2247 - Hanna Birna einu sinni enn

Ég þykist alltaf vera voða vel að mér í tæknilegum málefnum þegar ég skrifa hér á bloggið. Sannleikurinn er samt sá að ég finn mjög til vanmáttar míns í þeim efnum. Ráðið til þess að vera eins og einhver expert í því öllu saman er að skrifa bara um það, sem svo vel vill til, að maður þekkir sæmilega (helst af eigin reynslu) og láta eins og allt annað skipti litlu sem engu máli.

Það sem mest hefur hrjáð mig í allnokkur ár er visst jafnvægisleysi. Í sumar átti ég t.d. í vandræðum með að standa lengi á annarri löppinni. Svo rammt kvað að þessu að ég þurfi að styðja mig við vegg á hverjum morgni til að komast í buxurnar. Að þetta skyldi alveg snarbatna við að ég hef undanfarið stundað gönguferðir á morgnana kom mér með öllu á óvart. Bráðum er ég líka búinn að léttast um ein 20 kíló og óhætt er að segja að allir smákvillar sem hrjáð hafa mig að undanförnu séu með öllu horfnir. Auðvitað er þetta ekki allt gönguferðunum einum að þakka heldur borða ég bæði hollari mat nú um stundir og mun minna af honum. En gönguferðirnar og útiveran eru áreiðanlega hluti af þessu. Get ekki annað en mælt eindregið með þessu. Þetta er enginn vandi.

Hanna Birna kemst varla í gegnum þetta eins og aðra stórsjói sem komið hafa. Vissulega hefur hún níu líf eins og kötturinn. En röðin kemur óneitalega að níunda lífinu að lokum. Sennilega er hún nánast búin að tryggja sér stuðning SDG og Bjarna við sína útgáfu af atburðum. Réttara er auðvitað að segja að hún hafi platað þá. Auðvitað sér hún eftir þessu öllu og pólitísku lífi hennar er lokið, en hún segir ekki af sér ráðherradómi úr þessu ef hún sér einhvern möguleika á að halda áfram. Samt eru allar líkur á að vantraustlillaga verði flutt og jafnvel samþykkt. Það sem mér finnst að allir bíði eftir núna er skýrsla umboðsmanns alþingis.

Merkilegt að Jack Daniels skuli vera að eyða púðri á Pál Vilhjálmsson moggabloggara og meðreiðarsvein Doddssonar. Fyrir löngu er hann orðinn með öllu ómarktækur í mínum huga. Auðvitað á Jack Daniels nóg af svörtu púðri en samt  finnst mér athugandi að eyða því á verðugri andstæðinga. Páll Vilhjálmsson getur reynt að styðja frú Hönnu Birnu í baráttu sinni fyrir áframhaldandi ráðherfudómi, en það er með öllu vonlaust verk. Hún finnur ætíð uppá nýjum afglöpum. Samt þorir Bjarni Ben. ekki annað en að styðja hana því hann óttast reiði Doddssonar, sem gerir óspart grín að tillögum hans til stjórnunar sjálfgræðisflokksins. Þetta er nú bara minn túkall í stjórnmálalegu tilliti.

Kannski ég setji þetta bara upp núna, það er hvort eð er orðið langt síðan ég hef bloggað, muni ég rétt.

IMG 1891Steinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það eru orð að sönnu með Pál og meðreiðarsveina Doddsons. Mér finnst moggablöggið farið að vera kjánalegt og aðhlátursefni á köflum. Halda þeir að fólk trúi því sem þeir rembast við að skrifa? Enda er ég hætt að lesa blogg ákveðna einstaklinga hér á blogginu því maður fær kjánahroll.

Aftur á móti eru gönguferðir mein hollar.

Margrét 18.11.2014 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband