2030 - Óbermið hann Óbama

Athyglisvert er það sem DV segir um Vigdísi Hauksdóttur. Hún hótaði RUV bara óvart og meinti ekkert með því. Þetta er satt að segja ekki mjög sannfærandi. Hún er óhæf til að gegna því embætti sem Framsóknarflokkurinn hefur ætlast til af henni. Sigmundur Davíð þarf að losa sig við hana til að verða sjálfur tekinn alvarlega. Það er ekki nóg að hafa komið í veg fyrir að hún yrði ráðherra. Sennilega er hún líka óhæfur þingmaður. Það er margt sem bendir til þess. Ég hef ekki fjölyrt mikið um Vigdísi hingað til en nú tekur steininn úr. Það er ekki hægt að hóta með þessum hætti. Ef hún kann ekki betur en þetta að fela eigin hugrenningar þá er þetta ekki starf fyrir hana. Svo einfalt er það.

Kvart Framsóknarflokksins og kvein um óþæga fjölmiðla er ekki til þess fallið að auka samúð með þeim. Eðli alvöru fjölmiðla er að vera á móti ríkjandi stjórnvöldum á hverjum tíma. Séu þeir það ekki eru þeir stórgallaðir og mjög eðlilegt er að gera ráð fyrir þöggun eða mútum. Hvorttveggja er þó oft líklegast. Svo sterkt getur ritstjórnarvald samt orðið að fréttafólk leggi meira uppúr trúnaði sínum við ritstjórann en stjórnvöld. Ég nefni engin nöfn en Morgunblaðið kemur óneitanlega upp í hugann. Samt er það alveg ágætt á mörgum sviðum. Hrunfréttir þar er samt lítið að marka. Jafnvel eru blaðamenn þar ekkert skárri en kollegar þeirra á DV hvað það snertir, þó auðvitað séu áherslurnar aðrar.

Ég er búinn að vera undanfarna viku í fríi í Ölfusborgum og veðrið hefur verið í heildina sæmilegt, þó dálítið hafi rignt. Það er ágætt að vera þar og fljótlegt að skreppa í bæinn ef þörf krefur. Næst á dagskránni er stutt ferð til Ítalíu en þó ekki alveg strax. Nú þarf ég að drífa mig í að koma þessi á Moggabloggið svo fólk haldi ekki að ég sé alveg dauður.

Listaverk eftir konuna mína er í Bankastræti og blasir ágætlega við ef farið er frá Lækjartorgi upp Bankastræti (vinstra megin). Það er Arion-banki sem stendur fyrir þessu svo greinilega er þeim ekki alls varnað.

Dómurinn yfir Bradley Manning er hneyksli. Bandaríkjastjórn er án nokkurs vafa orðin mesta Stóra Bróður-stjórnin í heiminum. Pútín Rússlandsforseti kemst ekki með tærnar þar sem óbermið hann Óbama hefur hælana. Margt gott má auðvitað um bandarískt þjóðlíf segja en í mannréttindamálum er bandaríska ríkisstjórnin alveg úti að skíta. Undarlegast af öllu er að henni virðist samt hafa tekist að múlbinda alla helstu fjölmiðlamenn þessa forysturíkis um frelsi í heiminum. Þjóðremban þar er orðin slík að búast má við sprengingu fyrr en síðar. Þeir hafa að vísu mun meiri rembuástæðu en Sigmundur en öllu má ofgera.

IMG 3589Aflimað tré og grænt gras.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Vigdís Hauksdóttir er góður þingmaður að mínu áliti, hún talar opinskátt um hlutina og er ekki að fela neitt.Ef fólk getur ekki tekið því að einhver hafi skoðun og segi þá skoðun afdráttarlaust,nú þá er alveg víst að sú leyndarhyggja sem kollríð hér öllu á árunum 2009-13 haldi áfram,og er það ,það sem fólk vill?

Sandy, 24.8.2013 kl. 17:38

2 Smámynd: Elle_

Já, sammála Sandy um Vigdísi Hauksdóttur.  Vigdís er heiðarlegur og hæfur stjórnmálamaður og með þeim langhæfustu.  Það væri mikill missir ef Framsókn eða Sigmundur losuðu sig við Vigdísi eins og þú vilt, Sæmundur.

Elle_, 24.8.2013 kl. 19:41

3 identicon

Sæll Sæmundur; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Sandy og Elle !

Burt séð; frá utanríkismála þætti, greinar Sæmundar síðuhafa, eru Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, svo dæmi séu tekin, tveggja auðvirðilegra persóna, nákvæmlega sömu HRÆÆTURNAR, og húsbændur þeirra, Halldór Ásgrímsson og óþrifa klíka hans, hafið þið ekki eftir tekið, fornvinkonur góðar.

Munið; Pótemkín tjöldin stöllur - sams konar tjöld, leynast víða, í okkar samtíma einnig, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 24.8.2013 kl. 22:44

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Framsóknarflokkurinn var talsvert vinstri sinnaður en Halldór Ásgrímsson færði hann töluvert til hægri og satt að segja hefur hann ekki borið sitt barr síðan.

Sæmundur Bjarnason, 24.8.2013 kl. 23:31

5 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, Frosti Sigurjónsson er ekki nándar nærri eins fastur fyrir og hin trausta Vigdís Hauksdóttir og ég persónulega færi aldrei að líkja þeim saman.  Og áfram Vigdís Hauksdóttir. 

Elle_, 24.8.2013 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband