erfiðara sé að fara í langt verkfall nú en áður var. Belti og axlabönd verslunareigenda t.d. eru bankarnir og greiðslukortin. Ekki verður gefinn frestur á að greiða skuldir þó verið sé í verkfalli. Einhverntíma hefðu bankarnir samt lamast við að VR færi í verkfall. Nútildags eru allsherjarverkföll ekki það eina sem til greina kemur. Hægt er að reikna út hvar tjónið verði mest. Verkföll eru eina vopn verkalýðsins. Atvinnurekendur hafa mörg.

Hef svosem nóg að gera annað en fást við að blogga um þessar mundir. Bý eiginlega á tveimur stöðum núna og er að undirbúa að flytjast til Akraness. En ekki meira um það. Set þetta bara upp núna af því það er föstudagur. Stutt er þetta og kannski þunnt, en ég get ekki gert betur en þetta akkúrat núna.

WP 20150428 08 43 04 ProVinnusvæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sú þvermóðska sem ríkisstjórnin sýnir verkafólki "

ef kæmu sameiginlegar kröfur frá  hlutaðeigandi þá mundi núverandi ríkisstjórn samþykkja þær innan klukkustundar

Grímur 8.5.2015 kl. 20:50

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Grímur minn, það vantar allt traust milli þeirra sem þú kallar "hlutaðeigandi". Þetta finnst mér a.m.k. Og hver eyðilagði það? Ekki veit ég það, en finnst ástandið í þjóðfélaginu vera þannig.

Sæmundur Bjarnason, 10.5.2015 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband