2087 - Pólitík og lögregluofbeldi

Gera má ráð fyrir að fyrst um sinn a.m.k. muni Framsóknarflokkurinn græða á því að formanni hans skuli hafa tekist að koma með tillögur til lausnar skuldavanda heimilanna enda sýna skoðanakannanir það. Að vísu er upphæðin hjá flestum lægri en búist var við. Tekist hefur þó að gera málið allt fremur illskiljanlegt. Kannski núllast ávinningur flokksins út vegna hissings svokallaðs utanríkisráðherra útaf stöðvun IPA-styrkjanna. Sú uppákoma er sennilega neikvæð fyrir flokkinn.

Samkvæmt skoðanakönnunum sveiflast fylgi flokkanna nokkuð hratt upp og niður. Mér finnst niðurlæging Sjálfstæðisflokksins miklu merkilegri tíðindi en (tímabundin) upphefð Framsóknarflokksins. Tilraunin með Samfylkinguna mistókst einfaldlega og á vinstri vængnum stefnir í svipað ástand og fyrr.

Ef núverandi stjórnarflokkar svíkja þjóðina um allar þjóðaratkvæðagreiðslur á kjörtímabilinu  getur það orðið þeim dýrkeypt. Það er svo margt sem breyst hefur undanfarin ár að menn (eða allmargir þeirra a.m.k.) vilja endilega þjóðaratkvæðagreiðslur. Kannski er alveg sama hvað spurt verður um í slíkri atkvæðagreiðslu.

Hluti af því Bandaríkjadekri sem einkennt hefur hægri menn hér á Íslandi undanfarna áratugi er atlaga þeirra að ríkisútvarpinu. Samt er ástæða til að minnka þá báknmyndun sem þar hefur átt sér stað að undanförnu. Menningarlega eigum við mun meiri samleið með Evrópu en Bandaríkjunum. Allt er þetta mál þó afar vandmeðfarið og sú herferð sem nú er í gangi til að tryggja óbreyttan rekstur ríkisútvarpsins hefur á sér talsverðan pólitískan svip.

„Tveir sérsveitarmenn skotnir í aðgerðunum í Hraunbæ“. Þetta er fyrirsögn úr DV. Almennt hefur orðalagið að vera „skotinn í“ allt aðra merkingu en að verða fyrir skoti. Þetta hefðu fyrirsagnameistarar blaðsins átt að athuga. Hægt hefði verið að orða þetta á margvíslegan annan hátt, ef metnaður hefði verið fyrir hendi. Fyrirsagnir þurfa að vera þannig samdar að erfitt sé að snúa útúr þeim.

Það fer ekkert á milli mála að þau tvö tilfelli lögregluofbeldis sem mest eru milli tannanna á fólki þessa dagana eru atvikin á Laugavegi í sumar og það í Hraunbæ fyrir skemmstu. Ég fer ekki ofan af því að í báðum þeim tilfellum var sýnd of mikil harðneskja. Lögreglan veit það sjálf og einnig að í mörgum (eða flestum) þeim tilfellum þar sem einstaklíngar eru óánægðir með aðgerðir hennar er um bráðnauðsynlegan hlut að ræða.

Óhlýðni gegn valdstjórninni er ekki merkingarlaus frasi heldur er ekki hægt að neita því að flest það sem til framfara heyrir í mannréttindamálum og öðrum skyldum efnum hér á landi hefur til orðið vegna þeirrar óhlýðni. Um leið eru þær valdheimildir sem lögreglan þó hefur lífsnauðsynlegar og tilvera hennar sjálft límið í þjóðskipulaginu.

IMG 5174Skrautlegur steinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband