2076 - Prófkjör

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins reyna að gera sem mest úr því að prófkjör flokksins í Reykjavík hafi verið misheppnað. Víst var það svo að mörgu leyti. Kjörsóknin var léleg ef miðað er við þá bestu í fortíðinni. Úrslitin voru heldur ekki góð fyrir flokkinn. Langtímamarkið hans hlýtur að vera að ná aftur völdunum í Reyjavík og gera höfuðborgina að höfuðvígi flokksins. Aðrir bæir í nágrenninu henta ekki nærri eins vel til þess.

Ekkert útlit er fyrir að þetta takist. Aðkoma flokksins að málefnum borgarinnar hefur hingaðtil ekki verið með þeim hætti að það stuðli að slíku. Andstæðingar hans óttast þó að svo geti farið. Landsmálin ráða oft miklu um úrslitin í Reykjavík. Óvinsæl ríkisstjórn mun ekki hjálpa flokknum. Engar horfur eru á almennri ánægju með störf ríkisstjórnarinnar á næstunni. Líklegt er að skuldamál heimilanna muni enn dragast og ekki er endalaust hægt að kenna fyrri stjórn um allt sem miður fer.

Stjórnarandstaðan er þó sjáfri sér sundurþykk og ósamstaða hennar mun valda því að áhrif hennar verða lítil. Helsta von hennar er sú að náttúruverndarmálin verði stjórninni að falli. Græðgi hennar verði of mikil. Ástandið í þjóðfélaginu er alls ekki það sama og fyrir Hrun. Andstaðan gegn ESB og flugvallarfylgispektin munu þó fara minnkandi og útlit er fyrir að hvorugt muni hafa úrslitaáhrif í komandi sveitarstjórnarkosningum. Pólitíkin er þó óðum að detta í sitt fyrra horf og naggið og rifrildið að verða allsráðandi. Landslagið er þó verulega breytt. Sérhagsmunahópar allskonar eiga vegna tækninnar mun auðveldara með að ná saman en áður var. Það hefur hvað eftir annað sýnt sig bæði hér og erlendis.

Einhverjir hafa e.t.v. búist við því að hagræðingarhópurinn væri einskonar yfir-ríkistjórn sem ætti að segja Sigmundarstjórninni fyrir verkum. Svo var ekki, þetta voru bara gasprarar sem þurfti að þagga niður í og á endanum sömdu þau lista sem kannski verður hægt að nota og kannski ekki. Sigmundur lifir held ég ennþá í þeirri von að fá ráðherra til viðbótar og ætlar sér hugsanlega að gera Ásmund Einar að slíkum til að komast enn hjá því að sparka Vigdísi uppávið.

Læt ég svo lokið mínum daglegu (eða næstum því) stjórnmálahugleiðingum.

Enn og aftur er ég að hugsa um að minnast á heimsmeistaraeinvígið í skák. Þar er Carlsen með 4,5 vinninga gegn 2,5 vinningum Anands. Áttunda skákin var tefld í morgun. (Í dag þriðjudag.) Afar litlar líkur eru á að Carlsen glutri þessari forystu niður. Hernaðaráætlun hans hugsa ég að sé núna að láta Anand sækja og bíða þess að hann gangi of langt.

Læt þetta bara duga. Dettur ekkert krassandi í hug.

IMG 4659Kirkjugarður á mörgum hæðum (veitir ekki af).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband