2045 - Skólavogin

Þó ég hafi rekist á bloggið hans Óskars Helga fyrir tilviljun fylgist ég svo illa með fréttum að ég hafði ekki frétt neitt af því að skólastjórinn í Borgarnesi hefði sagt af sér. Þó átti ég um tíma heima í Borgarnesi. Ekki hafði ég heldur heyrt neitt á skólavogina svonefndu minnst áður. Svona er ég nú útúr heiminum.

Gylfi Ægisson stendur í ströngu. Kvennahlaup er hlaupið á vorin. Sennilega á kvennadaginn. Gott ef karlar mega ekki alveg vera með ef þeir vilja. Held bara að þeir vilji það ekki. Í Hveragerði var til skamms tíma hlaupið á sama tíma og kvennahlaupið svokallað karlrembuhlaup. Þeir hlupu sömu leið og kvenfólkið og á sama tíma en bara á móti þeim. Næsta sumar verður sennilega bæði gleðiganga og Gylfaganga. Kannski ekki á sama tíma. Það gæti ruglað einhverja. Á móti kemur að þátttaka gæti orðið mikil og báðir aðilar gætu eignað sér hana.

Eins og like-appið, sem Atli Harðarson skrifaði um á fésbókina nýlega, er nú merkileg og góð uppfinning, datt mér strax í hug hve góð uppfinning það væri að finna líka upp app sem læsi og legði satusana á minnið. Það væri jafnvel enn meiri vinnusparnaður að því. Jafnvel yrði með tímanum hægt að sleppa því alveg að fara á fésbókina. Það er að vísu dálítið langt inni í framtíðinni, en vel mögulegt.

Á þingi er mikið rifist um ávarpsorðin „hæstvirtur“ og „háttvirtur“ og hvernig gallabuxur eigi að vera á litinn. Þingforseti hamast við að útskýra venjur og siði. Björn Bjarnason bloggar um þetta mál og virðist telja að með þessu megi koma í veg fyrir að þingmenn fari að slást. Þau vinahót sem felast í þessum ávarpsorðum og öðrum venjum og siðum eru óttalega gervileg. Ég les að vísu næstum aldrei blogg Björns Bjarnasona og veit ekki nákvæmlega hvað hann hefur að segja um þetta mál, en fylgist stundum með sjónvarpsumræðum úr þingsal. Virðing þingsins meðal þjóðarinnar er lítil, enda haga þingmennirnir og þingflokkarnir sér oft þannig að alls ekki hægt að ætlast til slíks. Að setja lög um þessi málefni væri fáránlegt í meira lagi.

Eitthvað birti ég á minni síðu um daginn varðandi Óskar Helga Helgason og nú er hann greinilega kominn á síður Moggabloggsins aftur. http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/ og er það gott. Um að gera að sem flestar raddir hljómi hér.

IMG 4088Blómskrúð.


mbl.is Skólastjóri hættir vegna Skólavogar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband