2240 - Við borgum ekki, við borgum ekki

Sigmundur Davíð vill að sjálfsögðu halda til streitu harðri stefnu sinni gagnvart útt-lendingum í þeirri von að hann geti aftur platað fólk til að kjósa sig. Bjarni Ben. er allt í einu orðinn besti vinur smælingjanna og vill semja um allan fjandann. Að mörgu leyti líst mér betur á stefnu Bjarna því við Íslendingar erum svo fáir og smáir að við verðum að sætta okkur við það sem milljónaþjóðirnar ákveða í gjaldeyris og peningamálum. Auðvitað vinnum við einstöku sinnum í happdrættinu, en deila má um hvort það hafi verið sérstakur happadráttur að fá SDG. Auðvitað var samt gott að fá þann úrskurð sem við fengum í Icesave-málinu, en á endanum getur verið að við þurfum að borga fyrir staffírugheitin.

Alltaf er ágætt að vera vitur eftirá. Ólafur Ragnar er meistari í eftiráspeki. Þegar ég (ásamt mörgum fleiri) kaus hann fyrir margt löngu var það einkum vegna hinnar alþjóðlegu reynslu sem hann óneitanlega hafði. Heimóttarskapurinn hefur aldrei borgað sig fyrir okkur Íslendinga. Við græddum á stríðinu þó flestir aðrir (einkum í Evrópu) töpuðu á því. Bandaríkjamenn eru undanskildir enda vilja ótrúlega margir hér á landi umfram allt líkjast þeim. Sú pólitík sem þar er rekin hentar okkur samt alls ekki. Sú kratíska hugsum sem gegnsýrt hefur Norðurlandapólitík til þessa er miklu heppilegri fyrir okkur.

Of mikill ákafi í pólitík er oftast til hins verra. Kannski er einmitt núna kominn tími uppgjörsins innan ríkisstjórnarinnar. Í Landsbakamálinu takast þeir augljóslega á Bjarni og Sigmundur. Mestar líkur eru á einhvers konar bræðingi þar sem báðir geta þóst hafa unnið. Raunverulegur sigur Sigmundar hlýtur þó að felast í því að ráðherrar framsóknar verði jafnmargir hinum. Þar sneri Bjarni á Sigmund þegar núverandi stjórn var sett á laggirnar.

Stutt blogg eru betri en löng. Þetta blogg er stutt og ég er að hugsa um að lengja það ekkert úr þessu. Um að gera að blogga nógu oft. Fólk heldur þá að maður fylgist með fréttum. Í sannleika sagt þá skrifa ég bara um það sem mér dettur í hug. Fréttir hafa lítil áhrif á það. Hvort margir eða fáir lesa bloggið mitt skiptir mig litlu máli. Til að fá sem flesta til að lesa spekina úr sér er þó best að vanda sig við fyrirsögnina. Hún skiptir mestu máli.

IMG 1856Fornminjar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband