2128 - Austurvöllur í björtu

og fallegu veđri. Sótsvart og fyrirferđarmikiđ alţingishúsiđ spillir samt svolítiđ ţessari rómantísku mynd. Samt eru flestir ţangađ komnir til ađ einblína á ţađ. Kakósölukonan slappar af á gamla eldhúskollinum sínum, ţví fáum er svo kalt ađ ţeir vilji kaupa kakóbolla á fimmhundruđkall. Stórt svćđi framan viđ húsiđ er afgirt međ lögregluhindrunum úr málmi.

Fór í gćr niđur á Austurvöll til ađ taka ţátt í mótmćlunum. Sennilega voru heldur fćrri ţar ađ ţessu sinni en á mánudagskvöldiđ. Margir samt og girđingin sem lögreglan hafđi komiđ upp, fékk í sig endurtekin og háttbundin spörk og önnur högg, sem sköpuđu talsverđan hávađa. Fáir voru međ búsáhöld međ sér. Hamrar voru ţó algengir. Bćđi buffhamrar og ađrir. Ekki var ţó ađ sjá neina missmíđi á girđingunni og sýndist mér ađ lögreglan héldi sig alfariđ innan hennar ásamt einkennisbúnum ljósmyndurum. Flygildi eitt sem líklega innihélt myndavél sveimađi yfir.

Ekki er ţví ađ neita ađ sú stađreynd ađ ţátttakendum fjölgađi ekki frá mánudagskvöldinu kann ađ ţýđa ađ ríkisstjórninni takist ađ koma ćtlunarverki sínu í framkvćmd. Stjórnarandstađan gerir ţó sitt allra besta til ađ hindra hana í ţví. Sú ofuráhersla sem ríkisstjórnin leggur á ađ slíta ESB-viđrćđunum sem allra fyrst gćti bent til ţess ađ fleira en viđ blasir hangi á spýtunni. T.d. uppstokkun á ráđherraliđinu. A.m.k. er Gunnar Bragi hvumpnari en efni standa til. Man eftir ađ hann kvartađi yfir ţví í tíđ síđustu ríkisstjórnar ađ fjölmiđlamenn töluđu aldrei viđ sig. Nú er ţessu frekar öfugt fariđ. Ekki veit ég hvort er betra. Bjarni Benediktsson fylgdist líka verr međ en hćgt var ađ ćtlast til í Kastljósţćttinum á mánudagskvöldiđ og var mjög dreymandi á svipinn. Ef ekkert líkt ráđherrahrókunum er á döfinni ţá er viđsnúningur Bjarna Benediktssonar í ţessu máli illskiljanlegri en ella.

Getur einhver hjálpađ mér viđ ađ finna gamlar bloggfćrslur eftir Gísla Frey Valdórsson sem hann er núna búinn ađ eyđa hjá sér, spurđi Einar Steingrímsson á fésbókinni sinni. Og ekki stóđ á svarinu. Ţetta er heldur enginn sérstakur vandi. Ţađ er fátt sem Internetiđ gleymir. Man ađ ég hugsađi um daginn ţegar veriđ var ađ rekja garnirnar í sjónvarpinu úr ţeim sem ţekktu Svanhildi Hólm ađ hún bloggađi oft skemmtilega undir nafninu Ljósvakalćđan í denn. Kannski vćru krakkarnir hennar samt ekki mjög hrifin ef ţađ vćri rifjađ upp. Internetiđ er ađ gerbreyta heiminum ţessa dagana, vikurnar, mánuđina og árin. Pólitíkusar dagsins og ađ sjálfsögđu blađamenn allir, eiga oft erfitt međ ađ gera sér grein fyrir ţessu.

Hiđ valkvćđa minni manns er stundum gagnlegt ţegar mađur eldist. Ţá kemur kannski í ljós ađ mađur man eftir hlutum sem vel er hćgt ađ sannreyna. Áđur fyrr var ţađ ekki svo. Enda voru sagnfrćđingar fyrri tíma á móti ţví ađ taka trúanlegar ćvisögur manna. Pćldu fremur í afgömlum skýrslum um hitt og ţetta og reyndu ađ framkvćma einhverjar gáfulegar athuganir á ţeim. Ég sé alveg fyrir mér sagnfrćđinga framtíđarinnar, sem ekki ţurfa ađ standa upp frá tölvunni allan liđlangan daginn og hafa úr gríđarlega miklu efni ađ mođa. Ćttfrćđin og bókmenntirnar koma sér t.d. oft vel fyrir mig, ţó ég eigi til ađ gleyma hvort ég sé búinn ađ setja sykur í kaffiđ mitt. Heilinn starfar oft undarlega. Jafnvel undarlegar en mađur getur ímyndađ sér.

Ţeir Hallmundur Kristinsson, Bjarki Karlsson og Kristján Björn Snorrason kveđast á međ limrum. Ekki gćti ég ţađ. Ég vil bara halda ţví til haga ađ telpukorniđ heitir Tinna, sem ţeir yrkja viđstöđulaust um á Bođnarmiđinum. Hvađ er Bođn? Og hvađ er mjöđur. Minn grunur er nefnilega ađ ţađ séu furđumargir sem vita ţađ. Ef ekki ţá er hćgt ađ prófa ađ spyrja Gúgla frćnda. Hann veit ýmislegt.

Auk ţess legg ég til ađ Ásgautsstađir verđi gerđir ađ einum allsherjar vísundabúgarđi og ţar verđi framleiddir buffalaostar sem allir megi kaupa nema MS. (Ţ.e. mjólkursamsalan) Sauđnaut mćtti hafa ţar líka. Eđa a.m.k. bjöllusauđi.

IMG 5965Rusl.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband