2235 - Um byssur o.fl.

Ég er þeirrar skoðunar að Alþingi muni aldrei samþykkja nýja stjórnarskrá sem líkleg er til að draga úr valdi þess. Það er þó einmitt það sem meirihluti fólks sennilega vill og telur vera raunverulegt lýðræði.

Með lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum árið 1944 var hins vegar ákveðið að hér skyldi vera þingbundið lýðræði. Með öðrum orðum fulltrúalýðræði.

Beint lýðræði er þó það sem margir virðast vilja og álíta líklega að sú tegund lýðræðis sem hér hefur ríkt í meira en 70 ár henti okkur Íslendingum alls ekki. Beint lýðræði væri hugsanlegt hér, einmitt vegna fámennis þjóðarinnar. Hjá milljónaþjóðum væri það eflaust óhugsandi.

Sé ekki frá því gengið að völd Alþingis haldist (að mestu a.m.k.) er lítil von til þess að það Alþingi sem nú situr samþykki þau stjórnarskrárdrög sem þar liggja fyrir. Ekki er hægt að ætlast til að núverandi stjórnvöld leggi lykkju á leið sína til að þóknast stjórnarandstöðunni að þessu leyti.

Vel getur samt verið að fyrir næstu alþingiskosningar verði þetta mál til umræðu.

Man ekki hvort ég hef skrifað um þetta áður og nenni ekki að gá að því. Ég hugsa að ég hafi sjaldan orðið eins hissa og þegar ég horfði á myndbandið af „The invisible gorilla“ í annað skipti. Þetta myndband er auðfundið á Youtube og þó ég linki ekki í það hér er mjög auðvelt að finna það þar og svo eru líka margar aðrar sjónhverfingamyndir þar. Ég sá nefnilega alls ekki górilluna í fyrsta sinn sem ég horfði á myndbandið og trúði því varla að hún hefði verið þarna. Man að ég hugsaði: „Eru sjónhverfingar þá virkilega svona einfaldar?“ Mæli hiklaust með að menn kynni sér þetta sjálfir á youtube og gæti þess að horfa vel á fyrri hluta myndbandsins og fara nákvæmlega eftir þeim fyrirmælum sem þar eru gefin.

Því er ekki að neita að t.d. Egill Helgason og Ómar Ragnarsson eru ansi duglegir við bloggið og gott ef þeir hafa ekki heilmikil áhrif. Jónas Kristjánsson er að sjálfsögðu mikið lesinn líka, en hann er ekki nærri eins orðvar og þeir hinir. Kannski er hann þessvegna áhrifaminni. Já, þeir eru afar duglegir og skrifa bara um pólitískt rifrildi og fréttir. DV stingur að vísu á mörgu kýlinu, en er samt mikið fyrir að skjóta fyrst og spyrja svo.

Allir stjórnmálaskribentar í dag eru uppteknir af byssumálinu. Hvernig er hægt að klúðra málum svona gersamlega? Mér finnst allir sem um þetta hafa fjallað hafa gert tómar vitleysur. Ég undanskil ekki þá sem deilt hafa á lögregluna. Lögreglan er ekki framlenging á ríkisstjórninni og ég geri alls ekki ráð fyrir að ríkisstjórnin sé svo skyni skroppin að láta á slíkt reyna. Traust milli lögreglu og almennings hefur verið fremur mikið hér á landi hingað til, en byssumálið getur hæglega skemmt slíkt.

IMG 1798Já, það er gott að hvíla sig eftir langt og strangt ferðalag.

IMG 1809Ágætt að vita að þetta er göngustígur, en ekki eitthvað allt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þú ert raunsær Sæmundur. Þetta alþingi og folkið þarumkring er ekki samspila okkur í því sem okkur liggur næst á hjarta. En ég er fæddur í Kringlumýrinni í RVK en fluttist til Selfoss 1954 held ég. Vann  í kjötbúð KÁ með Ingólfi Bárðars. Eldri systir mín er gift Dodda rafvirkja á Selfossi og búa þau þar enn sjálfur fór ég aftur í RVK ca. 1960.. Þú skrifar um vopnakaupin. þann 6-6-2010 voru keyptar margar margar KP5 í Noregi. Ein kona úr Landsbankanum og tveir úr ráðuneytum ef ég man rétt, fóru með tvo miljarða til Noregs og keiptu þá þennan aragrúa af gömlu gerðinni semsagt KP5. Ég hef pappíra undir höndum sem staðfeta þetta að miklu leiti. Þessvegna þetta fjaðrafok út af þessu "nýju" KP5!!.Rannsóknarblaðamennska hér er ekki upp á marga fiska nema hjá örfáum. Er svo slæmt ástandið og hræðslan svo mikil hjá "klíkunni að það er ruðst inn á mína einkatölvu og skjöl fjarlægð. Nú er ég bara venjulegur ellismellur eins og þú "1943" og ætti að fá að vera í friði. Ég er búinn að vera tæp 40 ár erlendis í Svíþjóð og nú seinast í góða landinu Norge og fer sennilega þangað alfluttur næsta vor ef heilsan verður ok. Þar hef ég núna mínar rætur og þjóðerniskennd.

lifðu heill Sæmundur

Eyjólfur Jónsson, 25.10.2014 kl. 13:15

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Eyjólfur.

Ég man vel eftir Ingólfi Bárðar. Vann í Pantanadeildinni hjá Helga Ágústssyni. Tók að mig minnir mynd af Ingólfi þar sem hann stökk yfir 1,83 í hástökki á Þjórsártúnsmóti. Byssumálið er að stærstum hluta stormur í vatnsglasi. Gangi þér vel.

Sæmundur Bjarnason, 26.10.2014 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband